Vonast eftir niðurstöðu félagsdóms fyrir áramót Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2018 19:20 Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í dómsal í dag. Vísir/Vilhelm Mál Flugfreyjufélags Íslands gegn Icelandair hefur verið lagt fyrir félagsdóm. Málið var tekið fyrir í dag þar sem mótaðilar kynntu sín sjónarmið. Lauk þinghaldinu á áttunda tímanum í kvöld en Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segist vonast eftir niðurstöðu félagsdóms fyrir áramót. Málið varðar ákvörðun Icelandair að banna flugfreyjum að vinna í hlutastarfi hjá flugfélaginu, að undanskildum þeim sem náð hafa 55 ára aldri. Flugfreyjufélagið telur þetta gróft brot á kjarasamningum sem barist hafi verið fyrir í mörg ár. 118 flugfreyjur voru í hlutastarfi hjá Icelandair en flugfélagið bauð þeim að fara í fullt starf, annars yrði þeim sagt upp. Langflestar þáðu það boð en með fyrirvara um niðurstöðu Félagsdóms. Á þessi ákvörðun flugfélagsins að taka gildi um áramótin og vonast Berglind þess vegna eftir niðurstöðu Félagsdóms áður en árið er liðið. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, sagði við Vísi í september að launakostnaður flugfélagsins væri hár í samanburði við fyrirtækin sem væru í samkeppni við Icelandair og bregðast yrði við því. Þess vegna var þessi leið meðal annars farin. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Mál Flugfreyjufélags Íslands gegn Icelandair hefur verið lagt fyrir félagsdóm. Málið var tekið fyrir í dag þar sem mótaðilar kynntu sín sjónarmið. Lauk þinghaldinu á áttunda tímanum í kvöld en Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segist vonast eftir niðurstöðu félagsdóms fyrir áramót. Málið varðar ákvörðun Icelandair að banna flugfreyjum að vinna í hlutastarfi hjá flugfélaginu, að undanskildum þeim sem náð hafa 55 ára aldri. Flugfreyjufélagið telur þetta gróft brot á kjarasamningum sem barist hafi verið fyrir í mörg ár. 118 flugfreyjur voru í hlutastarfi hjá Icelandair en flugfélagið bauð þeim að fara í fullt starf, annars yrði þeim sagt upp. Langflestar þáðu það boð en með fyrirvara um niðurstöðu Félagsdóms. Á þessi ákvörðun flugfélagsins að taka gildi um áramótin og vonast Berglind þess vegna eftir niðurstöðu Félagsdóms áður en árið er liðið. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, sagði við Vísi í september að launakostnaður flugfélagsins væri hár í samanburði við fyrirtækin sem væru í samkeppni við Icelandair og bregðast yrði við því. Þess vegna var þessi leið meðal annars farin.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44