Kristján Andrésson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Kristján þjálfar sænska karlalandsliðið í handbolta.
Kjörið var kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu í kvöld.
Kristján stýrði Svíum til silfurverðlauna á Evrópumótinu í Króatíu í byrjun árs. Svíar slógu Ólympíumeistara Dana út í undanúrslitunum en byrjuðu mótið á að tapa fyrir Íslandi.
Þetta var í fyrsta skipti sem Kristján stýrði sænska liðinu á stórmóti. Þeir mæta aftur til leiks á HM í Danmörku og Þýskalandi í janúar.
Góður árangur Kristjáns með Svía skilaði því að hann var síðasta sumar ráðinn til þess að taka við þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen frá sumarinu 2019.
Kristján Andrésson er þjálfari ársins
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn