Þegar sérhagsmunir ráða för Þorsteinn Víglundsson skrifar 11. desember 2018 15:00 Helstu baráttumál ríkisstjórna endurspegla best fyrir hvað þær standa. Stærstu slagirnir sýna hvar hjartað slær. Á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar hefur stærsti slagurinn verið lækkun veiðigjalda og ríkisstjórnin nær landi með það baráttumál sitt á Alþingi í dag. Ekkert þverpólitískt samstarf. Engin sátt. Engin ný vinnubrögð. Málið bara keyrt í gegn. Ríkisstjórnin lagði málið upphaflega fram undir lok vorþings en var þá gerð afturreka með það af minnihlutanum þá en lagði það síðan fram aftur í haust og kemur það til lokaatkvæðagreiðslu Alþingis í dag. Um hvað snýst málið í raun? Veiðigjöld eru í raun nokkurs konar hráefnisgjald útgerðarinnar. Útgerðin greiðir ekkert annað gjald fyrir að sækja þessa sameiginlegu auðlind þjóðarinnar í sjóð. Viðskipti með kvóta eru greiðslur milli útgerðafyrirtækja en veiðigjaldið er það sem þjóðin ber úr bítum. Áætluð veiðigjöld næsta árs eru um 7 milljarðar króna. Verðmæti sjávarafurða á þessu ári verður líkast til rúmir 230 milljarðar króna. Veiðigjöldin eða hráefnisgjaldið verða því tæplega 3% af verðmæti afurðanna. Algengt er að hreinn hráefniskostnaður sé á bilinu 20-50% af verðmæti. Ríkisstjórnin hefur verið sammála útgerðinni að það gjald sem stefndi að óbreyttu í að innheimt yrði á næsta ári, um 11-12 milljarðar króna (tæp 5% af verðmæti afurðanna) væri allt of hátt og líklegt til að sliga atvinnugreina. Þar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig en sjálfur gef ég lítið fyrir þau rök.Sjávarútvegur er ekki nauð Afkoma sjávarútvegs á síðasta ári var lakari en árin á undan. Þar spilar vafalítið stóra rullu að langt sjómannaverkfall varð það ár. Það sem af er þessu ári hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20%. Það styrkir væntanlega stöðu greinarinnar umtalsvert enda hefur gengi krónunnar verið að veikjast. Á sama tíma hefur útgerðin haldið áfram miklum fjárfestingum í endurnýjun fiskiskipa og framleiðslutækja, varið tugum milljarða til kaupa á öðrum útgerðum og aflaheimildum og haldið áfram umfangsmiklum fjárfestingum í öðrum atvinnugreinum. Allt ber þetta merki sterkrar stöðu sjávarútvegs og trú greinarinnar á eigin framtíðarhorfur. Sem er vel enda um mikilvæga atvinnugrein að ræða Það er auðvitað hrein og klár blekking að sjávarútvegur sé í krísu líkt og reynt hefur verið að draga upp af hálfu ríkisstjórnar og útgerðar. Greinin stendur gríðarlega vel og horfur hennar eru góðar. Besta merki þess er að greinin sjálf er reiðubúin að fjárfesta háum fjárhæðum í þeirri framtíð.Einfaldlega ömurleg forgangsröðun Sú staðreynd að ríkisstjórnin leggur svona mikla áherslu á að keyra í gegn lækkun veiðigjalda í miklum pólitískum ágreiningi undirstrika einfaldlega ömurlega forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar. Þetta er ríkisstjórn sérhagsmuna. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart hvað varðar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en það vekur vissulega furðu hversu hart Vinstri Græn ganga fram í þessu máli. Hversu auðvelt það hefur reynst flokknum að renna saman við hina sérhagsmunaflokkana tvo. • Á sama tíma þarf ríkisstjórnin að leggja á okkur veggjöld til að geta fjármagnað vegaframkvæmdir. • Á sama tíma var ekki unnt að tryggja ellilífeyrisþegum og öryrkjum einhverja kaupmáttaraukningu á næsta ári. • Á sama tíma þurfti að skera niður áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma. • Á sama tíma var ekki hægt að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila • Á sama tíma var ekki hægt að taka sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingar • Á sama tíma var ekki hægt að tryggja SÁÁ nægjanlegt rekstrarfé • Á sama tíma var ekki hægt að fjármagna sjúkrahús á landsbyggðinni með fullnægjandi hætti • Á sama tíma var ekki hægt að hefja afnám krónu á móti krónu skerðingunni Svona er forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún er bara ekki betri en þetta.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Helstu baráttumál ríkisstjórna endurspegla best fyrir hvað þær standa. Stærstu slagirnir sýna hvar hjartað slær. Á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar hefur stærsti slagurinn verið lækkun veiðigjalda og ríkisstjórnin nær landi með það baráttumál sitt á Alþingi í dag. Ekkert þverpólitískt samstarf. Engin sátt. Engin ný vinnubrögð. Málið bara keyrt í gegn. Ríkisstjórnin lagði málið upphaflega fram undir lok vorþings en var þá gerð afturreka með það af minnihlutanum þá en lagði það síðan fram aftur í haust og kemur það til lokaatkvæðagreiðslu Alþingis í dag. Um hvað snýst málið í raun? Veiðigjöld eru í raun nokkurs konar hráefnisgjald útgerðarinnar. Útgerðin greiðir ekkert annað gjald fyrir að sækja þessa sameiginlegu auðlind þjóðarinnar í sjóð. Viðskipti með kvóta eru greiðslur milli útgerðafyrirtækja en veiðigjaldið er það sem þjóðin ber úr bítum. Áætluð veiðigjöld næsta árs eru um 7 milljarðar króna. Verðmæti sjávarafurða á þessu ári verður líkast til rúmir 230 milljarðar króna. Veiðigjöldin eða hráefnisgjaldið verða því tæplega 3% af verðmæti afurðanna. Algengt er að hreinn hráefniskostnaður sé á bilinu 20-50% af verðmæti. Ríkisstjórnin hefur verið sammála útgerðinni að það gjald sem stefndi að óbreyttu í að innheimt yrði á næsta ári, um 11-12 milljarðar króna (tæp 5% af verðmæti afurðanna) væri allt of hátt og líklegt til að sliga atvinnugreina. Þar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig en sjálfur gef ég lítið fyrir þau rök.Sjávarútvegur er ekki nauð Afkoma sjávarútvegs á síðasta ári var lakari en árin á undan. Þar spilar vafalítið stóra rullu að langt sjómannaverkfall varð það ár. Það sem af er þessu ári hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20%. Það styrkir væntanlega stöðu greinarinnar umtalsvert enda hefur gengi krónunnar verið að veikjast. Á sama tíma hefur útgerðin haldið áfram miklum fjárfestingum í endurnýjun fiskiskipa og framleiðslutækja, varið tugum milljarða til kaupa á öðrum útgerðum og aflaheimildum og haldið áfram umfangsmiklum fjárfestingum í öðrum atvinnugreinum. Allt ber þetta merki sterkrar stöðu sjávarútvegs og trú greinarinnar á eigin framtíðarhorfur. Sem er vel enda um mikilvæga atvinnugrein að ræða Það er auðvitað hrein og klár blekking að sjávarútvegur sé í krísu líkt og reynt hefur verið að draga upp af hálfu ríkisstjórnar og útgerðar. Greinin stendur gríðarlega vel og horfur hennar eru góðar. Besta merki þess er að greinin sjálf er reiðubúin að fjárfesta háum fjárhæðum í þeirri framtíð.Einfaldlega ömurleg forgangsröðun Sú staðreynd að ríkisstjórnin leggur svona mikla áherslu á að keyra í gegn lækkun veiðigjalda í miklum pólitískum ágreiningi undirstrika einfaldlega ömurlega forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar. Þetta er ríkisstjórn sérhagsmuna. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart hvað varðar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en það vekur vissulega furðu hversu hart Vinstri Græn ganga fram í þessu máli. Hversu auðvelt það hefur reynst flokknum að renna saman við hina sérhagsmunaflokkana tvo. • Á sama tíma þarf ríkisstjórnin að leggja á okkur veggjöld til að geta fjármagnað vegaframkvæmdir. • Á sama tíma var ekki unnt að tryggja ellilífeyrisþegum og öryrkjum einhverja kaupmáttaraukningu á næsta ári. • Á sama tíma þurfti að skera niður áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma. • Á sama tíma var ekki hægt að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila • Á sama tíma var ekki hægt að taka sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingar • Á sama tíma var ekki hægt að tryggja SÁÁ nægjanlegt rekstrarfé • Á sama tíma var ekki hægt að fjármagna sjúkrahús á landsbyggðinni með fullnægjandi hætti • Á sama tíma var ekki hægt að hefja afnám krónu á móti krónu skerðingunni Svona er forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún er bara ekki betri en þetta.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar