Lifði af árásina á Tvíburaturnina en myrtur af hryðjuverkamönnum í Kenía Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 20:37 Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær. Vísir/AP Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær. Það þykir merkilegt fyrir þær sakir að Spindler var staddur í Tvíburaturnunum í september 2001, þegar hryðjuverkamenn al-Qaeda flugu farþegaþotum á turnana. Spindler starfaði á árum áður sem fjárfestir eftir að hann útskrifaðist úr háskóla árið 2000. Seinna breytti hann um stefnu og varð lögmaður og starfaði hann mikið erlendis við sjálfboðastörf. Í samtali við Washington Post segir meðleigjandi Spindler að þegar árásin var gerð árið 2001 hafi Spindler hjálpað fólki við að komast út úr byggingunum í stað þess að hlaupa í skjól. „Þegar við heyrum skothríð, hlaupa margir í burtu. Hann fyrstu viðbrögð voru öfug. Hann hljóp beint að skothríðinni,“ segir meðleigjandinn Kevin Yu. Yu segir enn fremur að árásin á Tvíburaturnana hafi breytt viðhorfi Spindler á lífið. Hann hafi sífellt verið að leita leiða til að gefa eitthvað af sér. „Ég er handviss um að þegar hann heyrði sprengingarnar fyrir utan hótelið reyndi hann að stökkva til og hjálpa,“ segir Yu. Árásin hófst um hádegisbil að íslenskum tíma í gær þegar minnst fjórir vígamenn hentu handsprengjum að farartækjum fyrir utan hótelið áður en þeir ruddust þar inn, þar sem einn þeirra sprengdi sig í loft upp. Al-Shabab, sem tengjast al-Qaeds, segir árásina vera hefndaraðgerð vegna ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael til Jerúsalem. Afríka Bandaríkin Kenía Tengdar fréttir Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56 Segir búið að fella alla árásarmennina í Naíróbí Forseti Kenía segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí í gær. 16. janúar 2019 08:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær. Það þykir merkilegt fyrir þær sakir að Spindler var staddur í Tvíburaturnunum í september 2001, þegar hryðjuverkamenn al-Qaeda flugu farþegaþotum á turnana. Spindler starfaði á árum áður sem fjárfestir eftir að hann útskrifaðist úr háskóla árið 2000. Seinna breytti hann um stefnu og varð lögmaður og starfaði hann mikið erlendis við sjálfboðastörf. Í samtali við Washington Post segir meðleigjandi Spindler að þegar árásin var gerð árið 2001 hafi Spindler hjálpað fólki við að komast út úr byggingunum í stað þess að hlaupa í skjól. „Þegar við heyrum skothríð, hlaupa margir í burtu. Hann fyrstu viðbrögð voru öfug. Hann hljóp beint að skothríðinni,“ segir meðleigjandinn Kevin Yu. Yu segir enn fremur að árásin á Tvíburaturnana hafi breytt viðhorfi Spindler á lífið. Hann hafi sífellt verið að leita leiða til að gefa eitthvað af sér. „Ég er handviss um að þegar hann heyrði sprengingarnar fyrir utan hótelið reyndi hann að stökkva til og hjálpa,“ segir Yu. Árásin hófst um hádegisbil að íslenskum tíma í gær þegar minnst fjórir vígamenn hentu handsprengjum að farartækjum fyrir utan hótelið áður en þeir ruddust þar inn, þar sem einn þeirra sprengdi sig í loft upp. Al-Shabab, sem tengjast al-Qaeds, segir árásina vera hefndaraðgerð vegna ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael til Jerúsalem.
Afríka Bandaríkin Kenía Tengdar fréttir Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56 Segir búið að fella alla árásarmennina í Naíróbí Forseti Kenía segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí í gær. 16. janúar 2019 08:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56
Segir búið að fella alla árásarmennina í Naíróbí Forseti Kenía segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí í gær. 16. janúar 2019 08:31