Vinnum saman gegn fíknivandanum Vörður Leví Traustason skrifar 28. desember 2018 08:00 Ár er síðan greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra benti á að aðgangur að sterkum fíkniefnum væri að aukast og myndi kosta fjölda manns lífið. Á sama tíma berast fréttir af því að 20% háskólanema hafi notað örvandi lyf sem hafi verið ávísað á einhvern annan. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir að efla þau meðferðarúrræði sem fólki með fíknivanda býðst hér á landi. Frá því að fyrstu skjólstæðingarnir komu í meðferð Samhjálpar í bílskúr á Sogaveginum fyrir 45 árum hafa tugþúsundir einstaklinga fengið hjálp og stuðning frá samtökunum til að takast á við fíknivanda sinn. Í tillögum sem starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði árið 2016 var meðal annars lagt til að fjölgað yrði afeitrunarplássum á sjúkrahúsum, tryggð fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir ólíka hópa og að settar yrðu lágmarkskröfur um gæði og innihald meðferðar, framvindu og árangur. Þá yrði tillit tekið til einstaklingsmiðaðrar meðferðar, kyns og aldurs, komið á samráðsvettvangi og rannsóknir og forvarnastarf eflt. Við viljum gera okkar til að þetta geti orðið að raunveruleika. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýja byggingu á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti sem rúmar fjölnotasal, aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðinga og eldhús í fallegri náttúru Mosfellsdalsins og verður það vígt 31. janúar nk. Húsið tengir saman eldri byggingar sem hýsa herbergi heimilismanna. Geta 30 einstaklingar, 10 konur og 20 karlar, verið í meðferð hverju sinni að lokinni afeitrun á sjúkrahúsi. Draumurinn er að fjölga meðferðarrýmum upp í 40 og efla og bæta þjónustuna með aukinni fjölbreytni í meðferðarúrræðum þ.m.t. þjónustu félagsráðgjafa og sálfræðinga í góðu samstarfi við aðra sem sinna einstaklingum sem glíma við fíkn, áföll og geðræna sjúkdóma. Samhjálp rekur einnig eftirmeðferðarheimili þar sem um 55 einstaklingar geta búið í um tvö ár og verið í áframhaldandi meðferð. Þá er Kaffistofa Samhjálpar rekin í Borgartúni 1 þar sem opið er alla daga ársins og um 67.000 máltíðir eru gefnar á ári. Tökum höndum saman gegn þeirri miklu vá sem fíkn er í samfélagi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Ár er síðan greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra benti á að aðgangur að sterkum fíkniefnum væri að aukast og myndi kosta fjölda manns lífið. Á sama tíma berast fréttir af því að 20% háskólanema hafi notað örvandi lyf sem hafi verið ávísað á einhvern annan. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir að efla þau meðferðarúrræði sem fólki með fíknivanda býðst hér á landi. Frá því að fyrstu skjólstæðingarnir komu í meðferð Samhjálpar í bílskúr á Sogaveginum fyrir 45 árum hafa tugþúsundir einstaklinga fengið hjálp og stuðning frá samtökunum til að takast á við fíknivanda sinn. Í tillögum sem starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði árið 2016 var meðal annars lagt til að fjölgað yrði afeitrunarplássum á sjúkrahúsum, tryggð fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir ólíka hópa og að settar yrðu lágmarkskröfur um gæði og innihald meðferðar, framvindu og árangur. Þá yrði tillit tekið til einstaklingsmiðaðrar meðferðar, kyns og aldurs, komið á samráðsvettvangi og rannsóknir og forvarnastarf eflt. Við viljum gera okkar til að þetta geti orðið að raunveruleika. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýja byggingu á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti sem rúmar fjölnotasal, aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðinga og eldhús í fallegri náttúru Mosfellsdalsins og verður það vígt 31. janúar nk. Húsið tengir saman eldri byggingar sem hýsa herbergi heimilismanna. Geta 30 einstaklingar, 10 konur og 20 karlar, verið í meðferð hverju sinni að lokinni afeitrun á sjúkrahúsi. Draumurinn er að fjölga meðferðarrýmum upp í 40 og efla og bæta þjónustuna með aukinni fjölbreytni í meðferðarúrræðum þ.m.t. þjónustu félagsráðgjafa og sálfræðinga í góðu samstarfi við aðra sem sinna einstaklingum sem glíma við fíkn, áföll og geðræna sjúkdóma. Samhjálp rekur einnig eftirmeðferðarheimili þar sem um 55 einstaklingar geta búið í um tvö ár og verið í áframhaldandi meðferð. Þá er Kaffistofa Samhjálpar rekin í Borgartúni 1 þar sem opið er alla daga ársins og um 67.000 máltíðir eru gefnar á ári. Tökum höndum saman gegn þeirri miklu vá sem fíkn er í samfélagi okkar.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar