Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2018 13:58 Kristján Loftsson gengur svo langt að segja að fjölgun ferðamanna á Íslandi sé hvalveiðum að þakka. YouTube Fjallað er um hvalveiðar Kristjáns Loftssonar í nýrri heimildarmynd sem breska fyrirtækið Journeyman Pictures gefur út. Þar er Kristján sagður „hataðasti maður Íslands“ en myndin ber heitið Iceland´s Most Hated Man: On The Ground In The War On Whaling. Myndin segir frá hvalveiðum Íslendinga sem eru sagðar ögra dýraverndarsinnum um heim allan. Í myndinni segir Kristján hvalveiðar hans vera sjálfbærar og að vísindin séu með honum í liði. Kvikmyndagerðarmaðurinn sem ræðir við Kristján er danskur blaðamaður að nafni Jakob Krogh en hann segir Kristján vera ókrýndan konung hvalveiða á Íslandi.Meðlimur Sea Shepherd fylgist með verkun hvals í Hvalfirði.YouTubeSjónum kvikmyndagerðarmannanna er beint að tveimur meðlimum samtakanna Sea Shepherd sem fylgist með hvalveiðum Kristjáns. „Fólk eins og hann heldur að það geti komist upp með allt. Honum er alveg sama,“ segir Josh Riley, meðlimur Sea Shepherd, í myndinni. Kristján segir í myndinni að þessi dýraverndarsamtök séu afar grimm. „Þau myndu drepa þig ef það kæmi til þess,“ segir Kristján. Hann segir þær þjóðir sem mótmæla hvalveiðum hvað harðast hafa á árum áður veitt hvali og farið flatt á eigin græðgi með ofveiðum. Fjallað er áhyggjur sumra af því að hvalveiðar myndu hafa slæm áhrif á ferðamennsku á Íslandi. Í myndinni kemur fram að frá því hvalveiðar voru leyfðar á ný sé ekki að sjá að þær hafi haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins.Rætt er við Stefán Úlfarsson í myndinni sem rekur 3 Frakka.YouTubeKristján fullyrðir að rekja megi fjölgun ferðamanna hér á landi til hvalveiða. „Fólk er áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fær það hvergi annars staðar í heiminum. Sumir segja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Það er eins fáránlegt og það getur orðið.“ Í myndinni er sagt frá því að Sea Shepherd hafi reynt að stöðva Kristján í 32 ár. Árið 1986 var tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. sökkt í Reykjavíkurhöfn en Kristján segir þetta til marks um þau skemmdarverk sem þessi samtök hafa unnið. Þá er rætt við Stefán Úlfarsson sem rekur veitingastaðinn 3 Frakka þar sem boðið er upp á hvalkjöt. Stefán segist hafa orðið fyrir mótmælum úr öllum heimshornum. Veitingastaðurinn selji um tvö tonn af hvalkjöti á ári.Kristján og blaðamaðurinn Jakob Krogh.YouTubeHann segir marga þessa mótmælenda sem senda honum haturspóst ekki vera í tengslum við náttúruna. Dagbjartur Arelíusson bruggar hvalbjór úr Borgarnesi og notast við hvalaeistu. Hann segist hafa fengið fjölda haturspósta þar sem hann er meðal annars spurður hvort hann vilji ekki bara nota eigin eistu við bjórframleiðsluna? Kristján segist ekki óttast dýraverndarsinna sem hafa reynt að stöðva hann. „Þetta eru skræfur og ég mun ekki beygja mig fyrir þeim. Þau bíða eftir því.“ Hann er að lokum spurður hve lengi hann ætli sér að halda hvalveiðum áfram. Svarið er stutt og hnitmiðað: „Að eilífu.“ Hvalveiðar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Fjallað er um hvalveiðar Kristjáns Loftssonar í nýrri heimildarmynd sem breska fyrirtækið Journeyman Pictures gefur út. Þar er Kristján sagður „hataðasti maður Íslands“ en myndin ber heitið Iceland´s Most Hated Man: On The Ground In The War On Whaling. Myndin segir frá hvalveiðum Íslendinga sem eru sagðar ögra dýraverndarsinnum um heim allan. Í myndinni segir Kristján hvalveiðar hans vera sjálfbærar og að vísindin séu með honum í liði. Kvikmyndagerðarmaðurinn sem ræðir við Kristján er danskur blaðamaður að nafni Jakob Krogh en hann segir Kristján vera ókrýndan konung hvalveiða á Íslandi.Meðlimur Sea Shepherd fylgist með verkun hvals í Hvalfirði.YouTubeSjónum kvikmyndagerðarmannanna er beint að tveimur meðlimum samtakanna Sea Shepherd sem fylgist með hvalveiðum Kristjáns. „Fólk eins og hann heldur að það geti komist upp með allt. Honum er alveg sama,“ segir Josh Riley, meðlimur Sea Shepherd, í myndinni. Kristján segir í myndinni að þessi dýraverndarsamtök séu afar grimm. „Þau myndu drepa þig ef það kæmi til þess,“ segir Kristján. Hann segir þær þjóðir sem mótmæla hvalveiðum hvað harðast hafa á árum áður veitt hvali og farið flatt á eigin græðgi með ofveiðum. Fjallað er áhyggjur sumra af því að hvalveiðar myndu hafa slæm áhrif á ferðamennsku á Íslandi. Í myndinni kemur fram að frá því hvalveiðar voru leyfðar á ný sé ekki að sjá að þær hafi haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins.Rætt er við Stefán Úlfarsson í myndinni sem rekur 3 Frakka.YouTubeKristján fullyrðir að rekja megi fjölgun ferðamanna hér á landi til hvalveiða. „Fólk er áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fær það hvergi annars staðar í heiminum. Sumir segja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Það er eins fáránlegt og það getur orðið.“ Í myndinni er sagt frá því að Sea Shepherd hafi reynt að stöðva Kristján í 32 ár. Árið 1986 var tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. sökkt í Reykjavíkurhöfn en Kristján segir þetta til marks um þau skemmdarverk sem þessi samtök hafa unnið. Þá er rætt við Stefán Úlfarsson sem rekur veitingastaðinn 3 Frakka þar sem boðið er upp á hvalkjöt. Stefán segist hafa orðið fyrir mótmælum úr öllum heimshornum. Veitingastaðurinn selji um tvö tonn af hvalkjöti á ári.Kristján og blaðamaðurinn Jakob Krogh.YouTubeHann segir marga þessa mótmælenda sem senda honum haturspóst ekki vera í tengslum við náttúruna. Dagbjartur Arelíusson bruggar hvalbjór úr Borgarnesi og notast við hvalaeistu. Hann segist hafa fengið fjölda haturspósta þar sem hann er meðal annars spurður hvort hann vilji ekki bara nota eigin eistu við bjórframleiðsluna? Kristján segist ekki óttast dýraverndarsinna sem hafa reynt að stöðva hann. „Þetta eru skræfur og ég mun ekki beygja mig fyrir þeim. Þau bíða eftir því.“ Hann er að lokum spurður hve lengi hann ætli sér að halda hvalveiðum áfram. Svarið er stutt og hnitmiðað: „Að eilífu.“
Hvalveiðar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent