Lögmaður Trump dregur í land með að ekkert samráð hafi átt sér stað Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 10:07 Giuliani virtist bakka með yfirlýsingar um að alls ekkert samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og Rússa. Nú segir hann aðeins að forsetinn hafi ekki sjálfur átt í slíku samráði. Vísir/EPA Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist „aldrei hafa sagt að það hefði ekki verið neitt samráð“ við Rússa í sjónvarpsviðtali í gær. Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að hvorki hann persónulega né framboð hans hafi unnið með útsendurum rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni árið 2016. Í viðtali við Chris Cuomo, þáttastjórnanda CNN-fréttastöðvarinnar, ræddu þeir Giuliani um samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa. Giuliani kvartaði undan því sem hann kallaði „falsfréttir“ um Rússarannsóknina svonefndu. Cuomo svaraði þá til að falsar fréttir væru að segja að enginn í framboðinu hafi átt í samskiptum við Rússa eða að ekkert hafi komið fram sem benti til samráðs á milli framboðsins og Rússa. Við þau orð Cuomo var Giuliani ekki sáttur og sakaði hann um að gera sér upp skoðanir. „Ég sagði aldrei að það hefði ekki verið neitt samráð á milli framboðsins, eða á milli fólks í framboðinu,“ fullyrti fyrrverandi borgarstjóri New York við Cuomo sem þrætti fyrir það. „Ég hef ekki gert það. Ég sagði forseti Bandaríkjanna. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn um að forseti Bandaríkjanna hafi framið eina glæpinn sem hægt er að fremja hér, leggja á ráðin með Rússum um að hakka landsnefnd Demókrataflokksins,“ hélt Giuliani áfram. Talið er að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og lekið þeim í gegnum Wikileaks árið 2016.Giuliani þrætti jafnframt fyrir það að Trump hefði nokkru sinni neitað því að einhver innan framboðsins hefði átt í samráði við Rússa. „Hann sagði ekki enginn, hann sagði að hann gerði það ekki,“ sagði lögmaðurinn.Það er þó ekki rétt, eins og Cuomo benti Giuliani strax á. Í síðasta mánuði tísti forsetinn meðal annars um að „Demókratar finna ekki [rjúkandi] byssu sem tengir Trump-framboðið við Rússland eftir framburð James Comey. Engin [rjúkandi] byssa…Ekkert samráð.““Democrats can't find a Smocking Gun tying the Trump campaign to Russia after James Comey's testimony. No Smocking Gun...No Collusion.” @FoxNews That's because there was NO COLLUSION. So now the Dems go to a simple private transaction, wrongly call it a campaign contribution,...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2018 Á meðal samskipta Trump-framboðsins við Rússa sem vitað er um er fundur sem Donald Trump yngri, sonur forsetans, Jared Kushner, tengdasonur hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, áttu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, sem væri liður í tilraunum Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Miklar vangaveltur hafa verið uppi undanfarið um að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa, gæti verið á lokametrunum. Búist er við því að hann taki saman niðurstöður sínar í lokaskýrslu.Uppfært 16:25 Guiliani sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna viðtalsins á CNN. Heldur hann því fram að orð sín hafi verið mistúlkuð. „Ég kem aðeins fram fyrir hönd Trump forseta, ekki framboðs Trump. Trump forseti átti ekki í neinu samráði á neinn hátt, formi eða tagi. Á sama hátt hef ég enga vitneskju um samráðs neinnar þeirra þúsunda manna sem unnu fyrir framboðið,“ segir Giuliani í yfirlýsingunni.From Giuliani: pic.twitter.com/VUt5LYvI2T— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 17, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist „aldrei hafa sagt að það hefði ekki verið neitt samráð“ við Rússa í sjónvarpsviðtali í gær. Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að hvorki hann persónulega né framboð hans hafi unnið með útsendurum rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni árið 2016. Í viðtali við Chris Cuomo, þáttastjórnanda CNN-fréttastöðvarinnar, ræddu þeir Giuliani um samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa. Giuliani kvartaði undan því sem hann kallaði „falsfréttir“ um Rússarannsóknina svonefndu. Cuomo svaraði þá til að falsar fréttir væru að segja að enginn í framboðinu hafi átt í samskiptum við Rússa eða að ekkert hafi komið fram sem benti til samráðs á milli framboðsins og Rússa. Við þau orð Cuomo var Giuliani ekki sáttur og sakaði hann um að gera sér upp skoðanir. „Ég sagði aldrei að það hefði ekki verið neitt samráð á milli framboðsins, eða á milli fólks í framboðinu,“ fullyrti fyrrverandi borgarstjóri New York við Cuomo sem þrætti fyrir það. „Ég hef ekki gert það. Ég sagði forseti Bandaríkjanna. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn um að forseti Bandaríkjanna hafi framið eina glæpinn sem hægt er að fremja hér, leggja á ráðin með Rússum um að hakka landsnefnd Demókrataflokksins,“ hélt Giuliani áfram. Talið er að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og lekið þeim í gegnum Wikileaks árið 2016.Giuliani þrætti jafnframt fyrir það að Trump hefði nokkru sinni neitað því að einhver innan framboðsins hefði átt í samráði við Rússa. „Hann sagði ekki enginn, hann sagði að hann gerði það ekki,“ sagði lögmaðurinn.Það er þó ekki rétt, eins og Cuomo benti Giuliani strax á. Í síðasta mánuði tísti forsetinn meðal annars um að „Demókratar finna ekki [rjúkandi] byssu sem tengir Trump-framboðið við Rússland eftir framburð James Comey. Engin [rjúkandi] byssa…Ekkert samráð.““Democrats can't find a Smocking Gun tying the Trump campaign to Russia after James Comey's testimony. No Smocking Gun...No Collusion.” @FoxNews That's because there was NO COLLUSION. So now the Dems go to a simple private transaction, wrongly call it a campaign contribution,...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2018 Á meðal samskipta Trump-framboðsins við Rússa sem vitað er um er fundur sem Donald Trump yngri, sonur forsetans, Jared Kushner, tengdasonur hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, áttu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, sem væri liður í tilraunum Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Miklar vangaveltur hafa verið uppi undanfarið um að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa, gæti verið á lokametrunum. Búist er við því að hann taki saman niðurstöður sínar í lokaskýrslu.Uppfært 16:25 Guiliani sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna viðtalsins á CNN. Heldur hann því fram að orð sín hafi verið mistúlkuð. „Ég kem aðeins fram fyrir hönd Trump forseta, ekki framboðs Trump. Trump forseti átti ekki í neinu samráði á neinn hátt, formi eða tagi. Á sama hátt hef ég enga vitneskju um samráðs neinnar þeirra þúsunda manna sem unnu fyrir framboðið,“ segir Giuliani í yfirlýsingunni.From Giuliani: pic.twitter.com/VUt5LYvI2T— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 17, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent