Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2025 20:16 Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka. Vísir/Sigurjón „Þetta er bara hópur fólks sem er bara ósköp venjulegir borgarar hér í Reykjavík og landsmenn víða um land og ekkert öfga við það. Við erum bara með ákaflega einfalda, gamla, góða og einfalda siði sem við viljum halda í.“ Þetta sagði Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka, sem stofnaður var af samtökunum Ísland þvert á flokka, í kvöldfréttum Sýnar. Þá var hann að svara spurningum um það hvort hægt væri að segja að flokkurinn ætti samleið með svokölluðum „öfga-hægri“ flokkum á meginlandi Evrópu, miðað við stefnuskrána sem birt var í dag. Þar kom fram að forsvarsmenn flokksins vildu gera umfangsmiklar breytingar er snúa að málefnum hælisleitenda, stoppa gerð Borgarlínu, gera Sundabraut í göngum, fara í ráðningarstopp hjá borginni, rifta samningum við Samtökin ´78 og hætta kynjafræðslu og ýmislegt annað. Ísland þvert á flokka vakti athygli fyrr í sumar þegar samtökin stóðu fyrir mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur segir að ekki sé hægt að bendla Okkar borg við öfga-hægri öfl. Miðað við skoðanakönnun sem Ísland þvert á flokka lét gera í sumar ætti sú skilgreining við sjötíu prósent þjóðarinnar. Ein af spurningum þeirrar könnunar var hvort fólk vildi loka alfarið fyrir móttöku hælisleitenda hér á landi, tímabundið eða alfarið. Baldur segir um sjötíu prósent þátttakenda hafa svarað því játandi. „Jú, sennilega má sjá einhver líkindi þarna á milli í einhverjum málaflokkum,“ sagði Baldur. „Við erum hins vegar búin að víkka þetta svolítið út hjá okkur og erum að taka svona á helstu málum samtímans.“ Um kynjafræðslu sagði Baldur flokksmenn telja að hún og efni sem væri kynnt í henni ætti ekki heima í leik- og grunnskólum. „Við notum nú bara þá skýringu þar: Leyfum börnunum bara að vera börn og látum börnin í friði.“ Baldur sagði þó að ef foreldrar vildu sækja „hinseginfræðslu, kynfræðslu, kynjafræðslu og allt það“ geti Samtökin ´78 boðið upp á það. Þegar kemur að næstu skrefum flokksins segir Baldur að nú þurfi að kynna stefnuskrá Okkar borgar betur. Hún sé í grunninn í sex liðum. „Þarna eru fleiri stór mál, eins og Borgarlína, hún er ekki uppi á borðum og án Reykjavíkurborgar er hún ekki að fara að ganga upp,“ sagði Baldur. Þá sagði hann að líklega myndi Reykjavíkurborg, undir stjórn Okkar borgar, sama hverjir það verða sem leiða flokkinn, lögsækja ríkið. „Fyrir að lýða okurvexti á landinu, sem kostar ríkið 125 milljarða í vexti á ári og Reykjavíkurborg tugi milljarða. Þá megum við ekki gleyma heimilunum og fyrirtækjunum sem greiða mörg hundruð og eru búin að greiða í okurvexti mörg þúsund milljarða.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Þetta sagði Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka, sem stofnaður var af samtökunum Ísland þvert á flokka, í kvöldfréttum Sýnar. Þá var hann að svara spurningum um það hvort hægt væri að segja að flokkurinn ætti samleið með svokölluðum „öfga-hægri“ flokkum á meginlandi Evrópu, miðað við stefnuskrána sem birt var í dag. Þar kom fram að forsvarsmenn flokksins vildu gera umfangsmiklar breytingar er snúa að málefnum hælisleitenda, stoppa gerð Borgarlínu, gera Sundabraut í göngum, fara í ráðningarstopp hjá borginni, rifta samningum við Samtökin ´78 og hætta kynjafræðslu og ýmislegt annað. Ísland þvert á flokka vakti athygli fyrr í sumar þegar samtökin stóðu fyrir mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur segir að ekki sé hægt að bendla Okkar borg við öfga-hægri öfl. Miðað við skoðanakönnun sem Ísland þvert á flokka lét gera í sumar ætti sú skilgreining við sjötíu prósent þjóðarinnar. Ein af spurningum þeirrar könnunar var hvort fólk vildi loka alfarið fyrir móttöku hælisleitenda hér á landi, tímabundið eða alfarið. Baldur segir um sjötíu prósent þátttakenda hafa svarað því játandi. „Jú, sennilega má sjá einhver líkindi þarna á milli í einhverjum málaflokkum,“ sagði Baldur. „Við erum hins vegar búin að víkka þetta svolítið út hjá okkur og erum að taka svona á helstu málum samtímans.“ Um kynjafræðslu sagði Baldur flokksmenn telja að hún og efni sem væri kynnt í henni ætti ekki heima í leik- og grunnskólum. „Við notum nú bara þá skýringu þar: Leyfum börnunum bara að vera börn og látum börnin í friði.“ Baldur sagði þó að ef foreldrar vildu sækja „hinseginfræðslu, kynfræðslu, kynjafræðslu og allt það“ geti Samtökin ´78 boðið upp á það. Þegar kemur að næstu skrefum flokksins segir Baldur að nú þurfi að kynna stefnuskrá Okkar borgar betur. Hún sé í grunninn í sex liðum. „Þarna eru fleiri stór mál, eins og Borgarlína, hún er ekki uppi á borðum og án Reykjavíkurborgar er hún ekki að fara að ganga upp,“ sagði Baldur. Þá sagði hann að líklega myndi Reykjavíkurborg, undir stjórn Okkar borgar, sama hverjir það verða sem leiða flokkinn, lögsækja ríkið. „Fyrir að lýða okurvexti á landinu, sem kostar ríkið 125 milljarða í vexti á ári og Reykjavíkurborg tugi milljarða. Þá megum við ekki gleyma heimilunum og fyrirtækjunum sem greiða mörg hundruð og eru búin að greiða í okurvexti mörg þúsund milljarða.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira