Erdogan neitaði að hitta Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 12:10 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Burhan Ozbilici Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. Það gerði hann vegna þess að Bolton krafðist þess í síðustu viku að Tyrkir myndu tryggja öryggi sýrlenskra Kúrda (YPG) eftir að hermenn Bandaríkjanna fara frá Sýrlandi. Bolton sagði í síðustu viku að bandarískir hermenn færu ekki frá Sýrlandi fyrr en Tyrkir hefðu samþykkt að tryggja öryggi YPG. Erdogan sagði þá kröfu hafa verið „alvarleg mistök“ og að Tyrkir myndu aldrei verða við henni.Sjá einnig: Draga í land með brotthvarfið frá SýrlandiTyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS. Varnarmálaráðherra Tyrklands sagði nýverið að YGP-liðar yrðu grafnir í eigin varnarskurðum.Þjóðaröryggisráðgjafinn ræddi við embættismenn í Tyrklandi í dag en Erdogan sjálfur neitaði að hitta hann. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og arm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háð hafa áratugalanga og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Verkamannaflokkurinn er víða skilgreindur sem hryðjuverkasamtök og þar á meðal af Bandaríkjunum. Bandaríkin og YPG hafa þó starfað saman gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan tilkynnti einnig í dag að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum í Sýrlandi væri búinn. Ekkert virðist því vera öðrum stærsta her Atlantshafsbandalagsins til fyrirstöðu lengur, nema vera bandarískra og franskra hermanna á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti þann 19. janúar að Bandaríkin myndu fara frá Sýrlandi og sagði að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er ekki rétt. Þessa ákvörðun tók Trump í kjölfar samtals við Erdogan og þvert á vilja ráðgjafa sinna og hershöfðingja. Ákvörðunin mætti mótspyrnu víða innan stjórnkerfis Bandaríkjanna -og þar á meðal hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, sagði af sér vegna ákvarðanarinnar og gagnrýndi Trump í afsagnarbréfi sínu. Síðan þá hefur Trump og starfsmenn hans verið margsaga um áætlanir Bandaríkjanna í Sýrlandi og hvenær verður af brottflutningi hermannanna. Erdogan segir að bandarískir embættismenn séu að reyna að grafa undan samkomulagi sem hann gerði við Trump. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki hitt Bolton sagði Erdogan að hann myndi tala við Trump í síma á næstu dögum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. Það gerði hann vegna þess að Bolton krafðist þess í síðustu viku að Tyrkir myndu tryggja öryggi sýrlenskra Kúrda (YPG) eftir að hermenn Bandaríkjanna fara frá Sýrlandi. Bolton sagði í síðustu viku að bandarískir hermenn færu ekki frá Sýrlandi fyrr en Tyrkir hefðu samþykkt að tryggja öryggi YPG. Erdogan sagði þá kröfu hafa verið „alvarleg mistök“ og að Tyrkir myndu aldrei verða við henni.Sjá einnig: Draga í land með brotthvarfið frá SýrlandiTyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS. Varnarmálaráðherra Tyrklands sagði nýverið að YGP-liðar yrðu grafnir í eigin varnarskurðum.Þjóðaröryggisráðgjafinn ræddi við embættismenn í Tyrklandi í dag en Erdogan sjálfur neitaði að hitta hann. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og arm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háð hafa áratugalanga og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Verkamannaflokkurinn er víða skilgreindur sem hryðjuverkasamtök og þar á meðal af Bandaríkjunum. Bandaríkin og YPG hafa þó starfað saman gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan tilkynnti einnig í dag að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum í Sýrlandi væri búinn. Ekkert virðist því vera öðrum stærsta her Atlantshafsbandalagsins til fyrirstöðu lengur, nema vera bandarískra og franskra hermanna á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti þann 19. janúar að Bandaríkin myndu fara frá Sýrlandi og sagði að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er ekki rétt. Þessa ákvörðun tók Trump í kjölfar samtals við Erdogan og þvert á vilja ráðgjafa sinna og hershöfðingja. Ákvörðunin mætti mótspyrnu víða innan stjórnkerfis Bandaríkjanna -og þar á meðal hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, sagði af sér vegna ákvarðanarinnar og gagnrýndi Trump í afsagnarbréfi sínu. Síðan þá hefur Trump og starfsmenn hans verið margsaga um áætlanir Bandaríkjanna í Sýrlandi og hvenær verður af brottflutningi hermannanna. Erdogan segir að bandarískir embættismenn séu að reyna að grafa undan samkomulagi sem hann gerði við Trump. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki hitt Bolton sagði Erdogan að hann myndi tala við Trump í síma á næstu dögum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira