Danir hefja framkvæmdir við lagningu 70 kílómetra landamæragirðingar Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 13:18 Giirðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Framkvæmdir hófust í dag verið lagningu sjötíu kílómetra girðingar á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Fyrstu staurunum var komið fyrir við dönsku borgina Padborg á Jótlandi fyrr í dag, en með girðingunni vonast Danir til að hægt verði að koma í veg fyrir straum villisvína frá Evrópu og til landsins.Í frétt Jyllands-Posten segir að meirihluti hafi verið á danska þinginu fyrir framkvæmdinni, en girðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Þá mun girðingin ná hálfan metra niður í jörðina. Að sögn forsvarsmanna danska Landbúnaðar- og matvælaráðsins (Landbrug & Fødevarer) á með girðingunni að tryggja að dönsk svín smitist ekki af skæðum smitsjúkdómum eins og afrískri svínapest. Smitist danski stofninn kann það að kosta danska skattgreiðendur ellefu millljarða danskra króna, um 200 milljarða íslenskra króna.Danskur iðnaður í hættu Svínarækt er mjög mikilvægur iðnaður í Danmörku og telur Landbúnaðar- og matvælaráðið að lifibrauð 33 þúsund einstaklinga kunni að vera í hætti, nái pestin til landsins. Afrísk svínapest hefur komið upp víða í Evrópu að undanförnu, meðal annars í Póllandi, Eystrasaltslöndunum og Belgíu. Framkvæmdin hefur sætt talsverðri gagnrýni, meðal annars frá þýskum þingmönnum og dýraverndunarsamtökunum sem segja girðinguna hafa áhrif á að aðrar dýrategundir nái að þrífast á svæðinu. Áætlaður kostnaður er um 30 milljónir danskra króna, um 560 milljónir íslenskra, og er vonast til að framkvæmdum við girðinguna ljúki næsta haust. Danmörk Dýr Heilbrigðismál Þýskaland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Framkvæmdir hófust í dag verið lagningu sjötíu kílómetra girðingar á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Fyrstu staurunum var komið fyrir við dönsku borgina Padborg á Jótlandi fyrr í dag, en með girðingunni vonast Danir til að hægt verði að koma í veg fyrir straum villisvína frá Evrópu og til landsins.Í frétt Jyllands-Posten segir að meirihluti hafi verið á danska þinginu fyrir framkvæmdinni, en girðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Þá mun girðingin ná hálfan metra niður í jörðina. Að sögn forsvarsmanna danska Landbúnaðar- og matvælaráðsins (Landbrug & Fødevarer) á með girðingunni að tryggja að dönsk svín smitist ekki af skæðum smitsjúkdómum eins og afrískri svínapest. Smitist danski stofninn kann það að kosta danska skattgreiðendur ellefu millljarða danskra króna, um 200 milljarða íslenskra króna.Danskur iðnaður í hættu Svínarækt er mjög mikilvægur iðnaður í Danmörku og telur Landbúnaðar- og matvælaráðið að lifibrauð 33 þúsund einstaklinga kunni að vera í hætti, nái pestin til landsins. Afrísk svínapest hefur komið upp víða í Evrópu að undanförnu, meðal annars í Póllandi, Eystrasaltslöndunum og Belgíu. Framkvæmdin hefur sætt talsverðri gagnrýni, meðal annars frá þýskum þingmönnum og dýraverndunarsamtökunum sem segja girðinguna hafa áhrif á að aðrar dýrategundir nái að þrífast á svæðinu. Áætlaður kostnaður er um 30 milljónir danskra króna, um 560 milljónir íslenskra, og er vonast til að framkvæmdum við girðinguna ljúki næsta haust.
Danmörk Dýr Heilbrigðismál Þýskaland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira