Smith Jr tryggði Mavericks sigur þrátt fyrir brotna framtönn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. desember 2018 07:30 Tannlaus Smith Jr. bítur frá sér alveg eins og drekinn Tannlaus vísir/getty Dennis Smith Jr. lét brotna framtönn ekki trufla sig frá því að tryggja Dallas Mavericks sigurinn á Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld. Hægri framtönn Smith Jr. flaug nærri öll út úr munninum á honum seint í þriðja leikhluta þegar olnbogi Patrick Beverley small í andlitinu á honum í baráttu um lausan bolta. Smith settist á bekkinn í smá stund en snéri svo aftur í fjórða leikhluta og átti stóran þátt í 114-110 sigri Mavericks. Í stöðunni 110-112 með 12 sekúndur á klukkunni varði Smith Jr. skot frá Tobias Harris, tók varnarfrákast nokkrum sekúndum síðar og sótti villu. Hann setti niður vítaskotin sín tvö og leiktíminn rann út. DeAndre Jordan fór mikinn í liði Mavericks, en þetta var hans fyrsti leikur gegn gömlu félögunum í Clippers. Jordan tók 23 fráköst, meira en helmingi meira en nokkur annar á vellinum, og skoraði 16 stig. Beverly gerði meira en losa menn við tennur í leiknum, hann kastaði bolta í stuðningsmann Clippers og var rekinn úr húsi fyrir það. Beverley segist hafa brugðist svona við því að stuðningsmaðurinn blótaði móður leikmannsins. „Ég sagði dómaranum og öryggisgæslunni frá þessu. Ég hef aldrei verið rekinn út úr húsi á ferlinum í NBA deildinni. Ég spila fast en innan reglanna. Ég er fullorðinn maður en ég hef mínar sannfæringar. Guð kemur fyrstur en fjölskyldan þar strax á eftir og ég stend á bak við það,“ sagði Beverley eftir leikinn.Dennis Smith Jr. stands strong defensively to secure the @dallasmavs W! #MFFLpic.twitter.com/dkKFdZthQ9 — NBA (@NBA) December 3, 2018 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers sinn þriðja sigur í röð þegar liðið rúllaði yfir Phoenix Suns 120-96. Rétt áður en flautað var til leiksloka fögnuðu Lakersmenn ógurlega þegar þýski nýliðinn Moritz Wagner skoraði sína fyrstu körfu í NBA deildinni. „Hann var að læra að hjóla. Þetta var það augnablik á hans ferli. Að sjálfsögðu erum við spenntir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. James skoraði 22 stig fyrir Lakers en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann líkt og Kyle Kuzma sem skoraði 23 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Los Angeles á flugi og hefur unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum.The @Lakers go to 14-9 on the season behind strong performances from LeBron James (22 PTS, 8 AST, 6 REB) & Kyle Kuzma (23 PTS)! #LakeShowpic.twitter.com/5Qg9NFj5UG — NBA (@NBA) December 2, 2018Úrslit næturinnar: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 120-96 Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 109-119 Miami Heat - Utah Jazz 102-100 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 103-95 Dallas Mavericks - LA Clippers 114-110 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 131-118 NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Dennis Smith Jr. lét brotna framtönn ekki trufla sig frá því að tryggja Dallas Mavericks sigurinn á Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld. Hægri framtönn Smith Jr. flaug nærri öll út úr munninum á honum seint í þriðja leikhluta þegar olnbogi Patrick Beverley small í andlitinu á honum í baráttu um lausan bolta. Smith settist á bekkinn í smá stund en snéri svo aftur í fjórða leikhluta og átti stóran þátt í 114-110 sigri Mavericks. Í stöðunni 110-112 með 12 sekúndur á klukkunni varði Smith Jr. skot frá Tobias Harris, tók varnarfrákast nokkrum sekúndum síðar og sótti villu. Hann setti niður vítaskotin sín tvö og leiktíminn rann út. DeAndre Jordan fór mikinn í liði Mavericks, en þetta var hans fyrsti leikur gegn gömlu félögunum í Clippers. Jordan tók 23 fráköst, meira en helmingi meira en nokkur annar á vellinum, og skoraði 16 stig. Beverly gerði meira en losa menn við tennur í leiknum, hann kastaði bolta í stuðningsmann Clippers og var rekinn úr húsi fyrir það. Beverley segist hafa brugðist svona við því að stuðningsmaðurinn blótaði móður leikmannsins. „Ég sagði dómaranum og öryggisgæslunni frá þessu. Ég hef aldrei verið rekinn út úr húsi á ferlinum í NBA deildinni. Ég spila fast en innan reglanna. Ég er fullorðinn maður en ég hef mínar sannfæringar. Guð kemur fyrstur en fjölskyldan þar strax á eftir og ég stend á bak við það,“ sagði Beverley eftir leikinn.Dennis Smith Jr. stands strong defensively to secure the @dallasmavs W! #MFFLpic.twitter.com/dkKFdZthQ9 — NBA (@NBA) December 3, 2018 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers sinn þriðja sigur í röð þegar liðið rúllaði yfir Phoenix Suns 120-96. Rétt áður en flautað var til leiksloka fögnuðu Lakersmenn ógurlega þegar þýski nýliðinn Moritz Wagner skoraði sína fyrstu körfu í NBA deildinni. „Hann var að læra að hjóla. Þetta var það augnablik á hans ferli. Að sjálfsögðu erum við spenntir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. James skoraði 22 stig fyrir Lakers en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann líkt og Kyle Kuzma sem skoraði 23 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Los Angeles á flugi og hefur unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum.The @Lakers go to 14-9 on the season behind strong performances from LeBron James (22 PTS, 8 AST, 6 REB) & Kyle Kuzma (23 PTS)! #LakeShowpic.twitter.com/5Qg9NFj5UG — NBA (@NBA) December 2, 2018Úrslit næturinnar: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 120-96 Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 109-119 Miami Heat - Utah Jazz 102-100 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 103-95 Dallas Mavericks - LA Clippers 114-110 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 131-118
NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum