Fyrirsæta sem sagðist geta varpað ljósi á tengsl Trump við Moskvu handtekin Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 22:09 Anastasia Vashukevich var vísað frá Taílandi í morgun. AP/Sakchai Lalit Fyrirsætan, Anastasia Vashukevich, var handtekin nánast um leið og hún lenti í Moskvu í dag eftir að hafa komið frá Taílandi. Hún hafði setið í fangelsi í Taílandi í sex mánuði fyrir vændi og svik. Hún var í hópi rússneskra aðila sem voru handteknir í Taílandi fyrir að halda „kynlífsnámskeið“ fyrir rússneska ferðamenn. Fjöldi blaðamanna biðu eftir henni á flugvellinum í Moskvu en hún var handtekin áður en hún fékk tækifæri á því að ræða við þá. Samkvæmt Washington Post stendur til að ákæra Vashukevich og þrjá aðra fyrir að laða annað fólk í vændi og gætu þau verið dæmd í allt að sex ára fangelsi.Eiginmaður hennar segir þessar ásakanir vera tilbúnar og enginn fótur sé fyrir þeim. Alex Kirillov, sem er nokkurs konar leiðtogi fólksins sem handtekið var í Taílandi, gaf í skyn í dag að yfirvöld Rússlands hefðu mútað Taílendingum til að handataka þau.Meðlimir hópsins játuðu í Taílandi í morgun og var þeim samstundis gert að yfirgefa landið. Rússneski aðgerðasinninn Alexei Navalny vakti athygli á Vashukevich í fyrra þegar hann dró Instagram myndbönd hennar frá 2016 í dagsljósið. Myndböndin voru tekin af henni um borð í snekkju með auðjöfrinum Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Á myndbandinu heyrðust þeir tala saman um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hótaði ríkisstjórn Vladimir Pútín að loka á Youtube og Instagram í Rússlandi.Sjá einnig: Rússar hóta að loka Youtube og InstagramDeripaska starfaði á árum áður með Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Trump. Hann var beittur viðskiptaþvingunum af Bandaríkjunum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum en Repúblikanar felldu þær þvinganir að hluta til úr gildi í gær.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinSkömmu eftir að Navalny birti myndband sitt var Vashukevich handtekin í Taílandi. Hún biðlaði til yfirvalda í Bandaríkjunum um hjálp og sagðist geta varpað ljósi á meint samstarf framboðs Trump og yfirvalda Rússlands. Síðan þá hefur þó ekkert komið fram til að styðja mál hennar. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Fyrirsætan, Anastasia Vashukevich, var handtekin nánast um leið og hún lenti í Moskvu í dag eftir að hafa komið frá Taílandi. Hún hafði setið í fangelsi í Taílandi í sex mánuði fyrir vændi og svik. Hún var í hópi rússneskra aðila sem voru handteknir í Taílandi fyrir að halda „kynlífsnámskeið“ fyrir rússneska ferðamenn. Fjöldi blaðamanna biðu eftir henni á flugvellinum í Moskvu en hún var handtekin áður en hún fékk tækifæri á því að ræða við þá. Samkvæmt Washington Post stendur til að ákæra Vashukevich og þrjá aðra fyrir að laða annað fólk í vændi og gætu þau verið dæmd í allt að sex ára fangelsi.Eiginmaður hennar segir þessar ásakanir vera tilbúnar og enginn fótur sé fyrir þeim. Alex Kirillov, sem er nokkurs konar leiðtogi fólksins sem handtekið var í Taílandi, gaf í skyn í dag að yfirvöld Rússlands hefðu mútað Taílendingum til að handataka þau.Meðlimir hópsins játuðu í Taílandi í morgun og var þeim samstundis gert að yfirgefa landið. Rússneski aðgerðasinninn Alexei Navalny vakti athygli á Vashukevich í fyrra þegar hann dró Instagram myndbönd hennar frá 2016 í dagsljósið. Myndböndin voru tekin af henni um borð í snekkju með auðjöfrinum Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Á myndbandinu heyrðust þeir tala saman um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hótaði ríkisstjórn Vladimir Pútín að loka á Youtube og Instagram í Rússlandi.Sjá einnig: Rússar hóta að loka Youtube og InstagramDeripaska starfaði á árum áður með Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Trump. Hann var beittur viðskiptaþvingunum af Bandaríkjunum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum en Repúblikanar felldu þær þvinganir að hluta til úr gildi í gær.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinSkömmu eftir að Navalny birti myndband sitt var Vashukevich handtekin í Taílandi. Hún biðlaði til yfirvalda í Bandaríkjunum um hjálp og sagðist geta varpað ljósi á meint samstarf framboðs Trump og yfirvalda Rússlands. Síðan þá hefur þó ekkert komið fram til að styðja mál hennar.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira