Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2018 13:50 Þeir Ólafur og Karl Gauti segjar ekki hafa sagt neitt óviðurkvæmilegt en gert þau mistök að sitja undir subbulegu tali Miðflokksmanna. Vísir „Hún [Inga Sæland formaður Flokks fólksins]hefur sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig inn á þing.“ Þetta segir Karl Gauti Hjaltason en hann ásamt Ólafi Ísleifssyni voru í ítarlegu viðtali á Harmageddon nú í morgun. Eins og Vísir hefur þegar greint frá hafa þeir félagarnir sent forseta Alþingis bréf og tilkynnt honum að þeir ætli að sitja áfram á þingi þó þeir hafi verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustur-skandalsins, þá sem óháðir þingmenn. Karl Gauti var þarna að svara spurningu um óviðurkvæmileg ummæli hans sjálfs, varðandi það að Inga Sæland geti grenjað en ekki stjórnað, á hinum fræga Klaustur-fundi. Þarna er vísað til áhrifaríkrar ræðu Ingu í kosningasjónvarpi í síðustu kosningabaráttu fyrir rúmlega ári en þá klökknaði Inga þegar hún flutti áhrifamikla ræðu um stöðu fátækra á Íslandi. Er sú framganga af ýmsum talin hafa verið ákveðinn vendipunktur og jafnvel leitt til þess að Flokkur fólksins náði inn á þing. Ólafur Ísleifsson er uppbótarþingmaður í Reykjavík norður en þar féllu 2.547 atkvæði til Flokks fólksins. Karl Gauti er 8. þingmaður í Suðurkjördæmi, efsti maður á lista Flokks fólksins sem þar hreppti 2.509 atkvæði.Ólafur hélt sig við það að ekkert hafi verið haft eftir sér á hinum fræga fundi sem er meiðandi og særandi um nokkurn mann. En hann hafi gert þau mistök að sitja of lengi undir slíku en hafi farið þegar hann sá í hvað stefndi, áður en sumblinu lauk ásamt þeim Karli Gauta og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur þingmanni Miðflokksins. Hann segist til að mynda hafa verið farinn þegar talið barst af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, sem Gunnar Bragi Sveinsson kallaði „helvítis tík“.„Við Lilja erum persónulegir vinir og það myndi enginn tala svona um hana í viðurvist minni,“ segir Ólafur Ísleifsson. Hann, ítrekaði að það sé engum sæmandi að tala með þessum hætti og ekki síður að sitja undir svona orðræðu, það hafi verið ámælisleg mistök: „Ég ítreka mína afsökunarbeiðni. Bið alla þá sem hallað var á afsökunar, alla þingmenn fyrrverandi og núverandi og ég bið þjóðina afsökunar. Þykir þetta afar miður og afar leitt. Þetta er harður skóli en ég mun sannarlega læra af þessu.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37 Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Hún [Inga Sæland formaður Flokks fólksins]hefur sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig inn á þing.“ Þetta segir Karl Gauti Hjaltason en hann ásamt Ólafi Ísleifssyni voru í ítarlegu viðtali á Harmageddon nú í morgun. Eins og Vísir hefur þegar greint frá hafa þeir félagarnir sent forseta Alþingis bréf og tilkynnt honum að þeir ætli að sitja áfram á þingi þó þeir hafi verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustur-skandalsins, þá sem óháðir þingmenn. Karl Gauti var þarna að svara spurningu um óviðurkvæmileg ummæli hans sjálfs, varðandi það að Inga Sæland geti grenjað en ekki stjórnað, á hinum fræga Klaustur-fundi. Þarna er vísað til áhrifaríkrar ræðu Ingu í kosningasjónvarpi í síðustu kosningabaráttu fyrir rúmlega ári en þá klökknaði Inga þegar hún flutti áhrifamikla ræðu um stöðu fátækra á Íslandi. Er sú framganga af ýmsum talin hafa verið ákveðinn vendipunktur og jafnvel leitt til þess að Flokkur fólksins náði inn á þing. Ólafur Ísleifsson er uppbótarþingmaður í Reykjavík norður en þar féllu 2.547 atkvæði til Flokks fólksins. Karl Gauti er 8. þingmaður í Suðurkjördæmi, efsti maður á lista Flokks fólksins sem þar hreppti 2.509 atkvæði.Ólafur hélt sig við það að ekkert hafi verið haft eftir sér á hinum fræga fundi sem er meiðandi og særandi um nokkurn mann. En hann hafi gert þau mistök að sitja of lengi undir slíku en hafi farið þegar hann sá í hvað stefndi, áður en sumblinu lauk ásamt þeim Karli Gauta og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur þingmanni Miðflokksins. Hann segist til að mynda hafa verið farinn þegar talið barst af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, sem Gunnar Bragi Sveinsson kallaði „helvítis tík“.„Við Lilja erum persónulegir vinir og það myndi enginn tala svona um hana í viðurvist minni,“ segir Ólafur Ísleifsson. Hann, ítrekaði að það sé engum sæmandi að tala með þessum hætti og ekki síður að sitja undir svona orðræðu, það hafi verið ámælisleg mistök: „Ég ítreka mína afsökunarbeiðni. Bið alla þá sem hallað var á afsökunar, alla þingmenn fyrrverandi og núverandi og ég bið þjóðina afsökunar. Þykir þetta afar miður og afar leitt. Þetta er harður skóli en ég mun sannarlega læra af þessu.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37 Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16