Segist ekkert hafa að fela Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. janúar 2019 08:00 Trump forseti. NordicPhotos/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. Forsetinn tjáði sig um umræddar ásakanir í viðtali á Fox News í gær og sagðist láta sig slíkar fréttir lítið varða, hann hefði ekkert að fela. Er forsetinn þar að bregðast við fréttum þess efnis að hann hafi að minnsta kosti fimm sinnum leynt upplýsingum um persónulega fundi með Pútín frá samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórn og meðal annars haldlagt glósur frá túlki sínum í eitt skiptið. „Ef þú lest greinina þeirra, þá sérðu að þau fundu ekki neitt,“ sagði Trump meðal annars í viðtalinu við Fox News og vísaði þar í umfjöllun New York Times, sem í fyrradag birti fyrst fréttir þess efnis að þarlend lögregluyfirvöld hefðu hafið rannsókn á Trump um leið og hann rak James Comey úr embætti yfirmanns alríkislögreglunnar. Miðaði rannsóknin að því að komast að því hvort Trump væri að ganga erinda erlendrar ríkisstjórnar. „Þessi frétt var algjör móðgun og New York Times er ömurlegt fréttablað. Þetta er hræðilegur hlutur sem þeir sögðu.“ Aðspurður á Fox af hverju hann vildi ekki birta upplýsingar úr umræddum samtölum við Pútín, ýjaði forsetinn að því að hann væri til í að gera það. „Ég myndi gera það. Mér er alveg sama … ég er ekki að fela neitt. Mér gæti ekki verið meira sama.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. Forsetinn tjáði sig um umræddar ásakanir í viðtali á Fox News í gær og sagðist láta sig slíkar fréttir lítið varða, hann hefði ekkert að fela. Er forsetinn þar að bregðast við fréttum þess efnis að hann hafi að minnsta kosti fimm sinnum leynt upplýsingum um persónulega fundi með Pútín frá samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórn og meðal annars haldlagt glósur frá túlki sínum í eitt skiptið. „Ef þú lest greinina þeirra, þá sérðu að þau fundu ekki neitt,“ sagði Trump meðal annars í viðtalinu við Fox News og vísaði þar í umfjöllun New York Times, sem í fyrradag birti fyrst fréttir þess efnis að þarlend lögregluyfirvöld hefðu hafið rannsókn á Trump um leið og hann rak James Comey úr embætti yfirmanns alríkislögreglunnar. Miðaði rannsóknin að því að komast að því hvort Trump væri að ganga erinda erlendrar ríkisstjórnar. „Þessi frétt var algjör móðgun og New York Times er ömurlegt fréttablað. Þetta er hræðilegur hlutur sem þeir sögðu.“ Aðspurður á Fox af hverju hann vildi ekki birta upplýsingar úr umræddum samtölum við Pútín, ýjaði forsetinn að því að hann væri til í að gera það. „Ég myndi gera það. Mér er alveg sama … ég er ekki að fela neitt. Mér gæti ekki verið meira sama.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira