Stöndum með taugakerfinu Auður Guðjónsdóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur leitaði hún eftir því við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar að Norðurlöndin stæðu saman um að láta greina og samkeyra innihald gagnagrunna á norrænu taugavísindasviði með nýjustu tölvutækni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er staða málsins þannig að NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða hefur skilað jákvæðu áliti um að verkefnið sé fýsilegt en að fjármagn vanti. Norræn rannsóknarverkefni leitast við að fá 2/3 alls fjármagns í gegnum fjármögnun frá að minnsta kosti þremur norrænum ríkjum. Þar sem hér um ræðir íslenska tillögu væri afar gott ef stjórnvöld á Íslandi byðust til að leggja fram fé svo að liðka mætti fyrir að verkinu yrði komið í farveg á næsta ári þegar Ísland hefur formennsku í Norðurlandaráði. Ástæða þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu við lömun sem orsakast af mænuskaða og við öðrum meinum í taugakerfinu er sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig hið erfiða taugakerfi virkar. Með samkeyrslu rannsóknargagna með gervigreind myndi þekkingunni fleygja fram. Það yrði mikill fengur fyrir læknavísindin og þá sem líða. Næðist að koma tillögu Lilju í farveg á Norðurlöndum væri í framhaldinu mögulegt að tala fyrir því af fullum þunga hjá Sameinuðu þjóðunum að aðrar þjóðir fylgi í kjölfarið. Í raun var fyrsta skrefið í þá átt tekið þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvatti þjóðir heims til aukins samstarfs á taugavísindasviði í ræðu sinni á nýafstöðnu allsherjarþingi. Í desember stendur til að kynna hver staða verkefnis um samskráningu á meðferð við mænuskaða á Norðurlöndunum er. Verkefninu er stýrt frá St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi og er fjármagnað af Noregi. Sú tillaga til Norðurlandaráðs sem samskráningin byggir á kom frá Íslandi. Hún var borin fram af Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi alþingismanni, og fylgt eftir af miklum þunga frá hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi heilbrigðisráðherra og hans ráðuneytis. Greinarhöfundur þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir hjálpina og þeim þúsundum Íslendinga sem styrkt hafa störf Mænuskaðastofnunar Íslands með fjárframlögum og öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur leitaði hún eftir því við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar að Norðurlöndin stæðu saman um að láta greina og samkeyra innihald gagnagrunna á norrænu taugavísindasviði með nýjustu tölvutækni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er staða málsins þannig að NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða hefur skilað jákvæðu áliti um að verkefnið sé fýsilegt en að fjármagn vanti. Norræn rannsóknarverkefni leitast við að fá 2/3 alls fjármagns í gegnum fjármögnun frá að minnsta kosti þremur norrænum ríkjum. Þar sem hér um ræðir íslenska tillögu væri afar gott ef stjórnvöld á Íslandi byðust til að leggja fram fé svo að liðka mætti fyrir að verkinu yrði komið í farveg á næsta ári þegar Ísland hefur formennsku í Norðurlandaráði. Ástæða þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu við lömun sem orsakast af mænuskaða og við öðrum meinum í taugakerfinu er sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig hið erfiða taugakerfi virkar. Með samkeyrslu rannsóknargagna með gervigreind myndi þekkingunni fleygja fram. Það yrði mikill fengur fyrir læknavísindin og þá sem líða. Næðist að koma tillögu Lilju í farveg á Norðurlöndum væri í framhaldinu mögulegt að tala fyrir því af fullum þunga hjá Sameinuðu þjóðunum að aðrar þjóðir fylgi í kjölfarið. Í raun var fyrsta skrefið í þá átt tekið þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvatti þjóðir heims til aukins samstarfs á taugavísindasviði í ræðu sinni á nýafstöðnu allsherjarþingi. Í desember stendur til að kynna hver staða verkefnis um samskráningu á meðferð við mænuskaða á Norðurlöndunum er. Verkefninu er stýrt frá St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi og er fjármagnað af Noregi. Sú tillaga til Norðurlandaráðs sem samskráningin byggir á kom frá Íslandi. Hún var borin fram af Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi alþingismanni, og fylgt eftir af miklum þunga frá hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi heilbrigðisráðherra og hans ráðuneytis. Greinarhöfundur þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir hjálpina og þeim þúsundum Íslendinga sem styrkt hafa störf Mænuskaðastofnunar Íslands með fjárframlögum og öðru.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun