Starfstími ákærudómstóls vegna Rússarannsóknarinnar framlengdur Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2019 19:59 Rannsókn Mueller hefur vofað yfir forsetatíð Trump forseta í hátt í annað ár. Vísir/EPA Alríkisákærudómstóll sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur notað í rannsókn á meintu samráði framboðs Donalds Trump forseta og Rússa verður áfram starfandi í allt að sex mánuði eftir að starfstími hans var framlengdur. Upphaflega var ákærudómstóllinn skipaður til átján mánaða en starfstíminn átti að renna út um helgina, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ákærudómstólar ákveða hvort að saksóknarar hafa nægilega sterk sönnunargögn til að gefa út ákærur í sakamálum. Tugir vitna hafa þegar komið fyrir ákærudómstól Mueller og kviðdómendurnir, almennir borgarar sem eru kallaðir upp til setu í honum, hafa samþykkt ákærur á hendur nokkrum fyrrum starfsmanna framboðsins og samstarfsmanna forsetans. Á meðal þeirra eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump og Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi forsetans. Vangaveltur hafa verið uppi um að rannsókn Mueller sé á lokametrunum. Framlengingin gæti bent til þess að hann eigi enn eftir að gefa út fleiri ákærur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Segir ekki hægt að bola sér úr embætti vegna vinsælda innan Repúblikanaflokksins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að allt tal Demókrata um að þvinga hann úr embætti sé vegna þess að þeir viti að þeir geti ekki sigrað hann í forsetakosningunum á næsta ári. 4. janúar 2019 16:15 Mueller eitt skotmarka samfélagsmiðlaherferðar Rússa Rússneskir gervireikningar á Facebook sökuðu sérstaka rannsakandann um spillingu og að tengjast róttækum hópum íslamista. 18. desember 2018 12:37 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Alríkisákærudómstóll sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur notað í rannsókn á meintu samráði framboðs Donalds Trump forseta og Rússa verður áfram starfandi í allt að sex mánuði eftir að starfstími hans var framlengdur. Upphaflega var ákærudómstóllinn skipaður til átján mánaða en starfstíminn átti að renna út um helgina, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ákærudómstólar ákveða hvort að saksóknarar hafa nægilega sterk sönnunargögn til að gefa út ákærur í sakamálum. Tugir vitna hafa þegar komið fyrir ákærudómstól Mueller og kviðdómendurnir, almennir borgarar sem eru kallaðir upp til setu í honum, hafa samþykkt ákærur á hendur nokkrum fyrrum starfsmanna framboðsins og samstarfsmanna forsetans. Á meðal þeirra eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump og Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi forsetans. Vangaveltur hafa verið uppi um að rannsókn Mueller sé á lokametrunum. Framlengingin gæti bent til þess að hann eigi enn eftir að gefa út fleiri ákærur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Segir ekki hægt að bola sér úr embætti vegna vinsælda innan Repúblikanaflokksins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að allt tal Demókrata um að þvinga hann úr embætti sé vegna þess að þeir viti að þeir geti ekki sigrað hann í forsetakosningunum á næsta ári. 4. janúar 2019 16:15 Mueller eitt skotmarka samfélagsmiðlaherferðar Rússa Rússneskir gervireikningar á Facebook sökuðu sérstaka rannsakandann um spillingu og að tengjast róttækum hópum íslamista. 18. desember 2018 12:37 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55
Segir ekki hægt að bola sér úr embætti vegna vinsælda innan Repúblikanaflokksins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að allt tal Demókrata um að þvinga hann úr embætti sé vegna þess að þeir viti að þeir geti ekki sigrað hann í forsetakosningunum á næsta ári. 4. janúar 2019 16:15
Mueller eitt skotmarka samfélagsmiðlaherferðar Rússa Rússneskir gervireikningar á Facebook sökuðu sérstaka rannsakandann um spillingu og að tengjast róttækum hópum íslamista. 18. desember 2018 12:37