Hafa ekki val um annað en að fara í þriðju meðferðina Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2019 10:00 Gunnar Ásgeir Ásgeirsson og Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar ræddu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Pari sem hefur farið í tvær misheppnaðar glasafrjóvganir líður eins og annars flokks þegnum eftir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir. Ófrjósemi sé að aukast og fæðingum að fækka og því skjóti skökku við að stjórnvöld leggi stein í götu þeirra sem vilja ráðast í barneignir. Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar er með sjúkdóminn legslímuflakk, eða endómetríósu, sem valdið hefur miklum skaða á líffærum í kviðarholi hennar. Hún og unnusti hennar höfðu farið í tvær glasameðferðir til að reyna að eignast barn meðan gömlu reglugerðarinnar naut við og hafa þau fyrirhugað að fara í þá þriðju nú í upphafi árs. Með tilkomu nýja fyrirkomulagsins verður þeim gert að greiða þá meðferð, og aðrar ef til þess kemur, að fullu. Það gerir um 480 þúsund í hvert sinn.Sjá einnig: Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum„Læknirinn minn telur að endómetríósan hafi haft mun meiri áhrif heldur en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi. Þannig að núna er ég bara að bíða eftir símtali frá Landspítala um aðgerð en það á að fjarlægja vef í kviðarholinu. Í kjölfarið verðum við keyrð strax í þriðju meðferð,“ segir Guðfinna. Eitt af hverjum sex pörum berst við ófrjósemi Breytingarnar á fyrirkomulagi greiðsluþátttökunnar hafa þó ekki áhrif á áform þeirra Guðfinnu og Gunnars Ásgeirs Ásgeirssonar, unnusta hennar. „Nei, því við erum bara í kapphlaupi við tímann. Ég er orðin 31 árs, eftir fjögur ár þá fer frjósemi mín að dala eins og allra kvenna í heiminum. Þannig að við höfum ekki val, við verðum að fara í þriðju meðferðina ef við ætlum að gera þetta svona,“ segir Guðfinna. Þeim Guðfinnu og Gunnari þykir skjóta skökku við að ríkið komi ekki meira til móts við fólk sem hyggur á barneignir. Ófrjósemi sé sjúkdómur 21. aldarinnar og við því verði að bregðast. „Maður er alltaf að sjá fréttir um það að fæðingartíðni á Íslandi hafi aldrei verið minni,“ segir Gunnar. Fólk sé í auknum mæli farið að kjósa vinnuferil fram yfir barneignir. „Þetta línurit sem að er sýnt, það er alltaf á leiðinni niður,“ bætir Gunnar við og Guðfinna tekur í sama streng. „Eitt af hverjum sex pörum glímir við ófrjósemi. Það er tæplega 17 prósent af fólki á Íslandi í dag. Þetta er meira en fólk gerir sér grein fyrir.“ Ófrjósemi sé sjúkdómur eins og hver annar. Guðfinnu og Gunnari segjast því líða eins og annars flokks þegnum eftir að stjórnvöld ákváðu að leggja stein í götu þeirra - og annarra sem vilja eignast börn. Rætt var við Guðfinnu og Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, viðtalið við þau má sjá í spilaranum hér að ofan. Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07 Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Pari sem hefur farið í tvær misheppnaðar glasafrjóvganir líður eins og annars flokks þegnum eftir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir. Ófrjósemi sé að aukast og fæðingum að fækka og því skjóti skökku við að stjórnvöld leggi stein í götu þeirra sem vilja ráðast í barneignir. Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar er með sjúkdóminn legslímuflakk, eða endómetríósu, sem valdið hefur miklum skaða á líffærum í kviðarholi hennar. Hún og unnusti hennar höfðu farið í tvær glasameðferðir til að reyna að eignast barn meðan gömlu reglugerðarinnar naut við og hafa þau fyrirhugað að fara í þá þriðju nú í upphafi árs. Með tilkomu nýja fyrirkomulagsins verður þeim gert að greiða þá meðferð, og aðrar ef til þess kemur, að fullu. Það gerir um 480 þúsund í hvert sinn.Sjá einnig: Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum„Læknirinn minn telur að endómetríósan hafi haft mun meiri áhrif heldur en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi. Þannig að núna er ég bara að bíða eftir símtali frá Landspítala um aðgerð en það á að fjarlægja vef í kviðarholinu. Í kjölfarið verðum við keyrð strax í þriðju meðferð,“ segir Guðfinna. Eitt af hverjum sex pörum berst við ófrjósemi Breytingarnar á fyrirkomulagi greiðsluþátttökunnar hafa þó ekki áhrif á áform þeirra Guðfinnu og Gunnars Ásgeirs Ásgeirssonar, unnusta hennar. „Nei, því við erum bara í kapphlaupi við tímann. Ég er orðin 31 árs, eftir fjögur ár þá fer frjósemi mín að dala eins og allra kvenna í heiminum. Þannig að við höfum ekki val, við verðum að fara í þriðju meðferðina ef við ætlum að gera þetta svona,“ segir Guðfinna. Þeim Guðfinnu og Gunnari þykir skjóta skökku við að ríkið komi ekki meira til móts við fólk sem hyggur á barneignir. Ófrjósemi sé sjúkdómur 21. aldarinnar og við því verði að bregðast. „Maður er alltaf að sjá fréttir um það að fæðingartíðni á Íslandi hafi aldrei verið minni,“ segir Gunnar. Fólk sé í auknum mæli farið að kjósa vinnuferil fram yfir barneignir. „Þetta línurit sem að er sýnt, það er alltaf á leiðinni niður,“ bætir Gunnar við og Guðfinna tekur í sama streng. „Eitt af hverjum sex pörum glímir við ófrjósemi. Það er tæplega 17 prósent af fólki á Íslandi í dag. Þetta er meira en fólk gerir sér grein fyrir.“ Ófrjósemi sé sjúkdómur eins og hver annar. Guðfinnu og Gunnari segjast því líða eins og annars flokks þegnum eftir að stjórnvöld ákváðu að leggja stein í götu þeirra - og annarra sem vilja eignast börn. Rætt var við Guðfinnu og Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, viðtalið við þau má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07 Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07
Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“