Veltir því fyrir sér hvort WOW verði „sýndarflugfélag“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 10:30 Flugvél WOW Air. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi lítið sem ekkert gefið upp um framtíðarsýn hans á íslenska flugfélaginu WOW air er líklegt að ferðir félagsins til Indlands verði lagðar af ásamt breiðþotum félagsins. Þess í stað verði einblínt á styttri ferðir. Þetta er mat pistlahöfundar Forbes sem fjallar um viðræður Indigo Partners og WOW air um fjárfestingu þess fyrrnefnda í íslenska flugfélaginu. Lítið hefur heyrst um gang mála í viðræðunum eftir að tilkynnt var um í síðustu viku að þeim miðaði vel.Sjá einnig: WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnuÍ pistlinum í Forbes segir að ef Franke, sem á meðal annars flugfélagin Wizz Air og Frontier, muni yfirfæra viðskiptalíkan sitt yfir á WOW Air gæti það falið í sér talsverðar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins. Líklega verði farin þá leið að langar og kostnaðarsamar leiðir sem aðeins sé hægt að sinna með breiðþotum verði lagðar af, líkt og nýlegt Indlandsflug WOW air.Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/samsett myndNýti sér samlegðaráhrif með öðrum flugfélögum Indigo Þó er önnur leið sem sé möguleg og það sé leið hins svokallaða sýndarflugfélags, WOW air verði flugfélag sem selji miða en fljúgi ekki sjálft undir eigin merkjum. Það þýðir að farþegar myndu kaupa miða undir merkjum WOW air en önnur flugfélög Indigo, til dæmis Wizz Air eða Frontier, myndu taka við farþeganum og koma honum á áfangastað. Þannig gæti flugfélagið sparar sér háar fjárhæðir, bakvinnsla gæti til dæmis að miklu leyti farið fram á skrifstofum Wizz Air eða Frontier auk þess sem að með því að nýta sér þjónustu annarra flugfélaga gæti WOW air nýtt sér það að launakostnaður er minni í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum, þar sem Wizz Air og Frontier eru staðsett, en á Íslandi. Þá er einnig nefnt að einingakostnaður Wizz Air og Frontier sé með því lægsta sem gengur og gerist og því gæti WOW air mögulega boðið betra verð á flugferðum til og frá Íslandi með þessari aðferð en Icelandair, helsti keppinauturinn.Lesa má pistilinn í Forbes hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53 Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15 Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Sjá meira
Þrátt fyrir að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi lítið sem ekkert gefið upp um framtíðarsýn hans á íslenska flugfélaginu WOW air er líklegt að ferðir félagsins til Indlands verði lagðar af ásamt breiðþotum félagsins. Þess í stað verði einblínt á styttri ferðir. Þetta er mat pistlahöfundar Forbes sem fjallar um viðræður Indigo Partners og WOW air um fjárfestingu þess fyrrnefnda í íslenska flugfélaginu. Lítið hefur heyrst um gang mála í viðræðunum eftir að tilkynnt var um í síðustu viku að þeim miðaði vel.Sjá einnig: WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnuÍ pistlinum í Forbes segir að ef Franke, sem á meðal annars flugfélagin Wizz Air og Frontier, muni yfirfæra viðskiptalíkan sitt yfir á WOW Air gæti það falið í sér talsverðar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins. Líklega verði farin þá leið að langar og kostnaðarsamar leiðir sem aðeins sé hægt að sinna með breiðþotum verði lagðar af, líkt og nýlegt Indlandsflug WOW air.Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/samsett myndNýti sér samlegðaráhrif með öðrum flugfélögum Indigo Þó er önnur leið sem sé möguleg og það sé leið hins svokallaða sýndarflugfélags, WOW air verði flugfélag sem selji miða en fljúgi ekki sjálft undir eigin merkjum. Það þýðir að farþegar myndu kaupa miða undir merkjum WOW air en önnur flugfélög Indigo, til dæmis Wizz Air eða Frontier, myndu taka við farþeganum og koma honum á áfangastað. Þannig gæti flugfélagið sparar sér háar fjárhæðir, bakvinnsla gæti til dæmis að miklu leyti farið fram á skrifstofum Wizz Air eða Frontier auk þess sem að með því að nýta sér þjónustu annarra flugfélaga gæti WOW air nýtt sér það að launakostnaður er minni í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum, þar sem Wizz Air og Frontier eru staðsett, en á Íslandi. Þá er einnig nefnt að einingakostnaður Wizz Air og Frontier sé með því lægsta sem gengur og gerist og því gæti WOW air mögulega boðið betra verð á flugferðum til og frá Íslandi með þessari aðferð en Icelandair, helsti keppinauturinn.Lesa má pistilinn í Forbes hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53 Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15 Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Sjá meira
Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53
Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15
Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15