Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 20:00 Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir Bryndís Benediktsdóttir, heimilislæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að greina vanda. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem kennsla hófst í samskiptafræði við læknadeild HÍ og er það fyrst núna í ár tæpum tuttugu árum seinna sem samskipti verða kennd sem rauður þráður í gegnum öll árin í læknanáminu. Bryndís sem er heimilislæknir til þrjátíu og tveggja ára segir mun fleiri leita til lækna nú en áður og konum hafi fjölgað til muna. „Konur hafa annan frásagnarmáta, það hefur sýnt sig þegar þær segja frá þá draga þær mikið meira tilfinningar inn í frásögnina. Oft eru einkenni þeirra túlkuð meira sem andleg vanlíðan heldur en líkamleg," segir hún.Einkenni kvenna ekki rannsökuð Bryndís segir kerfið stundum vinna á móti sér og ekki gefa læknum svigrúmið sem þarf til hlustunar. „Læknar eru upp til hópa undir miklu vinnuálagi og tímapressu. Það er þannig allavega hjá heilsugæslunni að okkur er borgað talsvert per ydelse, sem þýðir að eftir því sem þú sérð fleiri sjúklinga því betra kaup hefur þú. Það vinnur ekki með þessu. En það er nú þannig að ef þú temur þér góða samskiptafærni og tekur virkilega á þessum málum þá sparar þú í lengdina. Vegna þess að fólk leitar aftur og aftur af því það fær ekki lausn sinna mála,“ segir hún. Hún bendir á að læknisfræðin gerði lengi vel ekki ráð fyrir að sjúkdómar lýsi sér öðruvísi í konum en körlum. “þær stóru rannsóknir sem gerðar voru á alvarlegum langvinnum sjúkdómum voru gerðar eingöngu á körlum. Konur voru ekki teknar inn í rannsóknirnar. Þannig að þegar skrifað var um sjúkdómana í kennslubækur og greinar þá voru einkennum og meðferð alltaf lýst út frá körlum,” segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir Bryndís Benediktsdóttir, heimilislæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að greina vanda. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem kennsla hófst í samskiptafræði við læknadeild HÍ og er það fyrst núna í ár tæpum tuttugu árum seinna sem samskipti verða kennd sem rauður þráður í gegnum öll árin í læknanáminu. Bryndís sem er heimilislæknir til þrjátíu og tveggja ára segir mun fleiri leita til lækna nú en áður og konum hafi fjölgað til muna. „Konur hafa annan frásagnarmáta, það hefur sýnt sig þegar þær segja frá þá draga þær mikið meira tilfinningar inn í frásögnina. Oft eru einkenni þeirra túlkuð meira sem andleg vanlíðan heldur en líkamleg," segir hún.Einkenni kvenna ekki rannsökuð Bryndís segir kerfið stundum vinna á móti sér og ekki gefa læknum svigrúmið sem þarf til hlustunar. „Læknar eru upp til hópa undir miklu vinnuálagi og tímapressu. Það er þannig allavega hjá heilsugæslunni að okkur er borgað talsvert per ydelse, sem þýðir að eftir því sem þú sérð fleiri sjúklinga því betra kaup hefur þú. Það vinnur ekki með þessu. En það er nú þannig að ef þú temur þér góða samskiptafærni og tekur virkilega á þessum málum þá sparar þú í lengdina. Vegna þess að fólk leitar aftur og aftur af því það fær ekki lausn sinna mála,“ segir hún. Hún bendir á að læknisfræðin gerði lengi vel ekki ráð fyrir að sjúkdómar lýsi sér öðruvísi í konum en körlum. “þær stóru rannsóknir sem gerðar voru á alvarlegum langvinnum sjúkdómum voru gerðar eingöngu á körlum. Konur voru ekki teknar inn í rannsóknirnar. Þannig að þegar skrifað var um sjúkdómana í kennslubækur og greinar þá voru einkennum og meðferð alltaf lýst út frá körlum,” segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira