Sagði Trump ekki geta þvingað sig til að reka Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2019 23:00 William Barr, fyrrverandi og mögulega verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik William Barr, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, lagði mikið kapp á það í kvöld að koma því á framfæri að hann yrði sjálfstæður ráðherra. Hann myndi ekki eingöngu fara eftir skipunum Hvíta hússins. Meðal þess sem Barr sagði þingmönnum á nefndarfundi í dag var að hann myndi ekki láta þvinga sig í starfi. Þá sagði Barr að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Barr var einnig inntur eftir útskýringum á gömlum yfirlýsingum um rannsóknina og sagðist hann ekki vera á þeirri skoðun að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, færi fyrir „nornaveiðum“, eins og Trump hefur ítrekað haldið fram. Hann sagði það í hag almennings í Bandaríkjunum að Mueller yrði gert kleift að klára rannsókn sína varðandi það hvort framboð Trump hefði starfað með Rússum í viðleitni þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016.„Ég trúi því að Rússar hafi haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af kosningunum og ég tel að við verðum að komast til botns í því,“ sagði Barr. Hann sagðist ekki muna víkja Mueller úr starfi, jafnvel þó Trump skipaði honum að gera það. „Ég mun ekki láta neinn þvinga mig til að gera eitthvað sem ég tel rangt, hvort sem það eru ritstjórnir, þingið eða forsetinn,“ sagði Barr. Hann sagði þó seinna meir að reiði Trump gagnvart Mueller og rannsókn hans væri „skiljanleg“.Barr verður líklega staðfestur af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Svör hans til þingmanna voru þó ætluð til þess að draga úr áhyggjum þingmanna Demókrataflokksins varðandi það að Barr myndi binda enda á Rússarannsóknina. Sérstaklega með tilliti til þess að hann skrifaði minnisblað sem dreift var innan Dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsóknina harðlega. Þá var honum boðið starf í lögfræðiteymi Trump árið 2017 en hann hafnaði boðinu. Verði Barr staðfestur af þinginu verður þetta í annað sinn sem hann sinnir embætti dómsmálaráðherra en hann gerði það áður fyrir George H.W. Bush. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
William Barr, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, lagði mikið kapp á það í kvöld að koma því á framfæri að hann yrði sjálfstæður ráðherra. Hann myndi ekki eingöngu fara eftir skipunum Hvíta hússins. Meðal þess sem Barr sagði þingmönnum á nefndarfundi í dag var að hann myndi ekki láta þvinga sig í starfi. Þá sagði Barr að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Barr var einnig inntur eftir útskýringum á gömlum yfirlýsingum um rannsóknina og sagðist hann ekki vera á þeirri skoðun að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, færi fyrir „nornaveiðum“, eins og Trump hefur ítrekað haldið fram. Hann sagði það í hag almennings í Bandaríkjunum að Mueller yrði gert kleift að klára rannsókn sína varðandi það hvort framboð Trump hefði starfað með Rússum í viðleitni þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016.„Ég trúi því að Rússar hafi haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af kosningunum og ég tel að við verðum að komast til botns í því,“ sagði Barr. Hann sagðist ekki muna víkja Mueller úr starfi, jafnvel þó Trump skipaði honum að gera það. „Ég mun ekki láta neinn þvinga mig til að gera eitthvað sem ég tel rangt, hvort sem það eru ritstjórnir, þingið eða forsetinn,“ sagði Barr. Hann sagði þó seinna meir að reiði Trump gagnvart Mueller og rannsókn hans væri „skiljanleg“.Barr verður líklega staðfestur af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Svör hans til þingmanna voru þó ætluð til þess að draga úr áhyggjum þingmanna Demókrataflokksins varðandi það að Barr myndi binda enda á Rússarannsóknina. Sérstaklega með tilliti til þess að hann skrifaði minnisblað sem dreift var innan Dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsóknina harðlega. Þá var honum boðið starf í lögfræðiteymi Trump árið 2017 en hann hafnaði boðinu. Verði Barr staðfestur af þinginu verður þetta í annað sinn sem hann sinnir embætti dómsmálaráðherra en hann gerði það áður fyrir George H.W. Bush.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira