Veltir því fyrir sér hvort WOW verði „sýndarflugfélag“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 10:30 Flugvél WOW Air. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi lítið sem ekkert gefið upp um framtíðarsýn hans á íslenska flugfélaginu WOW air er líklegt að ferðir félagsins til Indlands verði lagðar af ásamt breiðþotum félagsins. Þess í stað verði einblínt á styttri ferðir. Þetta er mat pistlahöfundar Forbes sem fjallar um viðræður Indigo Partners og WOW air um fjárfestingu þess fyrrnefnda í íslenska flugfélaginu. Lítið hefur heyrst um gang mála í viðræðunum eftir að tilkynnt var um í síðustu viku að þeim miðaði vel.Sjá einnig: WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnuÍ pistlinum í Forbes segir að ef Franke, sem á meðal annars flugfélagin Wizz Air og Frontier, muni yfirfæra viðskiptalíkan sitt yfir á WOW Air gæti það falið í sér talsverðar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins. Líklega verði farin þá leið að langar og kostnaðarsamar leiðir sem aðeins sé hægt að sinna með breiðþotum verði lagðar af, líkt og nýlegt Indlandsflug WOW air.Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/samsett myndNýti sér samlegðaráhrif með öðrum flugfélögum Indigo Þó er önnur leið sem sé möguleg og það sé leið hins svokallaða sýndarflugfélags, WOW air verði flugfélag sem selji miða en fljúgi ekki sjálft undir eigin merkjum. Það þýðir að farþegar myndu kaupa miða undir merkjum WOW air en önnur flugfélög Indigo, til dæmis Wizz Air eða Frontier, myndu taka við farþeganum og koma honum á áfangastað. Þannig gæti flugfélagið sparar sér háar fjárhæðir, bakvinnsla gæti til dæmis að miklu leyti farið fram á skrifstofum Wizz Air eða Frontier auk þess sem að með því að nýta sér þjónustu annarra flugfélaga gæti WOW air nýtt sér það að launakostnaður er minni í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum, þar sem Wizz Air og Frontier eru staðsett, en á Íslandi. Þá er einnig nefnt að einingakostnaður Wizz Air og Frontier sé með því lægsta sem gengur og gerist og því gæti WOW air mögulega boðið betra verð á flugferðum til og frá Íslandi með þessari aðferð en Icelandair, helsti keppinauturinn.Lesa má pistilinn í Forbes hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53 Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15 Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Þrátt fyrir að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi lítið sem ekkert gefið upp um framtíðarsýn hans á íslenska flugfélaginu WOW air er líklegt að ferðir félagsins til Indlands verði lagðar af ásamt breiðþotum félagsins. Þess í stað verði einblínt á styttri ferðir. Þetta er mat pistlahöfundar Forbes sem fjallar um viðræður Indigo Partners og WOW air um fjárfestingu þess fyrrnefnda í íslenska flugfélaginu. Lítið hefur heyrst um gang mála í viðræðunum eftir að tilkynnt var um í síðustu viku að þeim miðaði vel.Sjá einnig: WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnuÍ pistlinum í Forbes segir að ef Franke, sem á meðal annars flugfélagin Wizz Air og Frontier, muni yfirfæra viðskiptalíkan sitt yfir á WOW Air gæti það falið í sér talsverðar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins. Líklega verði farin þá leið að langar og kostnaðarsamar leiðir sem aðeins sé hægt að sinna með breiðþotum verði lagðar af, líkt og nýlegt Indlandsflug WOW air.Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/samsett myndNýti sér samlegðaráhrif með öðrum flugfélögum Indigo Þó er önnur leið sem sé möguleg og það sé leið hins svokallaða sýndarflugfélags, WOW air verði flugfélag sem selji miða en fljúgi ekki sjálft undir eigin merkjum. Það þýðir að farþegar myndu kaupa miða undir merkjum WOW air en önnur flugfélög Indigo, til dæmis Wizz Air eða Frontier, myndu taka við farþeganum og koma honum á áfangastað. Þannig gæti flugfélagið sparar sér háar fjárhæðir, bakvinnsla gæti til dæmis að miklu leyti farið fram á skrifstofum Wizz Air eða Frontier auk þess sem að með því að nýta sér þjónustu annarra flugfélaga gæti WOW air nýtt sér það að launakostnaður er minni í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum, þar sem Wizz Air og Frontier eru staðsett, en á Íslandi. Þá er einnig nefnt að einingakostnaður Wizz Air og Frontier sé með því lægsta sem gengur og gerist og því gæti WOW air mögulega boðið betra verð á flugferðum til og frá Íslandi með þessari aðferð en Icelandair, helsti keppinauturinn.Lesa má pistilinn í Forbes hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53 Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15 Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53
Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15
Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun