Trump lýsti stuðningi við innrás Sovétríkjanna í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2019 09:57 Trump lét móðan mása um allt milli himins og jarðar á hátt í tveggja tíma löngum fundi í gær. Vísir/EPA Sovétmenn gerðu rétt með því að ráðast inn í Afganistan árið 1979 að mati Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Á furðulegum ríkisstjórnarfundi fyrir framan fréttamenn reyndi Trump að nota stríðsrekstur Sovétríkjanna í Afganistan sem réttlætingu til að draga herlið Bandaríkjanna frá landinu. Ummæli Trump og söguskýring um innrás Sovétmanna í Afganistan í gær hefur vakið furðu, ekki síst þau að Sovétríkin hafi haft réttmæta ástæðu fyrir henni. Bandaríkjastjórn í forsetatíð Ronalds Reagan studdi íslamska uppreisnarmenn sem Rauði herinn reyndi að hjálpa marxískum bandamönnum sínum í Afganistan að berja niður. „Ástæðan fyrir því að Rússland var í Afganistan var sú að hryðjuverkamenn voru að fara til Rússlands. Það var rétt hjá þeim að vera þarna. Vandamálið var að þetta var erfið barátta og þau fóru bókstaflega á hausinn, þau fóru út í að vera kölluð Rússland aftur í staðinn fyrir Sovétríkin,“ sagði Trump sem virtist með samanburðinum reyna að færa rök fyrir ákvörðun sinni um að fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan.Trump: "Russia used to be the Soviet Union. Afghanistan made it Russia because they went bankrupt fighting in Afghanistan. Russia."Trump then goes on to endorse the Soviet invasion of Afghanistan. Via Fox. pic.twitter.com/oE0fuDLXyz— Kyle Griffin (@kylegriffin1) January 2, 2019 Washington Post bendir á að sú söguskýring að stríðsreksturinn í Afganistan hafi valdið falli Sovétríkjanna sé meira en lítið vafasöm. Þó að sagnfræðingar telji stríðið hafa átt þátt í að Sovétríkin liðu undir lok tveimur árum eftir að því lauk þá fari því fjarri að það hafi verið aðalorsökin. Aðrir efnahagslegir þættir, þar á meðal lækkandi olíuverð á 9. áratugnum og pólitískar og efnahagslegar umbætur, hafi haft mun meiri áhrif á fjárhag Sovétríkjanna en Afganistanstríðið. Fullyrðing Trump um að ástæðan fyrir því að Sovétmenn réðust inn í Afganistan hafi verið að stöðva för hryðjuverkamanna þaðan til Rússlands er heldur ekki sögð standast skoðun. „Óforskömmuðustu áróðursmeistarar Sovétríkjanna héldu því aldrei fram að afganskir hryðjuverkamenn réðust á Rússland. Maður getur lesið alla sovéska fjölmiðla frá 9. áratugnum og aldrei fundið neitt svona fáránlegt,“ segir Barnett Rubin, sérfræðingur í málefnum Afganistans við Háskólann í New York. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28 Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Sovétmenn gerðu rétt með því að ráðast inn í Afganistan árið 1979 að mati Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Á furðulegum ríkisstjórnarfundi fyrir framan fréttamenn reyndi Trump að nota stríðsrekstur Sovétríkjanna í Afganistan sem réttlætingu til að draga herlið Bandaríkjanna frá landinu. Ummæli Trump og söguskýring um innrás Sovétmanna í Afganistan í gær hefur vakið furðu, ekki síst þau að Sovétríkin hafi haft réttmæta ástæðu fyrir henni. Bandaríkjastjórn í forsetatíð Ronalds Reagan studdi íslamska uppreisnarmenn sem Rauði herinn reyndi að hjálpa marxískum bandamönnum sínum í Afganistan að berja niður. „Ástæðan fyrir því að Rússland var í Afganistan var sú að hryðjuverkamenn voru að fara til Rússlands. Það var rétt hjá þeim að vera þarna. Vandamálið var að þetta var erfið barátta og þau fóru bókstaflega á hausinn, þau fóru út í að vera kölluð Rússland aftur í staðinn fyrir Sovétríkin,“ sagði Trump sem virtist með samanburðinum reyna að færa rök fyrir ákvörðun sinni um að fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan.Trump: "Russia used to be the Soviet Union. Afghanistan made it Russia because they went bankrupt fighting in Afghanistan. Russia."Trump then goes on to endorse the Soviet invasion of Afghanistan. Via Fox. pic.twitter.com/oE0fuDLXyz— Kyle Griffin (@kylegriffin1) January 2, 2019 Washington Post bendir á að sú söguskýring að stríðsreksturinn í Afganistan hafi valdið falli Sovétríkjanna sé meira en lítið vafasöm. Þó að sagnfræðingar telji stríðið hafa átt þátt í að Sovétríkin liðu undir lok tveimur árum eftir að því lauk þá fari því fjarri að það hafi verið aðalorsökin. Aðrir efnahagslegir þættir, þar á meðal lækkandi olíuverð á 9. áratugnum og pólitískar og efnahagslegar umbætur, hafi haft mun meiri áhrif á fjárhag Sovétríkjanna en Afganistanstríðið. Fullyrðing Trump um að ástæðan fyrir því að Sovétmenn réðust inn í Afganistan hafi verið að stöðva för hryðjuverkamanna þaðan til Rússlands er heldur ekki sögð standast skoðun. „Óforskömmuðustu áróðursmeistarar Sovétríkjanna héldu því aldrei fram að afganskir hryðjuverkamenn réðust á Rússland. Maður getur lesið alla sovéska fjölmiðla frá 9. áratugnum og aldrei fundið neitt svona fáránlegt,“ segir Barnett Rubin, sérfræðingur í málefnum Afganistans við Háskólann í New York.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28 Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28
Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03