Parkland-nefndin mælir með því að kennarar megi bera vopn í skólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 21:45 Þessi kennari má ganga með byssu í skólanum nái tillögur nefndarinnar fram að ganga. Vísir/Getty Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. Meðal tillagna nefndarinnar er að kennurum verði leyft að bera byssur í skólum. Nefndin hefur skilað af sér 446 blaðsíðna skýrslu þar sem er farið ítarlega í saumana á skotárásinni sem framin var þann 14. febrúar á síðasta ári. Alls létust sautján og fjölmargir særðust þegar Nikolaz Cruz gekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Tillagan um að kennarar megi vera með byssur í skólastofum er ekki ný af nálinni en öðlaðist nýtt líf eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því að slíkt gæti verið áhrifarík leið til þess að verjast skotárásum í skólum, skömmu eftir skotárásina í Parkland.Eftir árásina í Parkland var opnað á það í Flórída að starfsmenn skóla, þó ekki kennarar, mættu bera vopn í skólum í samráði við lögreglu að undangengnu ítarlegu skotvopnanámskeiði. Parkland-nefndin mælir með því að þetta verðu úttvíkkað þannig að kennarar geti tekið þátt.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleLögreglan gagnrýnd Nefndin gerir einnig fjölmargar aðrar tillögur sem aðallega virðast ætlaðar til þess að letja þá sem hafa hug á því að beita skotvopnum í skóla til þess að gera slíkt. Meðal annars er mælt með því að tryggt sé að hægt verði að læsa skólastofum að innanverðu, fjármagn fáist til þess að gera allt gler í gluggum í skólum í Flórída skothelt fyrir árið 2025 og að kennarar fái aukna fræðslu í því hvernig eigi að bera sig að á meðan á skotárás stendur. Nefndin er einnig harðorð í garð lögreglunnar í umdæmi skólans í Parkland en lögreglufulltrúi sem var á vettvangi árásarinnar aðhafðist ekkert og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Stefna lögreglunnar er að lögreglumenn ráði því sjálfur hvort þeir ráðist til atlögu gegn árásarmanni eða ekki. Í skýrslu nefndarinnar er mælt með því að það lögreglan taki af öll tvímæli um það að það sé skylda lögreglumanna að ráðast til atlögu gegn árásarmanni þegar svo ber undir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. Meðal tillagna nefndarinnar er að kennurum verði leyft að bera byssur í skólum. Nefndin hefur skilað af sér 446 blaðsíðna skýrslu þar sem er farið ítarlega í saumana á skotárásinni sem framin var þann 14. febrúar á síðasta ári. Alls létust sautján og fjölmargir særðust þegar Nikolaz Cruz gekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Tillagan um að kennarar megi vera með byssur í skólastofum er ekki ný af nálinni en öðlaðist nýtt líf eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því að slíkt gæti verið áhrifarík leið til þess að verjast skotárásum í skólum, skömmu eftir skotárásina í Parkland.Eftir árásina í Parkland var opnað á það í Flórída að starfsmenn skóla, þó ekki kennarar, mættu bera vopn í skólum í samráði við lögreglu að undangengnu ítarlegu skotvopnanámskeiði. Parkland-nefndin mælir með því að þetta verðu úttvíkkað þannig að kennarar geti tekið þátt.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleLögreglan gagnrýnd Nefndin gerir einnig fjölmargar aðrar tillögur sem aðallega virðast ætlaðar til þess að letja þá sem hafa hug á því að beita skotvopnum í skóla til þess að gera slíkt. Meðal annars er mælt með því að tryggt sé að hægt verði að læsa skólastofum að innanverðu, fjármagn fáist til þess að gera allt gler í gluggum í skólum í Flórída skothelt fyrir árið 2025 og að kennarar fái aukna fræðslu í því hvernig eigi að bera sig að á meðan á skotárás stendur. Nefndin er einnig harðorð í garð lögreglunnar í umdæmi skólans í Parkland en lögreglufulltrúi sem var á vettvangi árásarinnar aðhafðist ekkert og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Stefna lögreglunnar er að lögreglumenn ráði því sjálfur hvort þeir ráðist til atlögu gegn árásarmanni eða ekki. Í skýrslu nefndarinnar er mælt með því að það lögreglan taki af öll tvímæli um það að það sé skylda lögreglumanna að ráðast til atlögu gegn árásarmanni þegar svo ber undir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01
Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00