Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2018 10:37 Laun starfsmanna þjóðkirkjunnar eiga samkvæmt ákvæðinu ekki að taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Vísir/vilhelm Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. Frumvarpið er nú til skoðunar á Alþingi og fjallar um afleiðingar þess að leggja niður kjararáð. RÚV greinir frá. Í umræddu bráðabirgðaákvæði segir að laun starfsmanna þjóðkirkjunnar skuli ekki taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Þá gilda „almenn og önnur starfskjör“ sem fram koma í ákvörðunarorði kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum þar til samkomulag hefur náðst.Sjá einnig: Vilja að kjararáð verði lagt niður Í yfirlýsingu sem Prestafélag Íslands sendi nefndasviði Alþingis, og RÚV birti á vef sínum, er þessu mótmælt. „Stjórn Prestafélags Íslands mótmælir harðlega þeim áætlunum að „frysta“ laun biskupa, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar um óskilgreindan tíma. Eðlilegt er að þeir embættismenn sem hér um ræðir fái sömu meðferð og þeir aðrir sem undir kjararáð heyrðu og að laun þeirra verði endurskoðuð árlega til hækkunar eins og hjá öðrum.“ Ekkert liggi jafnframt fyrir um væntanlega endurskoðun samninga um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Því sé óásættanlegt að „tengja saman og skilyrða“ slíka endurskoðun samninga og launagreiðslur kirkjunnar manna. Með þessu segir Prestafélagið að vegið sé harkalega að þeirri réttarvernd sem núverandi samningar tryggja. „Stjórn PÍ krefst þess að ákvæði þessu til bráðabirgða verði breytt án tafar og að embættismenn þjóðkirkjunnar standi jafnfætis öðrum sem undir kjararáð heyrðu.“ Ekki náðist í Ninnu Sif Svavarsdóttur, formann Prestafélags Íslands, við vinnslu þessarar fréttar. Kjaramál Trúmál Tengdar fréttir Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00 Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00 Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. Frumvarpið er nú til skoðunar á Alþingi og fjallar um afleiðingar þess að leggja niður kjararáð. RÚV greinir frá. Í umræddu bráðabirgðaákvæði segir að laun starfsmanna þjóðkirkjunnar skuli ekki taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Þá gilda „almenn og önnur starfskjör“ sem fram koma í ákvörðunarorði kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum þar til samkomulag hefur náðst.Sjá einnig: Vilja að kjararáð verði lagt niður Í yfirlýsingu sem Prestafélag Íslands sendi nefndasviði Alþingis, og RÚV birti á vef sínum, er þessu mótmælt. „Stjórn Prestafélags Íslands mótmælir harðlega þeim áætlunum að „frysta“ laun biskupa, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar um óskilgreindan tíma. Eðlilegt er að þeir embættismenn sem hér um ræðir fái sömu meðferð og þeir aðrir sem undir kjararáð heyrðu og að laun þeirra verði endurskoðuð árlega til hækkunar eins og hjá öðrum.“ Ekkert liggi jafnframt fyrir um væntanlega endurskoðun samninga um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Því sé óásættanlegt að „tengja saman og skilyrða“ slíka endurskoðun samninga og launagreiðslur kirkjunnar manna. Með þessu segir Prestafélagið að vegið sé harkalega að þeirri réttarvernd sem núverandi samningar tryggja. „Stjórn PÍ krefst þess að ákvæði þessu til bráðabirgða verði breytt án tafar og að embættismenn þjóðkirkjunnar standi jafnfætis öðrum sem undir kjararáð heyrðu.“ Ekki náðist í Ninnu Sif Svavarsdóttur, formann Prestafélags Íslands, við vinnslu þessarar fréttar.
Kjaramál Trúmál Tengdar fréttir Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00 Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00 Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00
Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00
Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00