Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 16:56 Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, segir ólíklegt að einræðisstjórn Norður-Kóreu muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sömu sögu sé að segja af búnaði þeirra til að auðga úraníum og framleiða kjarnorkuvopn. Þetta sagði Coats í dag við þingmenn í njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ástæðuna vera að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, Með kjarnorkuvopnum verði ekki hægt að koma honum frá völdum með innrás. Coats sagði ljóst að ríkisstjórn Kim hefði dregið úr ógnandi hegðun í tengslum við kjarnorkuvopnaáætlun þeirra og engar tilraunir með kjarnorkuvopn eða eldflaugar hefðu verið framkvæmdar í rúmt ár. Þá sagði hann, samkvæmt Politcio, að Kim virtist opinn fyrir mögulegri afvopnun.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstunni hitta Kim og er gert ráð fyrir að það verði í lok febrúar. Þetta verður annar fundur þeirra en Trump hefur lengi heitið því að Norður-Kórea muni láta öll kjarnorkuvopn af hendi. Í síðustu viku sagði Trump að viðræður stæðu enn yfir og árangur hefði náðst. Aldrei hefði annar eins árangur náðst í málefnum Norður-Kóreu, samkvæmt Trump. Þá sagðist hann búast við miklum árangri á fundi hans og Kim. þegar þeir hittust í fyrra skrifuðu Trump og Kim undir sameiginlegra yfirlýsingu. Sú yfirlýsing var einkar óljós og innihélt engar skuldbindingar. Þar stóð að ríkin myndu vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn og vinna að varanlegum friði. Í kjölfar fundarins staðhæfði Trupm að afvopnun Norður-Kóreu myndi hefjast „mjög fljótlega“.Vísbendingar um áframhaldandi tilraunir Síðan þá hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó margsinnis gagnrýnt að Bandaríkin hafi ekki fellt niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu. Meðal annars hefur Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagt að ekki komi til greina að einræðisríkið vinni að afvopnun á nokkurn hátt fyrr en létt sé á viðskiptaþvingununum.Þá hafa sömuleiðis borist fregnir af því að kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafi haldið áfram í leynilegum herstöðvum. Sérfræðingar segja gervihnattarmyndir af Norður-Kóreu sýna eldflaugapalla í þessum herstöðvum.Coats sagði leyniþjónustur Bandaríkjanna telja að aðgerðir innan Norður-Kóreu séu ekki í samræmi við afvopnun. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir bæru árangur og þeim hefði að mestu verið viðhaldið. Hins vegar væri ríkisstjórn Kim að reyna að draga úr áhrifum þeirra með því að komast hjá þeim, beita pólitískum þrýstingi og viðræðum. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, segir ólíklegt að einræðisstjórn Norður-Kóreu muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sömu sögu sé að segja af búnaði þeirra til að auðga úraníum og framleiða kjarnorkuvopn. Þetta sagði Coats í dag við þingmenn í njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ástæðuna vera að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, Með kjarnorkuvopnum verði ekki hægt að koma honum frá völdum með innrás. Coats sagði ljóst að ríkisstjórn Kim hefði dregið úr ógnandi hegðun í tengslum við kjarnorkuvopnaáætlun þeirra og engar tilraunir með kjarnorkuvopn eða eldflaugar hefðu verið framkvæmdar í rúmt ár. Þá sagði hann, samkvæmt Politcio, að Kim virtist opinn fyrir mögulegri afvopnun.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstunni hitta Kim og er gert ráð fyrir að það verði í lok febrúar. Þetta verður annar fundur þeirra en Trump hefur lengi heitið því að Norður-Kórea muni láta öll kjarnorkuvopn af hendi. Í síðustu viku sagði Trump að viðræður stæðu enn yfir og árangur hefði náðst. Aldrei hefði annar eins árangur náðst í málefnum Norður-Kóreu, samkvæmt Trump. Þá sagðist hann búast við miklum árangri á fundi hans og Kim. þegar þeir hittust í fyrra skrifuðu Trump og Kim undir sameiginlegra yfirlýsingu. Sú yfirlýsing var einkar óljós og innihélt engar skuldbindingar. Þar stóð að ríkin myndu vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn og vinna að varanlegum friði. Í kjölfar fundarins staðhæfði Trupm að afvopnun Norður-Kóreu myndi hefjast „mjög fljótlega“.Vísbendingar um áframhaldandi tilraunir Síðan þá hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó margsinnis gagnrýnt að Bandaríkin hafi ekki fellt niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu. Meðal annars hefur Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagt að ekki komi til greina að einræðisríkið vinni að afvopnun á nokkurn hátt fyrr en létt sé á viðskiptaþvingununum.Þá hafa sömuleiðis borist fregnir af því að kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafi haldið áfram í leynilegum herstöðvum. Sérfræðingar segja gervihnattarmyndir af Norður-Kóreu sýna eldflaugapalla í þessum herstöðvum.Coats sagði leyniþjónustur Bandaríkjanna telja að aðgerðir innan Norður-Kóreu séu ekki í samræmi við afvopnun. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir bæru árangur og þeim hefði að mestu verið viðhaldið. Hins vegar væri ríkisstjórn Kim að reyna að draga úr áhrifum þeirra með því að komast hjá þeim, beita pólitískum þrýstingi og viðræðum.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira