Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skammdegisins. Vegið er óþyrmilega að heilbrigðisþjónustu kvenna í skjóli myrkurs þegar Alþingi samþykkti að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá landsmönnum að verulegur faglegur ágreiningur hefur verið milli lækna annars vegar og heilbrigðisstjórnarinnar og Alþingis hins vegar um nokkurt skeið. Þar má nefna ýmis mál er varða lýðheilsu og velferð borgaranna, eins og viljaleysi til að taka á sölu á rafsígarettum til barna og unglinga, heimild til reykinga rafsígaretta á veitingastöðum, tillögur um tilslökun á áfengislöggjöfinni, upphafningu skottulækninga dulinna í búningi svokallaðra viðbótarmeðferða, blekkingar um gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni, skerðingar á aðgengi og valfrelsi notenda að heilbrigðisþjónustu og blindu stjórnvalda varðandi ástand og þörf á uppbyggingu grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Nýjasta útspil Alþingis er að gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum. Sú breyting hefur í för með sér að konur þurfa að sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt. Í breytingunni felst innleiðing á sænsku kerfi sem hefur skilað daprari árangri í þjónustu sem hingað til hefur prýðilega verið sinnt af heimilislæknum og sérfræðingum í fæðinga- og kvensjúkdómum. Félag íslenskra kvensjúkdóma- og fæðingalækna skilaði umsögn um frumvarpið og taldi það óunnið. Ekki var hlustað á álit þessa hóps lækna sem best þekkir til stöðu mála.Fóstureyðingum fjölgar Aðgengi að fræðslu og upplýsingum um getnaðarvarnir hefur verið án takmarkana hingað til. Árangur mældur í fjölda fóstureyðinga er, samkvæmt talnabrunni Embættis landlæknis og algengi fæðinga í aldurshópnum 15 til 19 ára, lægra hér en þar sem tilslökun á menntun, reynslu og gæðakröfum um lyfjaávísanir getnaðarvarna hefur verið innleidd, t.d. í Svíþjóð. Þar hefur breytingin leitt til þess að fjöldi fóstureyðinga er hæstur á Norðurlöndum eða 17,6/1.000 konur en er 12,5/1.000 konur að meðaltali á Íslandi frá aldamótum. Það er ekki síður áhyggjuefni að reynslan sýnir að þar sem öðrum starfsstéttum er falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Ljóst er að með þessari lagabreytingu hefur Alþingi hvorki verið umhugað um að tryggja rétt til bestu þekkingar sem völ er á skv. lögum um réttindi sjúklinga, velferð kvenna né bestun í nýtingu á skattfé borgaranna eða haft það að leiðarljósi. Læknar geta hvorki tekið ábyrgð á né þátt í slíkum vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skammdegisins. Vegið er óþyrmilega að heilbrigðisþjónustu kvenna í skjóli myrkurs þegar Alþingi samþykkti að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá landsmönnum að verulegur faglegur ágreiningur hefur verið milli lækna annars vegar og heilbrigðisstjórnarinnar og Alþingis hins vegar um nokkurt skeið. Þar má nefna ýmis mál er varða lýðheilsu og velferð borgaranna, eins og viljaleysi til að taka á sölu á rafsígarettum til barna og unglinga, heimild til reykinga rafsígaretta á veitingastöðum, tillögur um tilslökun á áfengislöggjöfinni, upphafningu skottulækninga dulinna í búningi svokallaðra viðbótarmeðferða, blekkingar um gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni, skerðingar á aðgengi og valfrelsi notenda að heilbrigðisþjónustu og blindu stjórnvalda varðandi ástand og þörf á uppbyggingu grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Nýjasta útspil Alþingis er að gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum. Sú breyting hefur í för með sér að konur þurfa að sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt. Í breytingunni felst innleiðing á sænsku kerfi sem hefur skilað daprari árangri í þjónustu sem hingað til hefur prýðilega verið sinnt af heimilislæknum og sérfræðingum í fæðinga- og kvensjúkdómum. Félag íslenskra kvensjúkdóma- og fæðingalækna skilaði umsögn um frumvarpið og taldi það óunnið. Ekki var hlustað á álit þessa hóps lækna sem best þekkir til stöðu mála.Fóstureyðingum fjölgar Aðgengi að fræðslu og upplýsingum um getnaðarvarnir hefur verið án takmarkana hingað til. Árangur mældur í fjölda fóstureyðinga er, samkvæmt talnabrunni Embættis landlæknis og algengi fæðinga í aldurshópnum 15 til 19 ára, lægra hér en þar sem tilslökun á menntun, reynslu og gæðakröfum um lyfjaávísanir getnaðarvarna hefur verið innleidd, t.d. í Svíþjóð. Þar hefur breytingin leitt til þess að fjöldi fóstureyðinga er hæstur á Norðurlöndum eða 17,6/1.000 konur en er 12,5/1.000 konur að meðaltali á Íslandi frá aldamótum. Það er ekki síður áhyggjuefni að reynslan sýnir að þar sem öðrum starfsstéttum er falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Ljóst er að með þessari lagabreytingu hefur Alþingi hvorki verið umhugað um að tryggja rétt til bestu þekkingar sem völ er á skv. lögum um réttindi sjúklinga, velferð kvenna né bestun í nýtingu á skattfé borgaranna eða haft það að leiðarljósi. Læknar geta hvorki tekið ábyrgð á né þátt í slíkum vinnubrögðum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun