Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 21:05 Trump hefur sagt að hann muni stöðva rekstur um fjórðungs stjórnvalda Bandaríkjanna þar til hann fær fimm milljarða til að byggja vegg. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og ráðgjafar eru tilbúnir til að gera hvað sem er til tryggja að veggur verði byggður á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar á meðal er að stöðva rekstur hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna með því að neita að skrifa undir ný fjárlög. Trump-liðar vilja minnst fimm milljarða dala til byggingar veggjarins en lítill stuðningur virðist fyrir því á þingi. Hvorki meðal Demókrata eða Repúblikana. Ekkert útlit er fyrir lausn á deilunni og því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna verði lokað á föstudaginn. Þar á meðal Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, þjóðgarðar, landbúnaðarráðuneytið og samgönguráðuneytið. Stephen Miller, ráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Hvíta húsið myndi gera hvað sem er til að ná sínu fram. Þar kæmi meðal annars til greina að stöðva rekstur stjórnvalda.Báðum deildum þingsins er enn stjórnað af Repúblikanaflokknum en forsvarsmenn flokksins eiga þó við ákveðinn vanda að stríða. Flokkurinn tapaði tugum þingmanna í kosningunum í síðasta mánuði og þeir þingmenn sem eru að missa störf sín og aðrir sem höfðu ákveðið að hætta, hafa sýnt því einkar lítinn áhuga hjálpa Trump að ná markmiði sínu og að taka þátt í atkvæðagreiðslum.Repúblikanar höfðu fengið Trump til að láta af kröfum sínum í kjölfar kosninganna í síðasta mánuði. Nú er Trump hins vegar harður á því að fá peninga svo hann geti staðið við kosningaloforð sitt um að byggja vegg. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn. Þeir neituðu hins vegar að borga. Þingið hefur lagt til að veita 1,6 milljörðum dala í aukið eftirlit á landamærunum og viðgerðir á grindverkum. Það er hins vegar tekið fram í frumvarpi þingsins að enginn hluti þeirrar fjárveitingar megi fara í byggingu veggjarins. Þingmenn eru, samkvæmt AP fréttaveitunni, sammála um að næsta skref þurfi að koma frá Hvíta húsinu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51 Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 „Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og ráðgjafar eru tilbúnir til að gera hvað sem er til tryggja að veggur verði byggður á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar á meðal er að stöðva rekstur hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna með því að neita að skrifa undir ný fjárlög. Trump-liðar vilja minnst fimm milljarða dala til byggingar veggjarins en lítill stuðningur virðist fyrir því á þingi. Hvorki meðal Demókrata eða Repúblikana. Ekkert útlit er fyrir lausn á deilunni og því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna verði lokað á föstudaginn. Þar á meðal Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, þjóðgarðar, landbúnaðarráðuneytið og samgönguráðuneytið. Stephen Miller, ráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Hvíta húsið myndi gera hvað sem er til að ná sínu fram. Þar kæmi meðal annars til greina að stöðva rekstur stjórnvalda.Báðum deildum þingsins er enn stjórnað af Repúblikanaflokknum en forsvarsmenn flokksins eiga þó við ákveðinn vanda að stríða. Flokkurinn tapaði tugum þingmanna í kosningunum í síðasta mánuði og þeir þingmenn sem eru að missa störf sín og aðrir sem höfðu ákveðið að hætta, hafa sýnt því einkar lítinn áhuga hjálpa Trump að ná markmiði sínu og að taka þátt í atkvæðagreiðslum.Repúblikanar höfðu fengið Trump til að láta af kröfum sínum í kjölfar kosninganna í síðasta mánuði. Nú er Trump hins vegar harður á því að fá peninga svo hann geti staðið við kosningaloforð sitt um að byggja vegg. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn. Þeir neituðu hins vegar að borga. Þingið hefur lagt til að veita 1,6 milljörðum dala í aukið eftirlit á landamærunum og viðgerðir á grindverkum. Það er hins vegar tekið fram í frumvarpi þingsins að enginn hluti þeirrar fjárveitingar megi fara í byggingu veggjarins. Þingmenn eru, samkvæmt AP fréttaveitunni, sammála um að næsta skref þurfi að koma frá Hvíta húsinu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51 Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 „Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51
Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32
„Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50
Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00
Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41