Smith Jr tryggði Mavericks sigur þrátt fyrir brotna framtönn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. desember 2018 07:30 Tannlaus Smith Jr. bítur frá sér alveg eins og drekinn Tannlaus vísir/getty Dennis Smith Jr. lét brotna framtönn ekki trufla sig frá því að tryggja Dallas Mavericks sigurinn á Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld. Hægri framtönn Smith Jr. flaug nærri öll út úr munninum á honum seint í þriðja leikhluta þegar olnbogi Patrick Beverley small í andlitinu á honum í baráttu um lausan bolta. Smith settist á bekkinn í smá stund en snéri svo aftur í fjórða leikhluta og átti stóran þátt í 114-110 sigri Mavericks. Í stöðunni 110-112 með 12 sekúndur á klukkunni varði Smith Jr. skot frá Tobias Harris, tók varnarfrákast nokkrum sekúndum síðar og sótti villu. Hann setti niður vítaskotin sín tvö og leiktíminn rann út. DeAndre Jordan fór mikinn í liði Mavericks, en þetta var hans fyrsti leikur gegn gömlu félögunum í Clippers. Jordan tók 23 fráköst, meira en helmingi meira en nokkur annar á vellinum, og skoraði 16 stig. Beverly gerði meira en losa menn við tennur í leiknum, hann kastaði bolta í stuðningsmann Clippers og var rekinn úr húsi fyrir það. Beverley segist hafa brugðist svona við því að stuðningsmaðurinn blótaði móður leikmannsins. „Ég sagði dómaranum og öryggisgæslunni frá þessu. Ég hef aldrei verið rekinn út úr húsi á ferlinum í NBA deildinni. Ég spila fast en innan reglanna. Ég er fullorðinn maður en ég hef mínar sannfæringar. Guð kemur fyrstur en fjölskyldan þar strax á eftir og ég stend á bak við það,“ sagði Beverley eftir leikinn.Dennis Smith Jr. stands strong defensively to secure the @dallasmavs W! #MFFLpic.twitter.com/dkKFdZthQ9 — NBA (@NBA) December 3, 2018 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers sinn þriðja sigur í röð þegar liðið rúllaði yfir Phoenix Suns 120-96. Rétt áður en flautað var til leiksloka fögnuðu Lakersmenn ógurlega þegar þýski nýliðinn Moritz Wagner skoraði sína fyrstu körfu í NBA deildinni. „Hann var að læra að hjóla. Þetta var það augnablik á hans ferli. Að sjálfsögðu erum við spenntir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. James skoraði 22 stig fyrir Lakers en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann líkt og Kyle Kuzma sem skoraði 23 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Los Angeles á flugi og hefur unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum.The @Lakers go to 14-9 on the season behind strong performances from LeBron James (22 PTS, 8 AST, 6 REB) & Kyle Kuzma (23 PTS)! #LakeShowpic.twitter.com/5Qg9NFj5UG — NBA (@NBA) December 2, 2018Úrslit næturinnar: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 120-96 Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 109-119 Miami Heat - Utah Jazz 102-100 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 103-95 Dallas Mavericks - LA Clippers 114-110 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 131-118 NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Dennis Smith Jr. lét brotna framtönn ekki trufla sig frá því að tryggja Dallas Mavericks sigurinn á Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld. Hægri framtönn Smith Jr. flaug nærri öll út úr munninum á honum seint í þriðja leikhluta þegar olnbogi Patrick Beverley small í andlitinu á honum í baráttu um lausan bolta. Smith settist á bekkinn í smá stund en snéri svo aftur í fjórða leikhluta og átti stóran þátt í 114-110 sigri Mavericks. Í stöðunni 110-112 með 12 sekúndur á klukkunni varði Smith Jr. skot frá Tobias Harris, tók varnarfrákast nokkrum sekúndum síðar og sótti villu. Hann setti niður vítaskotin sín tvö og leiktíminn rann út. DeAndre Jordan fór mikinn í liði Mavericks, en þetta var hans fyrsti leikur gegn gömlu félögunum í Clippers. Jordan tók 23 fráköst, meira en helmingi meira en nokkur annar á vellinum, og skoraði 16 stig. Beverly gerði meira en losa menn við tennur í leiknum, hann kastaði bolta í stuðningsmann Clippers og var rekinn úr húsi fyrir það. Beverley segist hafa brugðist svona við því að stuðningsmaðurinn blótaði móður leikmannsins. „Ég sagði dómaranum og öryggisgæslunni frá þessu. Ég hef aldrei verið rekinn út úr húsi á ferlinum í NBA deildinni. Ég spila fast en innan reglanna. Ég er fullorðinn maður en ég hef mínar sannfæringar. Guð kemur fyrstur en fjölskyldan þar strax á eftir og ég stend á bak við það,“ sagði Beverley eftir leikinn.Dennis Smith Jr. stands strong defensively to secure the @dallasmavs W! #MFFLpic.twitter.com/dkKFdZthQ9 — NBA (@NBA) December 3, 2018 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers sinn þriðja sigur í röð þegar liðið rúllaði yfir Phoenix Suns 120-96. Rétt áður en flautað var til leiksloka fögnuðu Lakersmenn ógurlega þegar þýski nýliðinn Moritz Wagner skoraði sína fyrstu körfu í NBA deildinni. „Hann var að læra að hjóla. Þetta var það augnablik á hans ferli. Að sjálfsögðu erum við spenntir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. James skoraði 22 stig fyrir Lakers en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann líkt og Kyle Kuzma sem skoraði 23 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Los Angeles á flugi og hefur unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum.The @Lakers go to 14-9 on the season behind strong performances from LeBron James (22 PTS, 8 AST, 6 REB) & Kyle Kuzma (23 PTS)! #LakeShowpic.twitter.com/5Qg9NFj5UG — NBA (@NBA) December 2, 2018Úrslit næturinnar: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 120-96 Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 109-119 Miami Heat - Utah Jazz 102-100 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 103-95 Dallas Mavericks - LA Clippers 114-110 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 131-118
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum