Erdogan neitaði að hitta Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 12:10 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Burhan Ozbilici Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. Það gerði hann vegna þess að Bolton krafðist þess í síðustu viku að Tyrkir myndu tryggja öryggi sýrlenskra Kúrda (YPG) eftir að hermenn Bandaríkjanna fara frá Sýrlandi. Bolton sagði í síðustu viku að bandarískir hermenn færu ekki frá Sýrlandi fyrr en Tyrkir hefðu samþykkt að tryggja öryggi YPG. Erdogan sagði þá kröfu hafa verið „alvarleg mistök“ og að Tyrkir myndu aldrei verða við henni.Sjá einnig: Draga í land með brotthvarfið frá SýrlandiTyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS. Varnarmálaráðherra Tyrklands sagði nýverið að YGP-liðar yrðu grafnir í eigin varnarskurðum.Þjóðaröryggisráðgjafinn ræddi við embættismenn í Tyrklandi í dag en Erdogan sjálfur neitaði að hitta hann. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og arm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háð hafa áratugalanga og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Verkamannaflokkurinn er víða skilgreindur sem hryðjuverkasamtök og þar á meðal af Bandaríkjunum. Bandaríkin og YPG hafa þó starfað saman gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan tilkynnti einnig í dag að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum í Sýrlandi væri búinn. Ekkert virðist því vera öðrum stærsta her Atlantshafsbandalagsins til fyrirstöðu lengur, nema vera bandarískra og franskra hermanna á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti þann 19. janúar að Bandaríkin myndu fara frá Sýrlandi og sagði að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er ekki rétt. Þessa ákvörðun tók Trump í kjölfar samtals við Erdogan og þvert á vilja ráðgjafa sinna og hershöfðingja. Ákvörðunin mætti mótspyrnu víða innan stjórnkerfis Bandaríkjanna -og þar á meðal hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, sagði af sér vegna ákvarðanarinnar og gagnrýndi Trump í afsagnarbréfi sínu. Síðan þá hefur Trump og starfsmenn hans verið margsaga um áætlanir Bandaríkjanna í Sýrlandi og hvenær verður af brottflutningi hermannanna. Erdogan segir að bandarískir embættismenn séu að reyna að grafa undan samkomulagi sem hann gerði við Trump. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki hitt Bolton sagði Erdogan að hann myndi tala við Trump í síma á næstu dögum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. Það gerði hann vegna þess að Bolton krafðist þess í síðustu viku að Tyrkir myndu tryggja öryggi sýrlenskra Kúrda (YPG) eftir að hermenn Bandaríkjanna fara frá Sýrlandi. Bolton sagði í síðustu viku að bandarískir hermenn færu ekki frá Sýrlandi fyrr en Tyrkir hefðu samþykkt að tryggja öryggi YPG. Erdogan sagði þá kröfu hafa verið „alvarleg mistök“ og að Tyrkir myndu aldrei verða við henni.Sjá einnig: Draga í land með brotthvarfið frá SýrlandiTyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS. Varnarmálaráðherra Tyrklands sagði nýverið að YGP-liðar yrðu grafnir í eigin varnarskurðum.Þjóðaröryggisráðgjafinn ræddi við embættismenn í Tyrklandi í dag en Erdogan sjálfur neitaði að hitta hann. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og arm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háð hafa áratugalanga og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Verkamannaflokkurinn er víða skilgreindur sem hryðjuverkasamtök og þar á meðal af Bandaríkjunum. Bandaríkin og YPG hafa þó starfað saman gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan tilkynnti einnig í dag að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum í Sýrlandi væri búinn. Ekkert virðist því vera öðrum stærsta her Atlantshafsbandalagsins til fyrirstöðu lengur, nema vera bandarískra og franskra hermanna á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti þann 19. janúar að Bandaríkin myndu fara frá Sýrlandi og sagði að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er ekki rétt. Þessa ákvörðun tók Trump í kjölfar samtals við Erdogan og þvert á vilja ráðgjafa sinna og hershöfðingja. Ákvörðunin mætti mótspyrnu víða innan stjórnkerfis Bandaríkjanna -og þar á meðal hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, sagði af sér vegna ákvarðanarinnar og gagnrýndi Trump í afsagnarbréfi sínu. Síðan þá hefur Trump og starfsmenn hans verið margsaga um áætlanir Bandaríkjanna í Sýrlandi og hvenær verður af brottflutningi hermannanna. Erdogan segir að bandarískir embættismenn séu að reyna að grafa undan samkomulagi sem hann gerði við Trump. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki hitt Bolton sagði Erdogan að hann myndi tala við Trump í síma á næstu dögum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira