Erlent

Tvífari David Schwimmer á flótta

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn grunaði glæpamaður er sá til vinstri, en David Schwimmer er sá til hægri.
Hinn grunaði glæpamaður er sá til vinstri, en David Schwimmer er sá til hægri.
Lögregla í Bretlandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur manni sem grunaður er um þjófnað og fjársvik eftir að hann mætti ekki fyrir dómara í morgun.

Mál hins 36 ára Abdulah Husseni vakti gríðarlega athygli fyrr í vetur eftir að lögregla í Blackpool lýsti eftir manninum sem þótti svipa mjög til bandaríska leikarans David Schwimmer sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem Ross í þáttunum Friends.

Husseni hafði verið boðaður til að mæta fyrir dómara í Blackpool í morgun en var hvergi sjáanlegur.

Lýst var eftir manninum vegna gruns um að hann hafi stolið kassa af bjór af veitingastað í Blackpool þann 20. september síðastliðinn. Var hann loks handtekinn í London í nóvember.

Netverjar virðist hafa haft sérstaklega gaman af málinu, sér í lagi eftir að Schwimmer sjálfur greip boltann á lofti og lýsti yfir sakleysi sínu.


Tengdar fréttir

David Schwimmer segist saklaus

Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla.

Tvífari Schwimmer handtekinn í London

Maðurinn hefur verið eftirlýstur í nokkurn tíma en málið vakti heimsathygli þar sem hann þótti einkar líkur bandaríska leikaranum David Schwimmer.

Vita hver bjórstelandi tvífari David Schwimmer er

Lögreglan í Blackpool hefur borðið kennsl á manninn sem nappaði kassa af bjór úr veitingastað í bænum á dögunum. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum David Schwimmer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×