Hvorki nornaveiðar né menntasnobb heldur siðferðisleg skylda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2019 10:16 Alda Karen Hjaltalín hefur fyllt bæði Norðurljósa- og Eldborgarsal Hörpu. Nú stefnir hún á að fylla Laugardalshöll. FBL/Ernir Sálfræðingafélag Íslands segir að ýmis vandamál daglegs lífs megi leysa með margs konar aðferðum. Jafnvel segja stundum „ég er nóg“. Þegar um sé að ræða alvarlegan vanda á borð við sjálfsvíg og skilgreindar geðraskanir þá dugi ekki einfaldar skyndilausir. Að halda því fram geti haft skaðleg áhrif. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sálfræðingafélagi Íslands sem send er út í tilefni orða Öldu Karenar Hjaltalín. Hún hélt því fram í Íslandi í dag að lausnin fyrir fólk sem glími við þunglyndi eða sjálfsvígshugsanir séu einfaldlega þrjú orð; ég er nóg.Alda Karen dró aðeins í land í viðtali í Kastljósi og sagði setninguna „þú ert nóg“ hafi verið eitthvað sem hjálpaði henni þegar hún hafi verið á slæmum stað í lífinu. Hún vildi miðla því áfram en um leið beini hún fólki sem á aðstoð þurfi að halda til sérfræðinga.Siðferðislega rangt að selja einfaldar lausnir Alda Karen sagðist þó ekki telja sig vera á gráu svæði fara inn á jafnviðkvæmt málefni og sjálfsvíg séu. Hún væri ekki sérfræðingur og hefði aldrei auglýst sig sem slíkan. Hún er einn þriggja fyrirlesara á „upplifun“ í Laugardalshöll á föstudagskvöld þar sem hún ætlar að svara öllum þeim spurningum lífið og heilann sem hún hafi fengið svör við í gegnum tíðina. 12900 krónur kostar á viðburðinn en Alda Karen segir allan ágóða fara til Pieta-samtakanna sem aðstoða fólk í sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugleiðingum. Ljóst er að fjölmenni fólk á viðburðinn mega Pieta-samtökin eiga von á milljónum króna í rekstur sinn, miðað við orð Öldu Karenar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur sagði í viðtalinu í Kastljósi að það væri siðferðilega rangt að selja veiku fólki einfaldar hugmyndir á borð við þessar.Hrund Þrándardóttir er formaður Sálfræðingafélags Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGetur haft skaðleg áhrif Sálfræðingafélagið minnir á að heilbrigðisstarfsmönnum beri siðferðisleg skylda til að benda á það þegar opinber umræða sé á villigötum, þegar hætta sé á að umræða um heilsu fólks sé líklegri til að skaða en hjálpa. „Það kemur hvorki nornaveiðum né menntasnobbi við. Greinum á milli í umræðunni. Þegar við tölum um geðraskanir og mögulega meðferð þá vöndum við okkur og tölum af ábyrgð. Gerum ekki lítið úr alvarlegum og flóknum vanda með því að benda á skyndilausnir.“ Sálfræðingar hafi löngum talað fyrir því hversu mikilvægt er að fólk sé meðvitað um eigin styrkleika, hlúi að sér og hafi á sama tíma kunnáttu og getu til að leysa ýmis vandamál daglegs lífs með margskonar aðferðum. „Mikilvægt er t.d að geta leitað til sinna nánustu ef þarf s.s. fjölskyldu, vina, vinnufélaga og einnig er gott að geta leitað upplýsinga á netinu. Það er gott og gagnlegt að vera bjartsýnn, setja sér markmið, vinna markvisst að þeim og vona það besta. Jafnvel segja stundum „ég er nóg“. Það getur hjálpað þeim sem eðlilega eru stressaðir fyrir próf eða eru með fiðrildi í maganum þegar halda á ræðu.“ Þegar hins vegar um sé að ræða alvarlegan vanda, sjálfsvíg og skilgreindar geðraskanir sem hafa veruleg truflandi áhrif á daglegt líf fólks, þá dugi einfaldar skyndilausnir því miður ekki. Að halda því fram geti haft skaðleg áhrif.Jóna Hrönn Bolladóttir.Megum ekki hrekja Öldu Hrönn frá okkur Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ, var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar hvatti hún til þess að fólk fylgdist með Öldu Karen. Sjálf væri hún búin að vinna við sálgæslu í 30 ár en hún gæti ekki fyllt Hörpuna. Alda Karen hefði greinilega eitthvað „extra“ sem fólk tengdi við. „Þess vegna er þetta manneskja sem við megum ekki hrekja frá okkur,“ segir Jóna Hrönn. Íslendingum sé svo gjarnt að fara í vörn í stað þess að hlusta og sjá styrkleika og mögulega hvert í öðru. Þannig geti sálfræðingar og prestar til dæmis unnið saman. Fullorðna fólkið sé ekki með allan sannleikann. Fólk taki enn líf sitt. Hún minnir á að fólk sem er „afgreitt“ í fjölmiðlum eigi börn, foreldra, aldraða ættingja. En einhvern tímann verði að hætta að refsa fólki. „Við höldum áfram að refsa fólki jafnvel út fyrir gröf og dauða,“ segir Jóna Hrönn.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Heilbrigðismál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sálfræðingafélag Íslands segir að ýmis vandamál daglegs lífs megi leysa með margs konar aðferðum. Jafnvel segja stundum „ég er nóg“. Þegar um sé að ræða alvarlegan vanda á borð við sjálfsvíg og skilgreindar geðraskanir þá dugi ekki einfaldar skyndilausir. Að halda því fram geti haft skaðleg áhrif. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sálfræðingafélagi Íslands sem send er út í tilefni orða Öldu Karenar Hjaltalín. Hún hélt því fram í Íslandi í dag að lausnin fyrir fólk sem glími við þunglyndi eða sjálfsvígshugsanir séu einfaldlega þrjú orð; ég er nóg.Alda Karen dró aðeins í land í viðtali í Kastljósi og sagði setninguna „þú ert nóg“ hafi verið eitthvað sem hjálpaði henni þegar hún hafi verið á slæmum stað í lífinu. Hún vildi miðla því áfram en um leið beini hún fólki sem á aðstoð þurfi að halda til sérfræðinga.Siðferðislega rangt að selja einfaldar lausnir Alda Karen sagðist þó ekki telja sig vera á gráu svæði fara inn á jafnviðkvæmt málefni og sjálfsvíg séu. Hún væri ekki sérfræðingur og hefði aldrei auglýst sig sem slíkan. Hún er einn þriggja fyrirlesara á „upplifun“ í Laugardalshöll á föstudagskvöld þar sem hún ætlar að svara öllum þeim spurningum lífið og heilann sem hún hafi fengið svör við í gegnum tíðina. 12900 krónur kostar á viðburðinn en Alda Karen segir allan ágóða fara til Pieta-samtakanna sem aðstoða fólk í sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugleiðingum. Ljóst er að fjölmenni fólk á viðburðinn mega Pieta-samtökin eiga von á milljónum króna í rekstur sinn, miðað við orð Öldu Karenar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur sagði í viðtalinu í Kastljósi að það væri siðferðilega rangt að selja veiku fólki einfaldar hugmyndir á borð við þessar.Hrund Þrándardóttir er formaður Sálfræðingafélags Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGetur haft skaðleg áhrif Sálfræðingafélagið minnir á að heilbrigðisstarfsmönnum beri siðferðisleg skylda til að benda á það þegar opinber umræða sé á villigötum, þegar hætta sé á að umræða um heilsu fólks sé líklegri til að skaða en hjálpa. „Það kemur hvorki nornaveiðum né menntasnobbi við. Greinum á milli í umræðunni. Þegar við tölum um geðraskanir og mögulega meðferð þá vöndum við okkur og tölum af ábyrgð. Gerum ekki lítið úr alvarlegum og flóknum vanda með því að benda á skyndilausnir.“ Sálfræðingar hafi löngum talað fyrir því hversu mikilvægt er að fólk sé meðvitað um eigin styrkleika, hlúi að sér og hafi á sama tíma kunnáttu og getu til að leysa ýmis vandamál daglegs lífs með margskonar aðferðum. „Mikilvægt er t.d að geta leitað til sinna nánustu ef þarf s.s. fjölskyldu, vina, vinnufélaga og einnig er gott að geta leitað upplýsinga á netinu. Það er gott og gagnlegt að vera bjartsýnn, setja sér markmið, vinna markvisst að þeim og vona það besta. Jafnvel segja stundum „ég er nóg“. Það getur hjálpað þeim sem eðlilega eru stressaðir fyrir próf eða eru með fiðrildi í maganum þegar halda á ræðu.“ Þegar hins vegar um sé að ræða alvarlegan vanda, sjálfsvíg og skilgreindar geðraskanir sem hafa veruleg truflandi áhrif á daglegt líf fólks, þá dugi einfaldar skyndilausnir því miður ekki. Að halda því fram geti haft skaðleg áhrif.Jóna Hrönn Bolladóttir.Megum ekki hrekja Öldu Hrönn frá okkur Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ, var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar hvatti hún til þess að fólk fylgdist með Öldu Karen. Sjálf væri hún búin að vinna við sálgæslu í 30 ár en hún gæti ekki fyllt Hörpuna. Alda Karen hefði greinilega eitthvað „extra“ sem fólk tengdi við. „Þess vegna er þetta manneskja sem við megum ekki hrekja frá okkur,“ segir Jóna Hrönn. Íslendingum sé svo gjarnt að fara í vörn í stað þess að hlusta og sjá styrkleika og mögulega hvert í öðru. Þannig geti sálfræðingar og prestar til dæmis unnið saman. Fullorðna fólkið sé ekki með allan sannleikann. Fólk taki enn líf sitt. Hún minnir á að fólk sem er „afgreitt“ í fjölmiðlum eigi börn, foreldra, aldraða ættingja. En einhvern tímann verði að hætta að refsa fólki. „Við höldum áfram að refsa fólki jafnvel út fyrir gröf og dauða,“ segir Jóna Hrönn.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Heilbrigðismál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira