Innlent

Vændi á Norður­landi og ó­sáttir læknar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um mál tveggja kvenna frá Kólumbíu sem á dögunum voru ákærðar fyrir að auglýsa vændi á Norðurlandi. 

Athygli hefur vakið að kaupendurnir voru ekki ákærðir í málinu þrátt fyrir að fyrir lægi rökstuddur grunur um vændiskaup, að sögn lögreglu. Við ræðum við teymisstýru hjá Bjarkarhlíð um þessi mál. 

Þá verður rætt við formann Læknafélags Reykjavíkur sem er afar ósáttur með fyrirhugaðar breytingar á lögum um sjúkratryggingar. 

Einnig fjöllum við um fyrirhugaðan samruna Íslandsbanka og Skaga hf sem tilkynnt var um í morgun. 

Í sportpakkanum verður svo fjallað um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu sem Víkingar tryggðu sér í gærkvöldi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×