Ástæða sprengingarinnar, sem varð í Toyohira hverfi borgarinnar, er enn óljós. Lögreglan í borginni hefur lokað svæðið af vegna hættu á frekari sprengingum.
Á samfélagsmiðlum má sjá myndir af vettvangi sem sýna brak á víð og dreif um götuna þar sem veitingastaðurinn stendur. Þá kom upp eldur í kjölfar sprengingarinnar en það tók viðbragðsaðila nokkra klukkutíma að ráða niðurlögum hans.
Fréttin var uppfærð klukkan 18:00.
平岸三条八丁目でガス爆発による火災。火の勢い物凄く、消防車や救急車多数。 pic.twitter.com/OIRN0FiTmF
— しょうた (@shotacamera) December 16, 2018