Flotið sofandi að feigðarósi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2019 12:38 Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu. Einkum stendur þó þrennt eftir þegar litið er til baka og rifjaðir upp fjöldinn allur af fundum með stjórnmála- og forystufólki úr greininni og heimsóknir á sjávarútvegssýningar og ráðstefnur hérlendis og erlendis. Rödd Íslands er sterk þegar kemur að málefnum hafsins og verndun lífríkis þess. Aðrar þjóðir líta til okkar ábyrga fiskveiðistjórnarkerfis sem byggir eins og kunnugt er á vísindum og tækni sem Íslenskir vísindamenn hafa þróað á undanförnum áratugum. Þetta viðhorf margra vinaþjóða okkar kom m.a. glögglega fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júní 2017 sem fjallaði um málefni hafsins og Íslensk stjórnvöld tóku virkan þátt í. Fram til þessa höfum við með stolti miðlað okkar reynslu í þessum efnum, m.a. með starfsemi sjávarútvegsskóla SÞ sem rekinn er á Íslandi. Á þessari ímynd byggir markaðsstarf greinarinnar á erlendri grundu í síauknum mæli með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið.Erum ekki eina þjóðin Íslendingar eru hinsvegar ekki eina þjóðin sem stendur sig vel í sjávarútvegi og á undanförnum árum hefur samkeppnin vaxið hratt. Ber þar einna helst að nefna Noreg og Rússland sem boðað hafa stórsókn í greininni og stuðningi við hana. Báðar þessar þjóðir sem við erum í beinni samkeppni við veita nú tugmilljörðum í rannsóknir og þróun, byggingu nýrra rannsóknaskipa og endurnýjun fiskveiðiflota. Sama gildir um markaðsstarf en árangur Norðmanna í sölu á eldislaxi er gott dæmi um þá samkeppni sem þeir geta veitt okkur í sölu á sjávarafurðum almennt. Íslendingar eru sannarlega ekki lengur einir um hituna þegar kemur að sölu á fiski og eftir langvinnt sjómannaverkfall árið 2017 megum við ekki við frekari tapi á mörkuðum erlendis.Skringileg ákvörðun ríkisstjórnarinnar Í ljósi ofangreinds kemur það sannarlega á óvart að nú í ársbyrjun 2018 berist fregnir af fyrirhuguðum hópuppsögnum hjá Hafrannsóknarstofnun og samdrætti í rannsóknarstarfi. Aðeins örfáum mánuðum eftir að formenn allra flokka samþykktu að leggja fram þingsályktunartillögu sem kveður á um kaup á nýju rannsóknarskipi leggja stjórnvöld fram hagræðingarkröfu sem verður að öllum líkindum til þess að rannsóknum Bjarna Sæmundssonar verði hætt og að skipið Árni Friðriksson verði leigður til annarra landa til að mæta kröfum stjórnvalda.Hvað veldur þessari stefnubreytingu stjórnvalda skal ósagt látið en ljóst er að Hafró mun ekki getað leitað að loðnu, síld og makríl á netinu á meðan rannsóknarskipin okkar liggja við höfn eða eru í leigu erlendis. Hér er miklu meira undir en nokkur hundruð milljóna króna hagræðing. Skilaboðin eru táknræn og afleiðingarnar óafturkræfar þegar markaðir tapast vegna skorts á trúverðugleika sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Ég vil því hvetja stjórnvöld til að ýta þessari skammsýni sinni til hliðar og endurskoða ákvörðunina. Það er of mikið í húfi.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu. Einkum stendur þó þrennt eftir þegar litið er til baka og rifjaðir upp fjöldinn allur af fundum með stjórnmála- og forystufólki úr greininni og heimsóknir á sjávarútvegssýningar og ráðstefnur hérlendis og erlendis. Rödd Íslands er sterk þegar kemur að málefnum hafsins og verndun lífríkis þess. Aðrar þjóðir líta til okkar ábyrga fiskveiðistjórnarkerfis sem byggir eins og kunnugt er á vísindum og tækni sem Íslenskir vísindamenn hafa þróað á undanförnum áratugum. Þetta viðhorf margra vinaþjóða okkar kom m.a. glögglega fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júní 2017 sem fjallaði um málefni hafsins og Íslensk stjórnvöld tóku virkan þátt í. Fram til þessa höfum við með stolti miðlað okkar reynslu í þessum efnum, m.a. með starfsemi sjávarútvegsskóla SÞ sem rekinn er á Íslandi. Á þessari ímynd byggir markaðsstarf greinarinnar á erlendri grundu í síauknum mæli með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið.Erum ekki eina þjóðin Íslendingar eru hinsvegar ekki eina þjóðin sem stendur sig vel í sjávarútvegi og á undanförnum árum hefur samkeppnin vaxið hratt. Ber þar einna helst að nefna Noreg og Rússland sem boðað hafa stórsókn í greininni og stuðningi við hana. Báðar þessar þjóðir sem við erum í beinni samkeppni við veita nú tugmilljörðum í rannsóknir og þróun, byggingu nýrra rannsóknaskipa og endurnýjun fiskveiðiflota. Sama gildir um markaðsstarf en árangur Norðmanna í sölu á eldislaxi er gott dæmi um þá samkeppni sem þeir geta veitt okkur í sölu á sjávarafurðum almennt. Íslendingar eru sannarlega ekki lengur einir um hituna þegar kemur að sölu á fiski og eftir langvinnt sjómannaverkfall árið 2017 megum við ekki við frekari tapi á mörkuðum erlendis.Skringileg ákvörðun ríkisstjórnarinnar Í ljósi ofangreinds kemur það sannarlega á óvart að nú í ársbyrjun 2018 berist fregnir af fyrirhuguðum hópuppsögnum hjá Hafrannsóknarstofnun og samdrætti í rannsóknarstarfi. Aðeins örfáum mánuðum eftir að formenn allra flokka samþykktu að leggja fram þingsályktunartillögu sem kveður á um kaup á nýju rannsóknarskipi leggja stjórnvöld fram hagræðingarkröfu sem verður að öllum líkindum til þess að rannsóknum Bjarna Sæmundssonar verði hætt og að skipið Árni Friðriksson verði leigður til annarra landa til að mæta kröfum stjórnvalda.Hvað veldur þessari stefnubreytingu stjórnvalda skal ósagt látið en ljóst er að Hafró mun ekki getað leitað að loðnu, síld og makríl á netinu á meðan rannsóknarskipin okkar liggja við höfn eða eru í leigu erlendis. Hér er miklu meira undir en nokkur hundruð milljóna króna hagræðing. Skilaboðin eru táknræn og afleiðingarnar óafturkræfar þegar markaðir tapast vegna skorts á trúverðugleika sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Ég vil því hvetja stjórnvöld til að ýta þessari skammsýni sinni til hliðar og endurskoða ákvörðunina. Það er of mikið í húfi.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar