Breytingar á jólahefðum landsmanna Sigrún Drífa Jónsdóttir skrifar 19. desember 2018 08:00 Hefðir skipa það stóran sess í jólahaldi og undirbúningi jólanna að við eigum sérstakt orð yfir þær og tölum um jólahefðir. Þannig hafa flestir þættir jólahalds Íslendinga verið með nær óbreyttu sniði undanfarin ár og litlar sem engar breytingar sjást milli ára í mælingum Gallup á jólavenjum landsmanna. Þetta á almennt við um gjafir, samveru, skreytingar, jólatré, aðventukransa, smákökubakstur, jólahlaðborð, tónleika, skötuát, laufabrauðsgerð, jólaböll, piparkökumálun, föndur og konfektgerð svo eitthvað sé nefnt. Það er því áhugavert að skoða hvað það er sem hefur þó breyst á undanförnum árum.Jólagjafir Flestir eru sammála um að jólin eigi ekki að snúast um gjafir en þær eru áberandi í jólahaldi okkar enda gefa 98% landsmanna jólagjafir. Þó hlutfall þeirra sem gefa jólagjafir hafi haldist óbreytt síðustu ár hafa orðið breytingar á jólagjafakaupum landsmanna þar sem það hefur bæði færst í vöxt að fólk kaupi gjafirnar erlendis og að þær séu keyptar á netinu. Tveir af hverjum þremur keyptu megnið af jólagjöfunum innanlands síðustu jól. Þó það sé drjúgur meirihluti hefur hlutfallið lækkað mikið því átta árum áður keyptu níu af hverjum tíu megnið af gjöfunum innanlands. Netverslun Íslendinga hefur aukist hratt síðustu ár og eru jólagjafakaup þar ekki undanskilin. Fyrir ellefu árum keypti um einn af hverjum tíu landsmönnum einhverjar jólagjafir á netinu en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið upp í 43%. Í fyrra keyptu aðeins fleiri jólagjafir á netinu af erlendum fyrirtækjum en innlendum en það verður áhugavert að fylgjast með þróun vefverslunar íslenskra fyrirtækja á næstu árum þar sem hún er í örum vexti.Jólakort og rafrænar jólakveðjur Annað sem hefur tekið miklum breytingum eru jólakveðjur landsmanna. Fyrir átta árum sendu nær þrír af hverjum fjórum jólakort í bréfpósti en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið niður í um helming. Hlutfall þeirra sem sendu rafrænt jólakort eða rafræna jólakveðju fyrir átta árum var um fjórir af hverjum tíu. Það fór hækkandi næstu ár og jólin 2015 og 2016 sendi rösklega helmingur landsmanna rafræna jólakveðju. Fyrir jólin í fyrra mældist hlutfallið hins vegar aftur talsvert lægra og verður forvitnilegt að sjá hvort sú þróun sést áfram nú um jólin.Jólamaturinn Langalgengast er að það sé hamborgarhryggur á borðum landsmanna á aðfangadagskvöld en þeim fer þó fjölgandi sem velja annan jólamat. Þeim fer einnig fækkandi sem borða rjúpu eða svínasteik á aðfangadag, ef frá er talið það tímabil þegar bann ríkti við rjúpnaveiðum, en vinsældir hangikjöts og lambasteikur hafa haldist stöðugar. Þeim hefur fjölgað sem borða kalkún og einnig þeim sem borða annan mat en talinn hefur verið upp, eins og t.d. nauta- eða hnetusteik.Aðventuljós Aðventuljós, eða stjakar með sjö ljósum, eru áberandi í gluggum íslenskra heimila um jólin enda setur nær helmingur landsmanna slík ljós út í glugga. Með auknu úrvali jólaljósa er þessi hefð þó á undanhaldi, en hlutfall þeirra sem skreyta með þessum hætti hefur lækkað um 14 prósentustig á síðustu sjö árum.Kirkjur og kirkjugarðar Síðustu ár hefur um þriðjungur landsmanna farið í kirkju fyrir eða um jólin en í fyrra mældist það hlutfall nokkuð lægra þegar aðeins rúmlega fimmtungur landsmanna fór í kirkju. Eins fór aðeins ríflega helmingur landsmanna í kirkjugarð að vitja leiðis á móti tveimur af hverjum þremur árið áður. Aftur eru þetta breytingar sem mældust fyrst síðustu jól og verður því áhugavert að sjá hvort þær sjást áfram þessi jól. Þó að jólin séu tími skemmtilegra hefða og samveru við fjölskyldu og vini eru aðstæður landsmanna ólíkar og það er umhugsunarvert að nær fimmtungur landsmanna ber kvíða í brjósti fyrir jólunum, að minnsta kosti í bland við tilhlökkun, og hefur það hlutfall verið svipað um árabil. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður en fólk er líklegra til að kvíða jólunum eftir því sem fjölskyldutekjur þess eru lægri og einnig eftir því sem það er eldra. Það er einlæg ósk okkar hjá Gallup að sem flestir geti fundið gleði og frið jólanna, hver með sínum hætti, og átt ánægjulega jólahátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hefðir skipa það stóran sess í jólahaldi og undirbúningi jólanna að við eigum sérstakt orð yfir þær og tölum um jólahefðir. Þannig hafa flestir þættir jólahalds Íslendinga verið með nær óbreyttu sniði undanfarin ár og litlar sem engar breytingar sjást milli ára í mælingum Gallup á jólavenjum landsmanna. Þetta á almennt við um gjafir, samveru, skreytingar, jólatré, aðventukransa, smákökubakstur, jólahlaðborð, tónleika, skötuát, laufabrauðsgerð, jólaböll, piparkökumálun, föndur og konfektgerð svo eitthvað sé nefnt. Það er því áhugavert að skoða hvað það er sem hefur þó breyst á undanförnum árum.Jólagjafir Flestir eru sammála um að jólin eigi ekki að snúast um gjafir en þær eru áberandi í jólahaldi okkar enda gefa 98% landsmanna jólagjafir. Þó hlutfall þeirra sem gefa jólagjafir hafi haldist óbreytt síðustu ár hafa orðið breytingar á jólagjafakaupum landsmanna þar sem það hefur bæði færst í vöxt að fólk kaupi gjafirnar erlendis og að þær séu keyptar á netinu. Tveir af hverjum þremur keyptu megnið af jólagjöfunum innanlands síðustu jól. Þó það sé drjúgur meirihluti hefur hlutfallið lækkað mikið því átta árum áður keyptu níu af hverjum tíu megnið af gjöfunum innanlands. Netverslun Íslendinga hefur aukist hratt síðustu ár og eru jólagjafakaup þar ekki undanskilin. Fyrir ellefu árum keypti um einn af hverjum tíu landsmönnum einhverjar jólagjafir á netinu en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið upp í 43%. Í fyrra keyptu aðeins fleiri jólagjafir á netinu af erlendum fyrirtækjum en innlendum en það verður áhugavert að fylgjast með þróun vefverslunar íslenskra fyrirtækja á næstu árum þar sem hún er í örum vexti.Jólakort og rafrænar jólakveðjur Annað sem hefur tekið miklum breytingum eru jólakveðjur landsmanna. Fyrir átta árum sendu nær þrír af hverjum fjórum jólakort í bréfpósti en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið niður í um helming. Hlutfall þeirra sem sendu rafrænt jólakort eða rafræna jólakveðju fyrir átta árum var um fjórir af hverjum tíu. Það fór hækkandi næstu ár og jólin 2015 og 2016 sendi rösklega helmingur landsmanna rafræna jólakveðju. Fyrir jólin í fyrra mældist hlutfallið hins vegar aftur talsvert lægra og verður forvitnilegt að sjá hvort sú þróun sést áfram nú um jólin.Jólamaturinn Langalgengast er að það sé hamborgarhryggur á borðum landsmanna á aðfangadagskvöld en þeim fer þó fjölgandi sem velja annan jólamat. Þeim fer einnig fækkandi sem borða rjúpu eða svínasteik á aðfangadag, ef frá er talið það tímabil þegar bann ríkti við rjúpnaveiðum, en vinsældir hangikjöts og lambasteikur hafa haldist stöðugar. Þeim hefur fjölgað sem borða kalkún og einnig þeim sem borða annan mat en talinn hefur verið upp, eins og t.d. nauta- eða hnetusteik.Aðventuljós Aðventuljós, eða stjakar með sjö ljósum, eru áberandi í gluggum íslenskra heimila um jólin enda setur nær helmingur landsmanna slík ljós út í glugga. Með auknu úrvali jólaljósa er þessi hefð þó á undanhaldi, en hlutfall þeirra sem skreyta með þessum hætti hefur lækkað um 14 prósentustig á síðustu sjö árum.Kirkjur og kirkjugarðar Síðustu ár hefur um þriðjungur landsmanna farið í kirkju fyrir eða um jólin en í fyrra mældist það hlutfall nokkuð lægra þegar aðeins rúmlega fimmtungur landsmanna fór í kirkju. Eins fór aðeins ríflega helmingur landsmanna í kirkjugarð að vitja leiðis á móti tveimur af hverjum þremur árið áður. Aftur eru þetta breytingar sem mældust fyrst síðustu jól og verður því áhugavert að sjá hvort þær sjást áfram þessi jól. Þó að jólin séu tími skemmtilegra hefða og samveru við fjölskyldu og vini eru aðstæður landsmanna ólíkar og það er umhugsunarvert að nær fimmtungur landsmanna ber kvíða í brjósti fyrir jólunum, að minnsta kosti í bland við tilhlökkun, og hefur það hlutfall verið svipað um árabil. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður en fólk er líklegra til að kvíða jólunum eftir því sem fjölskyldutekjur þess eru lægri og einnig eftir því sem það er eldra. Það er einlæg ósk okkar hjá Gallup að sem flestir geti fundið gleði og frið jólanna, hver með sínum hætti, og átt ánægjulega jólahátíð.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun