Raunverulegan kaupmátt, takk Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Íslensk stjórnvöld gætu aukið kaupmátt lægstu launa um allt að þriðjung og það áður en til launahækkana kæmi. Þau hafa öll nauðsynleg tæki í höndum sér og skortir aðeins viljann. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu miklu máli 33% aukning kaupmáttar myndi skipta fyrir það fólk sem lægstar hefur tekjurnar og á erfitt með að ná endum saman. Slíkar breytingar væru svo sannarlega verðugt framlag til lausnar á erfiðum kjaradeilum sem eru í uppsiglingu.Skattleysismörk í 250 þúsund Viðreisn vill leggja til róttæka uppstokkun á núverandi skattkerfi. Hækka mætti skattleysismörk í allt að 250 þúsund krónur á mánuði með því að taka upp útgreiðanlegan persónuafslátt sem eykst með vaxandi tekjum upp að 100 þúsund krónur á mánuði en skerðist síðan hlutfallslega með hækkandi tekjum eftir það. Samhliða þessu yrði skattprósenta lægra skattþreps lækkuð í 25% en skattprósenta hátekjuþrepsins héldist svipuð og nú er. Tekjumörk skattþrepanna væru samhliða lækkuð nokkuð. Þessar breytingar myndu auka jöfnunarhlutverk skattkerfisins og tryggja að skattbyrði einstaklinga með minna en 800 þúsund krónur á mánuði myndi lækka. Ávinningur tekjulægstu hópanna yrði langsamlega mestur. Þessar hugmyndir byggja á skattatillögum sem settar voru fram af samráðsvettvangi um aukna hagsæld en hafa verið útfærðar nánar með það að markmiði að skila hærri skattleysismörkum en þar var gert ráð fyrir. Gróft áætlað mætti ætla að þessar breytingar myndu leiða til 10-15 milljarða skattalækkunar til einstaklinga.xxxxMatarkarfan gæti lækkað um þriðjung Fjögurra manna fjölskylda hér á landi greiðir um 67 þúsund krónum meira á mánuði fyrir matarkörfuna en nágrannar okkar gera. Þar af greiðum við um 57 þúsund krónum meira á mánuði fyrir þær matvörur sem njóta mestrar verndar, þ.e. innlendar landbúnaðarafurðir. Það er þó ekki svo að nágrannar okkar styðji ekki við bændur. Þvert á móti nýtur landbúnaður í þessum löndum mikils stuðnings. Þar hefur þess hins vegar einnig verið gætt að neytendur njóti góðs af. Sú vernd og stuðningur sem hér hefur tíðkast beinist hins vegar fyrst og fremst að því að standa vörð um einokunarstöðu innlendra afurðastöðva. Við höfum reynslu af umbótum hér á landi sem hafa skilað neytendum miklum ávinningi. Stuðningskerfi garðyrkjubænda var þannig breytt fyrir um 15 árum síðan, tollvernd afnumin en beingreiðslur auknar á móti. Verðhækkanir á grænmeti hafa upp frá því verið mun minni en t.d. á mjólkurafurðum eða kjöti, einmitt vegna aukinnar samkeppni erlendis frá. Á sama tíma hefur orðið mikil vöruþróun á sviði innlendrar grænmetisframleiðslu og umtalsverð aukning á heildarframleiðslu. Það er því vel hægt að breyta landbúnaðarkerfinu þannig að bæði bændur og neytendur hafi ávinning af. Það vantar einfaldlega vilja stjórnvalda til þess.Og svo blessuð krónan Loks er það kostnaðurinn af krónunni. Við borgum miklu hærri vexti en nágrannalönd okkar. Vaxtakostnaður af 20 milljón króna húsnæðisláni er liðlega 70 þúsund krónum meiri á mánuði hér á landi en hjá nágrönnum okkar. Ástæðan er kostnaðarsamur og óstöðugur gjaldmiðill sem og skortur á samkeppni á fjármálamarkaði. Fákeppnina má m.a. rekja til þess að erlendir bankar hafa lítinn sem engan áhuga á að starfa á svo litlu gjaldmiðilssvæði. Enn og aftur skortir hins vegar vilja hjá stjórnvöldum til að breyta þessu. Þegar allt þetta er dregið saman, endurskoðun skattkerfisins, afnám tollverndar á matvælum og lækkun vaxta með stöðugra gengi, gæti fjögurra manna fjölskylda með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun aukið ráðstöfunartekjur sínar um nærri 180 þúsund krónur á mánuði. Það munar um minna. Lausnir þessar eru heldur ekki til skamms tíma heldur framtíðarlausn fyrir landsmenn, það er það sem Viðreisn vill. Vilji er allt sem þarf en því miður skortir þann vilja hjá stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld gætu aukið kaupmátt lægstu launa um allt að þriðjung og það áður en til launahækkana kæmi. Þau hafa öll nauðsynleg tæki í höndum sér og skortir aðeins viljann. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu miklu máli 33% aukning kaupmáttar myndi skipta fyrir það fólk sem lægstar hefur tekjurnar og á erfitt með að ná endum saman. Slíkar breytingar væru svo sannarlega verðugt framlag til lausnar á erfiðum kjaradeilum sem eru í uppsiglingu.Skattleysismörk í 250 þúsund Viðreisn vill leggja til róttæka uppstokkun á núverandi skattkerfi. Hækka mætti skattleysismörk í allt að 250 þúsund krónur á mánuði með því að taka upp útgreiðanlegan persónuafslátt sem eykst með vaxandi tekjum upp að 100 þúsund krónur á mánuði en skerðist síðan hlutfallslega með hækkandi tekjum eftir það. Samhliða þessu yrði skattprósenta lægra skattþreps lækkuð í 25% en skattprósenta hátekjuþrepsins héldist svipuð og nú er. Tekjumörk skattþrepanna væru samhliða lækkuð nokkuð. Þessar breytingar myndu auka jöfnunarhlutverk skattkerfisins og tryggja að skattbyrði einstaklinga með minna en 800 þúsund krónur á mánuði myndi lækka. Ávinningur tekjulægstu hópanna yrði langsamlega mestur. Þessar hugmyndir byggja á skattatillögum sem settar voru fram af samráðsvettvangi um aukna hagsæld en hafa verið útfærðar nánar með það að markmiði að skila hærri skattleysismörkum en þar var gert ráð fyrir. Gróft áætlað mætti ætla að þessar breytingar myndu leiða til 10-15 milljarða skattalækkunar til einstaklinga.xxxxMatarkarfan gæti lækkað um þriðjung Fjögurra manna fjölskylda hér á landi greiðir um 67 þúsund krónum meira á mánuði fyrir matarkörfuna en nágrannar okkar gera. Þar af greiðum við um 57 þúsund krónum meira á mánuði fyrir þær matvörur sem njóta mestrar verndar, þ.e. innlendar landbúnaðarafurðir. Það er þó ekki svo að nágrannar okkar styðji ekki við bændur. Þvert á móti nýtur landbúnaður í þessum löndum mikils stuðnings. Þar hefur þess hins vegar einnig verið gætt að neytendur njóti góðs af. Sú vernd og stuðningur sem hér hefur tíðkast beinist hins vegar fyrst og fremst að því að standa vörð um einokunarstöðu innlendra afurðastöðva. Við höfum reynslu af umbótum hér á landi sem hafa skilað neytendum miklum ávinningi. Stuðningskerfi garðyrkjubænda var þannig breytt fyrir um 15 árum síðan, tollvernd afnumin en beingreiðslur auknar á móti. Verðhækkanir á grænmeti hafa upp frá því verið mun minni en t.d. á mjólkurafurðum eða kjöti, einmitt vegna aukinnar samkeppni erlendis frá. Á sama tíma hefur orðið mikil vöruþróun á sviði innlendrar grænmetisframleiðslu og umtalsverð aukning á heildarframleiðslu. Það er því vel hægt að breyta landbúnaðarkerfinu þannig að bæði bændur og neytendur hafi ávinning af. Það vantar einfaldlega vilja stjórnvalda til þess.Og svo blessuð krónan Loks er það kostnaðurinn af krónunni. Við borgum miklu hærri vexti en nágrannalönd okkar. Vaxtakostnaður af 20 milljón króna húsnæðisláni er liðlega 70 þúsund krónum meiri á mánuði hér á landi en hjá nágrönnum okkar. Ástæðan er kostnaðarsamur og óstöðugur gjaldmiðill sem og skortur á samkeppni á fjármálamarkaði. Fákeppnina má m.a. rekja til þess að erlendir bankar hafa lítinn sem engan áhuga á að starfa á svo litlu gjaldmiðilssvæði. Enn og aftur skortir hins vegar vilja hjá stjórnvöldum til að breyta þessu. Þegar allt þetta er dregið saman, endurskoðun skattkerfisins, afnám tollverndar á matvælum og lækkun vaxta með stöðugra gengi, gæti fjögurra manna fjölskylda með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun aukið ráðstöfunartekjur sínar um nærri 180 þúsund krónur á mánuði. Það munar um minna. Lausnir þessar eru heldur ekki til skamms tíma heldur framtíðarlausn fyrir landsmenn, það er það sem Viðreisn vill. Vilji er allt sem þarf en því miður skortir þann vilja hjá stjórnvöldum.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun