Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 09:15 DF-26 elflaugarnar voru teknar í notkun í apríl í fyrra og hægt er að skjóta þeim að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. The Getty/Asahi Shimbun Yfirvöld í Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. Þar á meðal flugmóðurskipum. Einungis nokkrir dagar eru síðan bandarísku herskipi var siglt um hafið eins og gert hefur verið reglulega að undanförnu. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta Suður-Kínahafs á grunni korts frá 1947. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Kínverjar hafa þó byggt upp heilu eyjarnar í Suður-Kínahafi. Á þeim hafa verið byggðir flugvellir, flotastöðvar og herstöðvar og hefur vopnum verið komið fyrir þar. Bandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Bandaríkin sendu tundurspillinn USS McCambell til Suður-Kínahafs á mánudaginn og var kínverskum herskipum siglt til móts við herskipið bandaríska. Umræddar eldflaugar, sem kallast DF-26, hafa þó ekki verið fluttar til Suður-Kínahafs, heldur var þeim komið fyrir á meginlandi Kína, fjarri hafsvæðinu. Samkvæmt Global Times, fjölmiðli sem er í eigu yfirvalda Kína, var það gert svo að eldflaugarnar verði á hámarkshraða þegar þær nálgast skotmörk sín í Suður-Kínahafi. Þá sé mun erfiðara að skjóta þær niður. Í grein Times segir einnig að hægt sé að skjóta eldflaugunum að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. Þannig gæti Kína einnig gert árásir á herstöðvar Bandaríkjanna á Gvam. Eldflaugarnar langdrægu voru teknar í notkun af herafla Kína í apríl 2018. Zhang Junshe, sem starfar sem rannsakandi fyrir herafla Kína, sagði í gær að mögulegt væri að til átaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína, ef Bandaríkin héldu áfram að sigla herskipum sínum um svæðið. Þau átök yrðu þá Bandaríkjunum að kenna. Bandaríkin Brúnei Filippseyjar Indónesía Kína Malasía Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Yfirvöld í Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. Þar á meðal flugmóðurskipum. Einungis nokkrir dagar eru síðan bandarísku herskipi var siglt um hafið eins og gert hefur verið reglulega að undanförnu. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta Suður-Kínahafs á grunni korts frá 1947. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Kínverjar hafa þó byggt upp heilu eyjarnar í Suður-Kínahafi. Á þeim hafa verið byggðir flugvellir, flotastöðvar og herstöðvar og hefur vopnum verið komið fyrir þar. Bandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Bandaríkin sendu tundurspillinn USS McCambell til Suður-Kínahafs á mánudaginn og var kínverskum herskipum siglt til móts við herskipið bandaríska. Umræddar eldflaugar, sem kallast DF-26, hafa þó ekki verið fluttar til Suður-Kínahafs, heldur var þeim komið fyrir á meginlandi Kína, fjarri hafsvæðinu. Samkvæmt Global Times, fjölmiðli sem er í eigu yfirvalda Kína, var það gert svo að eldflaugarnar verði á hámarkshraða þegar þær nálgast skotmörk sín í Suður-Kínahafi. Þá sé mun erfiðara að skjóta þær niður. Í grein Times segir einnig að hægt sé að skjóta eldflaugunum að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. Þannig gæti Kína einnig gert árásir á herstöðvar Bandaríkjanna á Gvam. Eldflaugarnar langdrægu voru teknar í notkun af herafla Kína í apríl 2018. Zhang Junshe, sem starfar sem rannsakandi fyrir herafla Kína, sagði í gær að mögulegt væri að til átaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína, ef Bandaríkin héldu áfram að sigla herskipum sínum um svæðið. Þau átök yrðu þá Bandaríkjunum að kenna.
Bandaríkin Brúnei Filippseyjar Indónesía Kína Malasía Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira