Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. janúar 2019 09:00 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mynd/aðsend „Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni sem kynnt var í gær. Niðurstaðan er að þröngur kostur gerir Fiskistofu illmögulegt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Eyþór segir að þau atriði sem Fiskistofa hafi ítrekað bent á séu að koma þurfi til endurskoðunar á regluverkinu til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. „Þá þarf að horfa til tækninýjunga sem getur verið skilvirk og hagkvæm leið til að styrkja eftirlit og það þarf að athuga hvort stofnunin sé fullnægjandi mönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni.“ Mannekla og niðurskurður skín í gegn í skýrslunni því á meðan alvarlegar athugasemdir eru gerðar við frammistöðu og burði stofnunarinnar til að takast á við verkefni sín og framfylgja lögum um stjórn fiskveiða má einnig lesa um að starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað. Aðspurður hvort þarna séu úrbætur sem Fiskistofa hafi tök á að fara í strax eða hvort til þurfi lagabreytingar og fjármögnun segir Eyþór að vinna hafi staðið yfir í ýmsum þáttum sem þar eru tilgreindir, meira að segja meðan skýrslan var í vinnslu. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, varðandi samstarf um vigtun og hafnarvog, einnig að skoða samstarf við Landhelgisgæsluna, vinna með ráðuneytinu að reglum um vigtun. Við erum að vinna í mörgum þessum þáttum sem þarna eru nefndir.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni sem kynnt var í gær. Niðurstaðan er að þröngur kostur gerir Fiskistofu illmögulegt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Eyþór segir að þau atriði sem Fiskistofa hafi ítrekað bent á séu að koma þurfi til endurskoðunar á regluverkinu til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. „Þá þarf að horfa til tækninýjunga sem getur verið skilvirk og hagkvæm leið til að styrkja eftirlit og það þarf að athuga hvort stofnunin sé fullnægjandi mönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni.“ Mannekla og niðurskurður skín í gegn í skýrslunni því á meðan alvarlegar athugasemdir eru gerðar við frammistöðu og burði stofnunarinnar til að takast á við verkefni sín og framfylgja lögum um stjórn fiskveiða má einnig lesa um að starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað. Aðspurður hvort þarna séu úrbætur sem Fiskistofa hafi tök á að fara í strax eða hvort til þurfi lagabreytingar og fjármögnun segir Eyþór að vinna hafi staðið yfir í ýmsum þáttum sem þar eru tilgreindir, meira að segja meðan skýrslan var í vinnslu. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, varðandi samstarf um vigtun og hafnarvog, einnig að skoða samstarf við Landhelgisgæsluna, vinna með ráðuneytinu að reglum um vigtun. Við erum að vinna í mörgum þessum þáttum sem þarna eru nefndir.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58
Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15
Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58