Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2018 13:50 Þeir Ólafur og Karl Gauti segjar ekki hafa sagt neitt óviðurkvæmilegt en gert þau mistök að sitja undir subbulegu tali Miðflokksmanna. Vísir „Hún [Inga Sæland formaður Flokks fólksins]hefur sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig inn á þing.“ Þetta segir Karl Gauti Hjaltason en hann ásamt Ólafi Ísleifssyni voru í ítarlegu viðtali á Harmageddon nú í morgun. Eins og Vísir hefur þegar greint frá hafa þeir félagarnir sent forseta Alþingis bréf og tilkynnt honum að þeir ætli að sitja áfram á þingi þó þeir hafi verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustur-skandalsins, þá sem óháðir þingmenn. Karl Gauti var þarna að svara spurningu um óviðurkvæmileg ummæli hans sjálfs, varðandi það að Inga Sæland geti grenjað en ekki stjórnað, á hinum fræga Klaustur-fundi. Þarna er vísað til áhrifaríkrar ræðu Ingu í kosningasjónvarpi í síðustu kosningabaráttu fyrir rúmlega ári en þá klökknaði Inga þegar hún flutti áhrifamikla ræðu um stöðu fátækra á Íslandi. Er sú framganga af ýmsum talin hafa verið ákveðinn vendipunktur og jafnvel leitt til þess að Flokkur fólksins náði inn á þing. Ólafur Ísleifsson er uppbótarþingmaður í Reykjavík norður en þar féllu 2.547 atkvæði til Flokks fólksins. Karl Gauti er 8. þingmaður í Suðurkjördæmi, efsti maður á lista Flokks fólksins sem þar hreppti 2.509 atkvæði.Ólafur hélt sig við það að ekkert hafi verið haft eftir sér á hinum fræga fundi sem er meiðandi og særandi um nokkurn mann. En hann hafi gert þau mistök að sitja of lengi undir slíku en hafi farið þegar hann sá í hvað stefndi, áður en sumblinu lauk ásamt þeim Karli Gauta og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur þingmanni Miðflokksins. Hann segist til að mynda hafa verið farinn þegar talið barst af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, sem Gunnar Bragi Sveinsson kallaði „helvítis tík“.„Við Lilja erum persónulegir vinir og það myndi enginn tala svona um hana í viðurvist minni,“ segir Ólafur Ísleifsson. Hann, ítrekaði að það sé engum sæmandi að tala með þessum hætti og ekki síður að sitja undir svona orðræðu, það hafi verið ámælisleg mistök: „Ég ítreka mína afsökunarbeiðni. Bið alla þá sem hallað var á afsökunar, alla þingmenn fyrrverandi og núverandi og ég bið þjóðina afsökunar. Þykir þetta afar miður og afar leitt. Þetta er harður skóli en ég mun sannarlega læra af þessu.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37 Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
„Hún [Inga Sæland formaður Flokks fólksins]hefur sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig inn á þing.“ Þetta segir Karl Gauti Hjaltason en hann ásamt Ólafi Ísleifssyni voru í ítarlegu viðtali á Harmageddon nú í morgun. Eins og Vísir hefur þegar greint frá hafa þeir félagarnir sent forseta Alþingis bréf og tilkynnt honum að þeir ætli að sitja áfram á þingi þó þeir hafi verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustur-skandalsins, þá sem óháðir þingmenn. Karl Gauti var þarna að svara spurningu um óviðurkvæmileg ummæli hans sjálfs, varðandi það að Inga Sæland geti grenjað en ekki stjórnað, á hinum fræga Klaustur-fundi. Þarna er vísað til áhrifaríkrar ræðu Ingu í kosningasjónvarpi í síðustu kosningabaráttu fyrir rúmlega ári en þá klökknaði Inga þegar hún flutti áhrifamikla ræðu um stöðu fátækra á Íslandi. Er sú framganga af ýmsum talin hafa verið ákveðinn vendipunktur og jafnvel leitt til þess að Flokkur fólksins náði inn á þing. Ólafur Ísleifsson er uppbótarþingmaður í Reykjavík norður en þar féllu 2.547 atkvæði til Flokks fólksins. Karl Gauti er 8. þingmaður í Suðurkjördæmi, efsti maður á lista Flokks fólksins sem þar hreppti 2.509 atkvæði.Ólafur hélt sig við það að ekkert hafi verið haft eftir sér á hinum fræga fundi sem er meiðandi og særandi um nokkurn mann. En hann hafi gert þau mistök að sitja of lengi undir slíku en hafi farið þegar hann sá í hvað stefndi, áður en sumblinu lauk ásamt þeim Karli Gauta og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur þingmanni Miðflokksins. Hann segist til að mynda hafa verið farinn þegar talið barst af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, sem Gunnar Bragi Sveinsson kallaði „helvítis tík“.„Við Lilja erum persónulegir vinir og það myndi enginn tala svona um hana í viðurvist minni,“ segir Ólafur Ísleifsson. Hann, ítrekaði að það sé engum sæmandi að tala með þessum hætti og ekki síður að sitja undir svona orðræðu, það hafi verið ámælisleg mistök: „Ég ítreka mína afsökunarbeiðni. Bið alla þá sem hallað var á afsökunar, alla þingmenn fyrrverandi og núverandi og ég bið þjóðina afsökunar. Þykir þetta afar miður og afar leitt. Þetta er harður skóli en ég mun sannarlega læra af þessu.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37 Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16