„Við viljum bara grípa þau fyrr“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. október 2025 19:25 Eva Rós er framkvæmdastjóri Bergsins. Vísir/Sigurjón Hundrað og tuttugu ungmenni leita í hverri viku til Bergsins sem veitir geðheilbrigðisþjónustu og hefur aðsóknin aukist töluvert. Framkvæmdastjórinn segir mikilvægt að grípa ungt fólk sem þarf aðstoð snemma. Bergið tók til starfa árið 2019 en þangað getur ungt fólk á aldrinum 12-25 leitað til að fá stuðning og ráðgjöf. Áætlað er að á þessu ári fari fram í kringum fimm þúsund viðtöl en í fyrra voru þau fjögur þúsund. „Það er mikil aðsókn. Við finnum að þetta er það sem unga fólkið okkar vill. Það vill hafa aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu án takmarkana. Það kostar ekkert að koma,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. Fagfólk starfi hjá Berginu sem taki á móti öllum sem þangað leita en málin sem komi á þeirra borð snúi að allt frá skólaforðun og vinamissi yfir kynferðisbrota- og ofbeldismál. „Þetta er aldurinn sem þú ert að færast úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla yfir í háskóla. Þú ert að fara út á vinnumarkaðinn. Þú ert að byrja í fyrsta ástarsambandinu. Fyrsta ástarsorgin. Þetta eru svona mikil breytingaár og heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en tuttugu og fimm ára þannig það eru svona margir hlutir í gangi.“ Um hundrað og tuttugu ungmenni leiti til Bergsins í hverri viku. „Hugmyndafræðin okkar er að það eru engar tilvísanir. Þú þarft bara að skrá þig á bergid.is og þá máttu koma ef þú vilt koma. Ég held að með öllum þessum skilyrðum sem við erum að setja á þjónustu fyrir börn og ungmenni þá erum við að flækja hlutina meira og þar af leiðandi er fólk að detta á milli kerfa í staðin fyrir að hafa hana aðgengilegri og horfa út frá svona meira lágþröskuldasjónarhorni,“ segir Eva Rós. Mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á að grípa þau ungmenni sem líður illa snemma. „Við sjáum það að við erum að missa allt of mikið af ungu fólki. Bæði í sjálfsvígum og í fíknivanda og við erum ekki að bregðast nógu mikið við og við erum í rauninni bara hinn endinn á sömu tímalínunni. Við viljum bara grípa þau fyrr,“ segir hún. „Við sjáum það bara á reynslunni á starfsfólkinu hérna innanhúss hvað það er mikilvægt að grípa þau áður en hlutirnir verða flóknir og það að grípa ungt fólk snemma dregur úr fjöldanum sem þarf þjónustu seinna meir og það gerir það að verkum að þeir sem að eru þá á hinum endanum eru þá að fá betri þjónustu af því þeir eru færri og það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að fá færri í dýrari úrræði.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Bergið tók til starfa árið 2019 en þangað getur ungt fólk á aldrinum 12-25 leitað til að fá stuðning og ráðgjöf. Áætlað er að á þessu ári fari fram í kringum fimm þúsund viðtöl en í fyrra voru þau fjögur þúsund. „Það er mikil aðsókn. Við finnum að þetta er það sem unga fólkið okkar vill. Það vill hafa aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu án takmarkana. Það kostar ekkert að koma,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. Fagfólk starfi hjá Berginu sem taki á móti öllum sem þangað leita en málin sem komi á þeirra borð snúi að allt frá skólaforðun og vinamissi yfir kynferðisbrota- og ofbeldismál. „Þetta er aldurinn sem þú ert að færast úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla yfir í háskóla. Þú ert að fara út á vinnumarkaðinn. Þú ert að byrja í fyrsta ástarsambandinu. Fyrsta ástarsorgin. Þetta eru svona mikil breytingaár og heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en tuttugu og fimm ára þannig það eru svona margir hlutir í gangi.“ Um hundrað og tuttugu ungmenni leiti til Bergsins í hverri viku. „Hugmyndafræðin okkar er að það eru engar tilvísanir. Þú þarft bara að skrá þig á bergid.is og þá máttu koma ef þú vilt koma. Ég held að með öllum þessum skilyrðum sem við erum að setja á þjónustu fyrir börn og ungmenni þá erum við að flækja hlutina meira og þar af leiðandi er fólk að detta á milli kerfa í staðin fyrir að hafa hana aðgengilegri og horfa út frá svona meira lágþröskuldasjónarhorni,“ segir Eva Rós. Mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á að grípa þau ungmenni sem líður illa snemma. „Við sjáum það að við erum að missa allt of mikið af ungu fólki. Bæði í sjálfsvígum og í fíknivanda og við erum ekki að bregðast nógu mikið við og við erum í rauninni bara hinn endinn á sömu tímalínunni. Við viljum bara grípa þau fyrr,“ segir hún. „Við sjáum það bara á reynslunni á starfsfólkinu hérna innanhúss hvað það er mikilvægt að grípa þau áður en hlutirnir verða flóknir og það að grípa ungt fólk snemma dregur úr fjöldanum sem þarf þjónustu seinna meir og það gerir það að verkum að þeir sem að eru þá á hinum endanum eru þá að fá betri þjónustu af því þeir eru færri og það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að fá færri í dýrari úrræði.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira