Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 19:15 Óvíst er hvað bráðabirgðaviðgerð á vegklæðningu á Suðurlandsvegi dugir lengi en að minnsta kosti tíu ökumenn sprengdu dekk á bíl sínum eftir að hafa ekið í holur á veginum í morgun. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi segist ekki búast við varanlegri viðgerð fyrr en í vor. Töluverð umferð var um Suðurlandsveg snemma í morgun. Bæði Vegagerðin og lögreglan fengu fjölmargar tilkynningar vegna skemmda á veginum enda aðstæður ekki hinar ákjósanlegustu. Rigning, mikil þoka og lélegt skyggni var á Hellisheiði og holurnar ekki auðsjáanlegar. Holurnar í veginum voru á þeim stað þar sem vegurinn er einbreiður til vesturs og víravegrið aðskilur akstursstefnur. Við þær aðstæður var ekki hægt að fara í vegkantinn til þess að skipta um dekk og óku sumir ökumenn á sprungnu dekki niður undir vegamótin við Hellisheiðarvirkjun til þess að skipta um dekk án þess að vera í hættu.Karel Fannar Sveinbjörnsson hóf daginn á því að skipta um dekk á bílnum sínum eftir að hafa keyrt í holu á Hellisheiði.Vísir/Stöð 2Það er ekki skemmtilegt að lenda í þessu í morgunsárið? „Nei, sérstaklega ekki þegar maður á að vera mættur í vinnu. Það er ekki gaman að vera að skipta um dekk á miðri heiðinni. Alltof seinn í vinnu,“ sagði Karel Fannar Sveinbjörnsson á meðan hann skipti um dekk á bíl sínum í morgun.Voru margir sem að lentu í þessu? „Um það bil tíu bílar. Það voru allavega margir bílar stopp úti í vegkanti að skipta og löggan var komin frekar snemma,“ sagði Karel. Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hafi gert bráðabirgðaviðgerð á þeim stöðum þar sem holurnar voru verstar. Ekki er líklegt að farið verði í varanlegar viðgerðir fyrr en í vor. Hann sagði að á þremur stöðum á Hellisheiði sé vegurinn slæmur á um tveggja kílómetra kafla á hverjum stað. „Það er mjög asnalegt að Þjóðvegur 1 sé svona. Það er ekki boðlegt fyrir fólk sem þarf að keyra á milli Selfoss og Reykjavíkur í vinnu,“ sagði Karel. Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn til austurs en fréttastofan skoðaði aðstæður aftur á vettvangi í dag eftir að birta tók. Nú er spurning við viðgerðirnar duga lengi.Lögregla vaktaði staðinn þar til starfsmenn Vgeagerðarinnar holufylltuVísir/JóhannK Samgöngur Tengdar fréttir Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Óvíst er hvað bráðabirgðaviðgerð á vegklæðningu á Suðurlandsvegi dugir lengi en að minnsta kosti tíu ökumenn sprengdu dekk á bíl sínum eftir að hafa ekið í holur á veginum í morgun. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi segist ekki búast við varanlegri viðgerð fyrr en í vor. Töluverð umferð var um Suðurlandsveg snemma í morgun. Bæði Vegagerðin og lögreglan fengu fjölmargar tilkynningar vegna skemmda á veginum enda aðstæður ekki hinar ákjósanlegustu. Rigning, mikil þoka og lélegt skyggni var á Hellisheiði og holurnar ekki auðsjáanlegar. Holurnar í veginum voru á þeim stað þar sem vegurinn er einbreiður til vesturs og víravegrið aðskilur akstursstefnur. Við þær aðstæður var ekki hægt að fara í vegkantinn til þess að skipta um dekk og óku sumir ökumenn á sprungnu dekki niður undir vegamótin við Hellisheiðarvirkjun til þess að skipta um dekk án þess að vera í hættu.Karel Fannar Sveinbjörnsson hóf daginn á því að skipta um dekk á bílnum sínum eftir að hafa keyrt í holu á Hellisheiði.Vísir/Stöð 2Það er ekki skemmtilegt að lenda í þessu í morgunsárið? „Nei, sérstaklega ekki þegar maður á að vera mættur í vinnu. Það er ekki gaman að vera að skipta um dekk á miðri heiðinni. Alltof seinn í vinnu,“ sagði Karel Fannar Sveinbjörnsson á meðan hann skipti um dekk á bíl sínum í morgun.Voru margir sem að lentu í þessu? „Um það bil tíu bílar. Það voru allavega margir bílar stopp úti í vegkanti að skipta og löggan var komin frekar snemma,“ sagði Karel. Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn stofnunarinnar hafi gert bráðabirgðaviðgerð á þeim stöðum þar sem holurnar voru verstar. Ekki er líklegt að farið verði í varanlegar viðgerðir fyrr en í vor. Hann sagði að á þremur stöðum á Hellisheiði sé vegurinn slæmur á um tveggja kílómetra kafla á hverjum stað. „Það er mjög asnalegt að Þjóðvegur 1 sé svona. Það er ekki boðlegt fyrir fólk sem þarf að keyra á milli Selfoss og Reykjavíkur í vinnu,“ sagði Karel. Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn til austurs en fréttastofan skoðaði aðstæður aftur á vettvangi í dag eftir að birta tók. Nú er spurning við viðgerðirnar duga lengi.Lögregla vaktaði staðinn þar til starfsmenn Vgeagerðarinnar holufylltuVísir/JóhannK
Samgöngur Tengdar fréttir Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30