Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 09:30 Það borgar sig að bólusetja við mislingum, að mati WHO. NORDICPHOTOS/GETTY Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. Mest aukning var í Ameríku, við botn Miðjarðarhafs og í Evrópu en vegna gloppóttrar bólusetningar mátti finna tilfelli í öllum heimshlutum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC birtu í gær. Alls er greint frá því að rekja megi 110.000 dauðsföll á síðasta ári til mislinga. MMR-bóluefnið, sem notað er til bólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, var fyrst tekið í notkun snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Um átta árum fyrr hafði sérstakt bóluefni gegn mislingum verið tekið í notkun og því er bólusetning við sjúkdómnum síður en svo ný af nálinni. Sé miðað við líkön WHO má ganga út frá því að tekist hafi að bjarga um 21 milljón mannslífa frá árinu 2000 með bólusetningu gegn mislingum. Samkvæmt skýrslunni hefur hlutfall þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnisins staðið í stað í nokkur ár, 85 prósent. Sú tala er tíu prósentum lægri en þröskuldurinn sem WHO telur að þurfi að ná til að fyrirbyggja faraldur. „Þessi upprisa mislinga er alvarlegt áhyggjuefni. Langvinnir faraldrar greinast afar víða og sérstaklega í ríkjum sem höfðu náð eða voru nálægt því að útrýma mislingum alfarið. Ef við tökum okkur ekki á, bólusetjum fleiri við sjúkdómnum og finnum þau samfélög sem eru of lítið bólusett, hættum við á að glutra niður áratuga vinnu að því að verja börn og samfélög gegn þessum skæða en alfarið fyrirbyggjanlega sjúkdómi,“ var haft eftir Soumya Swaminathan, stjórnanda hjá WHO. Undanfarin misseri hefur reglulega verið fjallað um mislingasmit á Íslandi. Þrjú tilfelli greindust hér á landi árið 2017. Þá hafa einnig greinst tilfelli í flugvélum bæði WOW air og Icelandair. Hægt er, að því er kemur fram í skýrslu WHO og CDC, að fyrirbyggja mislinga alfarið með tveimur skömmtum af öruggu bóluefni. Mislingar eru alvarlegur sjúkdómur sem smitast auðveldlega manna á milli, til að mynda með hósta og hnerra. Sjúkdómurinn getur valdið hita, hósta, höfuðverk, útbrotum og jafnvel uppköstum, niðurgangi og heilabólgu. Í verstu tilfellum valda mislingar einfaldlega dauða. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. Mest aukning var í Ameríku, við botn Miðjarðarhafs og í Evrópu en vegna gloppóttrar bólusetningar mátti finna tilfelli í öllum heimshlutum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC birtu í gær. Alls er greint frá því að rekja megi 110.000 dauðsföll á síðasta ári til mislinga. MMR-bóluefnið, sem notað er til bólusetningar við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, var fyrst tekið í notkun snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Um átta árum fyrr hafði sérstakt bóluefni gegn mislingum verið tekið í notkun og því er bólusetning við sjúkdómnum síður en svo ný af nálinni. Sé miðað við líkön WHO má ganga út frá því að tekist hafi að bjarga um 21 milljón mannslífa frá árinu 2000 með bólusetningu gegn mislingum. Samkvæmt skýrslunni hefur hlutfall þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnisins staðið í stað í nokkur ár, 85 prósent. Sú tala er tíu prósentum lægri en þröskuldurinn sem WHO telur að þurfi að ná til að fyrirbyggja faraldur. „Þessi upprisa mislinga er alvarlegt áhyggjuefni. Langvinnir faraldrar greinast afar víða og sérstaklega í ríkjum sem höfðu náð eða voru nálægt því að útrýma mislingum alfarið. Ef við tökum okkur ekki á, bólusetjum fleiri við sjúkdómnum og finnum þau samfélög sem eru of lítið bólusett, hættum við á að glutra niður áratuga vinnu að því að verja börn og samfélög gegn þessum skæða en alfarið fyrirbyggjanlega sjúkdómi,“ var haft eftir Soumya Swaminathan, stjórnanda hjá WHO. Undanfarin misseri hefur reglulega verið fjallað um mislingasmit á Íslandi. Þrjú tilfelli greindust hér á landi árið 2017. Þá hafa einnig greinst tilfelli í flugvélum bæði WOW air og Icelandair. Hægt er, að því er kemur fram í skýrslu WHO og CDC, að fyrirbyggja mislinga alfarið með tveimur skömmtum af öruggu bóluefni. Mislingar eru alvarlegur sjúkdómur sem smitast auðveldlega manna á milli, til að mynda með hósta og hnerra. Sjúkdómurinn getur valdið hita, hósta, höfuðverk, útbrotum og jafnvel uppköstum, niðurgangi og heilabólgu. Í verstu tilfellum valda mislingar einfaldlega dauða.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira