Trump pantaði þrjú hundruð hamborgara Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2019 07:36 Donald Trump Bandaríkjaforseti virðir fyrir sér veislumatinn. EPA/CHRIS KLEPONIS Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð til sannkallaðrar skyndibitaveislu í Hvíta húsinu í gær. Forsetinn sagði veislukostinn mega rekja til lokunar alríkisstofnana sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum en vegna hennar skortir starfsfólk til að framreiða mat í samkvæmum forsetaembættisins. Ruðningsliði Clemson Tigers, sem sigraði nýlega bandarísku háskóladeildina, var því boðið upp á yfir þrjú hundruð hamborgara er þeir heimsóttu Hvíta húsið í gær. Þá gæddi liðið sér einnig á pítsu og frönskum. „Vegna lokunarinnar fórum við út og pöntuðum bandarískan skyndibitamat sem ég greiddi sjálfur fyrir,“ tjáði Trump blaðamönnum í veislunni í gær. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC hafa ekki fengist upplýsingar um kostnaðinn við skyndibitakaupin. Bandarískum ríkisstofnunum var lokað vegna kröfu Trumps um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Lokunin er nú orðin sú lengsta í sögunni en um átta hundruð þúsund opinberir starfsmenn hafa annað hvort verið skikkaðir í leyfi frá störfum eða látnir mæta til vinnu án þess að fá útborguð laun síðan í desember síðastliðnum.Liðið virtist una matnum ágætlega.EPA/CHRIS KLEPONIS Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð til sannkallaðrar skyndibitaveislu í Hvíta húsinu í gær. Forsetinn sagði veislukostinn mega rekja til lokunar alríkisstofnana sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum en vegna hennar skortir starfsfólk til að framreiða mat í samkvæmum forsetaembættisins. Ruðningsliði Clemson Tigers, sem sigraði nýlega bandarísku háskóladeildina, var því boðið upp á yfir þrjú hundruð hamborgara er þeir heimsóttu Hvíta húsið í gær. Þá gæddi liðið sér einnig á pítsu og frönskum. „Vegna lokunarinnar fórum við út og pöntuðum bandarískan skyndibitamat sem ég greiddi sjálfur fyrir,“ tjáði Trump blaðamönnum í veislunni í gær. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC hafa ekki fengist upplýsingar um kostnaðinn við skyndibitakaupin. Bandarískum ríkisstofnunum var lokað vegna kröfu Trumps um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Lokunin er nú orðin sú lengsta í sögunni en um átta hundruð þúsund opinberir starfsmenn hafa annað hvort verið skikkaðir í leyfi frá störfum eða látnir mæta til vinnu án þess að fá útborguð laun síðan í desember síðastliðnum.Liðið virtist una matnum ágætlega.EPA/CHRIS KLEPONIS
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00