Erlent

Sendi­herra Norður-Kóreu gagn­vart Ítalíu farinn í felur

Atli Ísleifsson skrifar
Spánartorg í Róm. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Spánartorg í Róm. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty
Sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Ítalíu er farinn í felur. Frá þessu hafa starfsmenn suður-kóresku leyniþjónustunnar greint þarlendum embættismönnum.

BBC greinir frá því að tilkynningin komi í kjölfar frétta af því að norður-kóreski sendiherrann hafi sótt um hæli í ótilteknu vestrænu ríki.

Jo Song-gil, starfandi sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Ítalíu, er sagður vera sonur eða tengdasonur eins háttsettasta embættismanns Norður-Kóreu. Skipunartíma hans lauk í nóvember síðastliðinn og flúði hann sendiherrabústaðinn í byrjun nóvember.

Talið er að eiginkona hins 48 ára Jo sé með honum á flótta.

Jo hafði verið starfandi sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Ítalíu síðan október 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×