Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2018 08:10 Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. Vísir/EPA Kona og karl eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á drónum sem var flogið yfir Gatwick-flugvöll í London á Englandi í vikunni. Parið var handtekið um tíu leytið í gærkvöldi að því er fram kemur á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Flugumferð um Gatwick-flugvöll lá niðri í rúmlega sólarhring vegna málsins sem hafði áhrif á 140 þúsund farþega. Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. Farþegarnir mega þó búast við töfum og að áætlunarferðum verði aflýst á meðan unnið er að því að koma rekstri flugvallarins í eðlilegt horf eftir þriggja daga röskun. Farþegar eru hvattir til að fylgjast náið með nýjustu upplýsingum um áætlunarferð sína áður en þeir leggja af stað til flugvallarins. Lögreglan segist ætla að hafa náið eftirlit með Gatwick-flugvelli ef fleiri drónar sjást þar. Hefur lögreglan biðlað til farþega og íbúa í nágrenni flugvallarins að vera á varðbergi og tilkynna um grunsamlegar manna- og drónaferðir. Frá miðvikudagskvöldi hefur um 1.000 áætlunarferðum verið frestað eða snúið frá Gatwick-flugvelli vegna dróna sem sáust nærri flugvellinum. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugi aflýst á ný vegna dróna á sveimi Ekki er vitað hver stendur fyrir drónafluginu en það er með öllu óheimilt að fljúga dróna í minna en eins kílómeters fjarlægð frá flugvöllum og aðflutningsleiðum flugvalla. 21. desember 2018 18:02 Tegund drónans gæti komið upp um sökudólginn Bresku lögreglunni hefur orðið eitthvað ágengt í leit sinni að þeim sem flaug dróna um flugvallarsvæði Gatwick í Bretlandi í kvöld og truflaði flugsamgöngur og hefur listi yfir hina grunuðu verið þrengdur að því er breska dagblaðið Telegraph greinir frá. 21. desember 2018 23:41 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Kona og karl eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á drónum sem var flogið yfir Gatwick-flugvöll í London á Englandi í vikunni. Parið var handtekið um tíu leytið í gærkvöldi að því er fram kemur á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Flugumferð um Gatwick-flugvöll lá niðri í rúmlega sólarhring vegna málsins sem hafði áhrif á 140 þúsund farþega. Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. Farþegarnir mega þó búast við töfum og að áætlunarferðum verði aflýst á meðan unnið er að því að koma rekstri flugvallarins í eðlilegt horf eftir þriggja daga röskun. Farþegar eru hvattir til að fylgjast náið með nýjustu upplýsingum um áætlunarferð sína áður en þeir leggja af stað til flugvallarins. Lögreglan segist ætla að hafa náið eftirlit með Gatwick-flugvelli ef fleiri drónar sjást þar. Hefur lögreglan biðlað til farþega og íbúa í nágrenni flugvallarins að vera á varðbergi og tilkynna um grunsamlegar manna- og drónaferðir. Frá miðvikudagskvöldi hefur um 1.000 áætlunarferðum verið frestað eða snúið frá Gatwick-flugvelli vegna dróna sem sáust nærri flugvellinum.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugi aflýst á ný vegna dróna á sveimi Ekki er vitað hver stendur fyrir drónafluginu en það er með öllu óheimilt að fljúga dróna í minna en eins kílómeters fjarlægð frá flugvöllum og aðflutningsleiðum flugvalla. 21. desember 2018 18:02 Tegund drónans gæti komið upp um sökudólginn Bresku lögreglunni hefur orðið eitthvað ágengt í leit sinni að þeim sem flaug dróna um flugvallarsvæði Gatwick í Bretlandi í kvöld og truflaði flugsamgöngur og hefur listi yfir hina grunuðu verið þrengdur að því er breska dagblaðið Telegraph greinir frá. 21. desember 2018 23:41 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Flugi aflýst á ný vegna dróna á sveimi Ekki er vitað hver stendur fyrir drónafluginu en það er með öllu óheimilt að fljúga dróna í minna en eins kílómeters fjarlægð frá flugvöllum og aðflutningsleiðum flugvalla. 21. desember 2018 18:02
Tegund drónans gæti komið upp um sökudólginn Bresku lögreglunni hefur orðið eitthvað ágengt í leit sinni að þeim sem flaug dróna um flugvallarsvæði Gatwick í Bretlandi í kvöld og truflaði flugsamgöngur og hefur listi yfir hina grunuðu verið þrengdur að því er breska dagblaðið Telegraph greinir frá. 21. desember 2018 23:41
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent