Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 13:15 Christine Engelhardt og Woody Allen kynntust í október árið 1976. Mynd/Samsett Fyrrverandi leikkonan og fyrirsætan Christina Engelhardt segir í fyrsta sinn frá leynilegu ástarsambandi sínu við bandaríska leikstjórann Woody Allen í viðtali við The Hollywood Reporter sem birtist í dag. Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. Allen vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Engelhardt við Hollywood Reporter en hann hefur áður verið sakaður um að hafa átt í kynferðislegum samböndum við stúlkur undir lögaldri. Byrjuðu að sofa saman þegar hún var enn sextán ára Engelhardt hitti Allen fyrst á veitingastað í New York haustið 1976, hún var þá 16 ára og hann 41 árs. Allen var á þessum tíma nýbúinn að leikstýra kvikmyndunum Sleeper og Love and Death, og frumsýning Annie Hall, einnar af hans þekktustu kvikmyndum, var rétt handan við hornið. Engelhardt segist hafa komið auga á Allen á staðnum, skrifað símanúmerið sitt á miða og skilið hann eftir á borðinu hjá honum. Allen hafi fljótlega hringt í hana og boðið henni heim til sín. Engelhardt segir að hann hafi aldrei spurt hana hvað hún væri gömul og innan fáeinna vikna voru þau byrjuð að sofa saman. Hún náði ekki sautján ára aldri, lögaldri í New York á þeim tíma, fyrr en í desember. Sér ekki eftir neinu Viðhorf Engelhardt til sambandsins hefur breyst með árunum, einkum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar og ásakana Dylan Farrow, ættleiddrar dóttur Allens og leikkonunnar Miu Farrow, en Dylan sakar Allen um að hafa misnotað sig kynferðislega um árabil. Engelhardt fer þó enn fögrum orðum um Allen og segist í raun hvorki bera kala til hans né sjá eftir sambandinu. „Þetta er ekki til þess að „rústa þessum manni“. Ég er að tala um ástarsöguna mína. Hún mótaði mig. Ég sé ekki eftir neinu.“ Hún viðurkennir þó að Allen hafi haft yfirhöndina í sambandinu og að valdaójafnvægið hafi verið skýrt. Hún hafi dáð Allen löngu áður en þau hittust og þá hafi þau fylgt ákveðnum óskrifuðum reglum í einu og öllu. Bann var lagt við því að ræða störf hans og þau hittust auk þess aðeins heima hjá honum. Engelhardt segir ástarfundi þeirra jafnframt hafa talið yfir hundrað skipti. Woody Allen og Mia Farrow. Sú síðarnefnda reyndist nýja kærastan sem Allen kynnti Engelhardt fyrir undir lok áttunda áratugarins.Getty/Ron Galella Kynnti hana allt í einu fyrir kærustunni Þegar þau höfðu verið saman í fjögur ár kynnti Allen hana svo fyrir „kærustu“ sinni en Engelhardt segist þegar þar var komið sögu hafa gert ráð fyrir að sjálf væri hún kærasta Allens. Hin nýja kærasta reyndist verðandi eiginkona Allens, Mia Farrow, sem þegar var orðin fræg fyrir leik sinn í Rosemary‘s Baby og The Great Gatsby. Engelhardt segist hafa verið niðurbrotin í fyrstu en fór smám saman að kunna vel við Farrow með tímanum. Þá heldur hún því fram að þau hafi stundað saman kynlíf öll þrjú í íbúð Allens við ýmis tilefni. Síðast í sambandi árið 2001 Allen setti sig síðast í samband við Engelhardt með sendibréfi í janúar árið 2001, sem birt er í viðtali Hollywood Reporter. „Ég minnist tíma okkar saman með hlýju,“ skrifar Allen. „Ef þú kemur einhvern tímann til New York væri yndislegt ef þú heilsaðir upp á mig og konuna mína – ég held hún myndi kunna vel við þig.“ Allen vísar þar til eiginkonu sinnar Soon-Yi-Previn. Sambandið hófst á níunda áratug síðustu aldar, þegar hún var 21 árs og hann 56 ára, og er ekki síst umdeilt vegna þess að Allen var fósturfaðir Previn þegar þau tóku saman. Sjá einnig: Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Tengingin við Manhattan þungbærÞá segir Engelhardt einnig frá því þegar hún horfði á Manhattan í fyrsta skipti, kvikmynd úr smiðju Allen sem frumsýnd var árið 1979 – þegar samband þeirra stóð enn yfir. Allen leikur eitt aðalhlutverkanna, karlmann á miðjum aldri sem á í ástarsambandi við sautján ára stúlku.Í áður óbirtu handriti að sjálfsævisögu, sem hverfist um sambandið við Allen, lýsir Engelhardt því hvernig áhorfið hafi verið sér afar þungbært. Hún hafi séð samband þeirra speglast í sambandi Allens og stúlkunnar í kvikmyndinni.„Ég grét á meðan myndin var í gangi, ég áttaði mig smám saman á stöðunni um leið og mín versta martröð flaut upp á yfirborðið. Hvernig gat honum liði svona? Hvernig gat ekki verið meira varið í samband okkar?“Engelhardt kveðst þó ekki halda því fram að hún sé sú eina sem Allen hafi litið til við skrif á handritinu að Manhattan. Leikkonan Stacy Nelkin, sem átti einnig í ástarsambandi við Allen þegar hún var 17 ára, hefur fullyrt að hún sé fyrirmynd Tracy, stúlkunnar í myndinni.„Ég var brot. Stórkostlegir listamenn velja brot af því besta,“ segir Engelhardt.Sjálfur vildi Allen ekki tjá sig um viðtalið í Hollywood Reporter. Woody Allen hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði, m.a. vegna breyttra viðhorfa í garð sambanda hans við ungar stúlkur í gegnum tíðina - líkt og rakið hefur verið hér. Þá lýsti Dylan Farrow meintri misnotkun Allen á sér ítarlega í viðtali við CBS fyrr á árinu.Fyrir vikið hefur frumsýningu nýjustu kvikmyndar hans, A Rainy Day in New York, verið seinkað ítrekað. Myndin var tekin upp í fyrrahaust en hefur enn ekki fengið vilyrði um útgáfu frá framleiðendum. Þá hafa leikarar sem unnið hafa með Allen í gegnum árin beðist afsökunar á samstarfinu, þar á meðal Timothée Calamet og Colin Firth. Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Mál Woody Allen Hollywood Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Fyrrverandi leikkonan og fyrirsætan Christina Engelhardt segir í fyrsta sinn frá leynilegu ástarsambandi sínu við bandaríska leikstjórann Woody Allen í viðtali við The Hollywood Reporter sem birtist í dag. Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. Allen vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Engelhardt við Hollywood Reporter en hann hefur áður verið sakaður um að hafa átt í kynferðislegum samböndum við stúlkur undir lögaldri. Byrjuðu að sofa saman þegar hún var enn sextán ára Engelhardt hitti Allen fyrst á veitingastað í New York haustið 1976, hún var þá 16 ára og hann 41 árs. Allen var á þessum tíma nýbúinn að leikstýra kvikmyndunum Sleeper og Love and Death, og frumsýning Annie Hall, einnar af hans þekktustu kvikmyndum, var rétt handan við hornið. Engelhardt segist hafa komið auga á Allen á staðnum, skrifað símanúmerið sitt á miða og skilið hann eftir á borðinu hjá honum. Allen hafi fljótlega hringt í hana og boðið henni heim til sín. Engelhardt segir að hann hafi aldrei spurt hana hvað hún væri gömul og innan fáeinna vikna voru þau byrjuð að sofa saman. Hún náði ekki sautján ára aldri, lögaldri í New York á þeim tíma, fyrr en í desember. Sér ekki eftir neinu Viðhorf Engelhardt til sambandsins hefur breyst með árunum, einkum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar og ásakana Dylan Farrow, ættleiddrar dóttur Allens og leikkonunnar Miu Farrow, en Dylan sakar Allen um að hafa misnotað sig kynferðislega um árabil. Engelhardt fer þó enn fögrum orðum um Allen og segist í raun hvorki bera kala til hans né sjá eftir sambandinu. „Þetta er ekki til þess að „rústa þessum manni“. Ég er að tala um ástarsöguna mína. Hún mótaði mig. Ég sé ekki eftir neinu.“ Hún viðurkennir þó að Allen hafi haft yfirhöndina í sambandinu og að valdaójafnvægið hafi verið skýrt. Hún hafi dáð Allen löngu áður en þau hittust og þá hafi þau fylgt ákveðnum óskrifuðum reglum í einu og öllu. Bann var lagt við því að ræða störf hans og þau hittust auk þess aðeins heima hjá honum. Engelhardt segir ástarfundi þeirra jafnframt hafa talið yfir hundrað skipti. Woody Allen og Mia Farrow. Sú síðarnefnda reyndist nýja kærastan sem Allen kynnti Engelhardt fyrir undir lok áttunda áratugarins.Getty/Ron Galella Kynnti hana allt í einu fyrir kærustunni Þegar þau höfðu verið saman í fjögur ár kynnti Allen hana svo fyrir „kærustu“ sinni en Engelhardt segist þegar þar var komið sögu hafa gert ráð fyrir að sjálf væri hún kærasta Allens. Hin nýja kærasta reyndist verðandi eiginkona Allens, Mia Farrow, sem þegar var orðin fræg fyrir leik sinn í Rosemary‘s Baby og The Great Gatsby. Engelhardt segist hafa verið niðurbrotin í fyrstu en fór smám saman að kunna vel við Farrow með tímanum. Þá heldur hún því fram að þau hafi stundað saman kynlíf öll þrjú í íbúð Allens við ýmis tilefni. Síðast í sambandi árið 2001 Allen setti sig síðast í samband við Engelhardt með sendibréfi í janúar árið 2001, sem birt er í viðtali Hollywood Reporter. „Ég minnist tíma okkar saman með hlýju,“ skrifar Allen. „Ef þú kemur einhvern tímann til New York væri yndislegt ef þú heilsaðir upp á mig og konuna mína – ég held hún myndi kunna vel við þig.“ Allen vísar þar til eiginkonu sinnar Soon-Yi-Previn. Sambandið hófst á níunda áratug síðustu aldar, þegar hún var 21 árs og hann 56 ára, og er ekki síst umdeilt vegna þess að Allen var fósturfaðir Previn þegar þau tóku saman. Sjá einnig: Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Tengingin við Manhattan þungbærÞá segir Engelhardt einnig frá því þegar hún horfði á Manhattan í fyrsta skipti, kvikmynd úr smiðju Allen sem frumsýnd var árið 1979 – þegar samband þeirra stóð enn yfir. Allen leikur eitt aðalhlutverkanna, karlmann á miðjum aldri sem á í ástarsambandi við sautján ára stúlku.Í áður óbirtu handriti að sjálfsævisögu, sem hverfist um sambandið við Allen, lýsir Engelhardt því hvernig áhorfið hafi verið sér afar þungbært. Hún hafi séð samband þeirra speglast í sambandi Allens og stúlkunnar í kvikmyndinni.„Ég grét á meðan myndin var í gangi, ég áttaði mig smám saman á stöðunni um leið og mín versta martröð flaut upp á yfirborðið. Hvernig gat honum liði svona? Hvernig gat ekki verið meira varið í samband okkar?“Engelhardt kveðst þó ekki halda því fram að hún sé sú eina sem Allen hafi litið til við skrif á handritinu að Manhattan. Leikkonan Stacy Nelkin, sem átti einnig í ástarsambandi við Allen þegar hún var 17 ára, hefur fullyrt að hún sé fyrirmynd Tracy, stúlkunnar í myndinni.„Ég var brot. Stórkostlegir listamenn velja brot af því besta,“ segir Engelhardt.Sjálfur vildi Allen ekki tjá sig um viðtalið í Hollywood Reporter. Woody Allen hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði, m.a. vegna breyttra viðhorfa í garð sambanda hans við ungar stúlkur í gegnum tíðina - líkt og rakið hefur verið hér. Þá lýsti Dylan Farrow meintri misnotkun Allen á sér ítarlega í viðtali við CBS fyrr á árinu.Fyrir vikið hefur frumsýningu nýjustu kvikmyndar hans, A Rainy Day in New York, verið seinkað ítrekað. Myndin var tekin upp í fyrrahaust en hefur enn ekki fengið vilyrði um útgáfu frá framleiðendum. Þá hafa leikarar sem unnið hafa með Allen í gegnum árin beðist afsökunar á samstarfinu, þar á meðal Timothée Calamet og Colin Firth.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Mál Woody Allen Hollywood Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira