Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2019 18:00 Bolton (t.h.) hitti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í ferð sinni. Markmið hennar var að lægja öldurnar eftir að Trump forseti tilkynnti um brotthvarf Bandaríkjahers frá Sýrlandi. Vísir/EPA John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur lofað bandamönnum að bandarískt herlið verði ekki dregið til baka frá Sýrlandi fyrr en hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa verið upprætt að fullu og Tyrkir lofa að ábyrgjast öryggi Kúrda sem hafa barist gegn samtökunum. Trump forseti tilkynnti skyndilega um að hann ætlaði að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi um miðjan desember. Ákvörðunin olli miklum úlfaþyti enda kom hún bandamönnum og ráðgjöfum að óvörum. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og almenns ósættis við forsetann og Brett McGurk, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands sömuleiðis. „Það eru markmið sem við viljum ná sem skilyrða brotthvarfið,“ sagði Bolton við fréttamenn í Jerúsalem í dag. Þar reyndi hann að róa ísraelsk stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fyrirhuguðu brotthvarfi Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Heimildir herma að Trump hafi samþykkt að kalla herinn ekki heim fyrr en eftir fjóra mánuði en áður hafði hann ætlað að gera það innan mánaðar. Washington Post hefur eftir heimildarmanni sínum að engin tímasett áætlun sé til staðar um liðsflutningana frá Sýrlandi.Trump staldraði við og ræddi við fréttamenn áður en hann hélt í forsetabústaðinn í Camp David.Vísir/EPATrump virtist einnig sjálfur draga í land með upphaflega tilkynningu sína um brotthvarfið í dag. „Við ætlum að draga herliðið okkar til baka. Ég sagði aldrei að við myndum gera það svo fljótt,“ sagði Trump við fréttamenn. Það myndi ekki gerast fyrr en Ríki íslams væri horfið úr Sýrlandi. Bandamenn Bandaríkjanna og flokkssystkini Trump í Repúblikanaflokknum hafa varað forsetann við því að brotthvarfið frá Sýrlandi geti blásið byr í segl Írana og Rússa og raskað viðkvæmu jafnvægi sem Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa náð í landinu. Bolton heimsótti einnig Tyrkland í ferð sinni. Tyrknesk stjórnvöld hafa í hyggju að ráðast á kúrdíska bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi. Bolton er sagður hafa freista þess að fá tryggingar frá þeim um að öryggi Kúrdanna eftir brotthvarf bandaríska herliðsins. Kevin Sweeney, starfsmannastjóri varnarmálaráðuneytisins, bættist í hóp æðstu embættismanna í hernaðarmálum sem hafa sagt af sér eftir að tilkynnt var um brotthvarfið frá Sýrlandi í gær. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur lofað bandamönnum að bandarískt herlið verði ekki dregið til baka frá Sýrlandi fyrr en hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa verið upprætt að fullu og Tyrkir lofa að ábyrgjast öryggi Kúrda sem hafa barist gegn samtökunum. Trump forseti tilkynnti skyndilega um að hann ætlaði að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi um miðjan desember. Ákvörðunin olli miklum úlfaþyti enda kom hún bandamönnum og ráðgjöfum að óvörum. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna hennar og almenns ósættis við forsetann og Brett McGurk, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands sömuleiðis. „Það eru markmið sem við viljum ná sem skilyrða brotthvarfið,“ sagði Bolton við fréttamenn í Jerúsalem í dag. Þar reyndi hann að róa ísraelsk stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fyrirhuguðu brotthvarfi Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Heimildir herma að Trump hafi samþykkt að kalla herinn ekki heim fyrr en eftir fjóra mánuði en áður hafði hann ætlað að gera það innan mánaðar. Washington Post hefur eftir heimildarmanni sínum að engin tímasett áætlun sé til staðar um liðsflutningana frá Sýrlandi.Trump staldraði við og ræddi við fréttamenn áður en hann hélt í forsetabústaðinn í Camp David.Vísir/EPATrump virtist einnig sjálfur draga í land með upphaflega tilkynningu sína um brotthvarfið í dag. „Við ætlum að draga herliðið okkar til baka. Ég sagði aldrei að við myndum gera það svo fljótt,“ sagði Trump við fréttamenn. Það myndi ekki gerast fyrr en Ríki íslams væri horfið úr Sýrlandi. Bandamenn Bandaríkjanna og flokkssystkini Trump í Repúblikanaflokknum hafa varað forsetann við því að brotthvarfið frá Sýrlandi geti blásið byr í segl Írana og Rússa og raskað viðkvæmu jafnvægi sem Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa náð í landinu. Bolton heimsótti einnig Tyrkland í ferð sinni. Tyrknesk stjórnvöld hafa í hyggju að ráðast á kúrdíska bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi. Bolton er sagður hafa freista þess að fá tryggingar frá þeim um að öryggi Kúrdanna eftir brotthvarf bandaríska herliðsins. Kevin Sweeney, starfsmannastjóri varnarmálaráðuneytisins, bættist í hóp æðstu embættismanna í hernaðarmálum sem hafa sagt af sér eftir að tilkynnt var um brotthvarfið frá Sýrlandi í gær.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03