Innlent

Heilsuspillandi nýársfögnuður

Garðar Örn Úlfarsson og Jónas Már Torfason skrifar
Er svifrykið sest.
Er svifrykið sest. Fréttablaðið/Ernir
Magn svifryks og fíns svifryks var vel yfir heilsuverndarmörk strax klukkan tíu á gamlárskvöld.

Mengunin mældist síðan langhæst klukkan eitt á nýársnótt og var svifryk þá tæplega 21-sinni hærra en heilsuverndarmörk. Mælingar á fínu svifryki voru hæstar 45-sinnum hærri en mörkin. Áramótin 2017 og 2018 mældist loftmengun miklu meiri á höfuðborgarsvæðinu og var þá slegið Evrópumet í loftmengun.

Á gamlárskvöld nú, eins og fyrir ári, var hæð yfir landinu og veður stillt. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Klukkan tíu mældist magn svifryks 73,4 míkró­grömm.

Klukkan eitt á nýársnótt mældist svifryk 1.037 míkrógrömm á rúmmetra, tæplega 21-föld heilsuverndarmörk. Um áramótin í fyrra mældist þessi mengun í Dalsmára í Kópavogi vera rúm 4.000 míkrógrömm á rúmmetra. Svifryk í andrúmslofti borgarbúa var svo aftur komið niður fyrir heilsuverndarmörk klukkan sex á nýársmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×