Vegna kuldatíðar er mikil notkun á heitu vatni frá Rangárveitum. Í tilkynningu frá Veitum segir að vegna þessa sé þrýstingur að minnka í kerfinu og valda heitavatnsleysi á nokkrum stöðum.
Af þeim sökum segjast Veitur þurfa að „skerða afhendingu vatns,“ eins og það er orðað. Það muni meðal annars endurspeglast í lokun þriggja sundlauga; á Hellu, Hvolsvelli og í Laugalandi.
Laugarnar lokuðu í gærmorgun og gert er ráð fyrir því að þær verði lokaðar alveg til miðnættis í kvöld - „sé miðað við veðurspá eins og hún er núna,“ eins og segir í tilkynningu veitna.
Umrædd veðurspá gerir ráð fyrir að það verði snjókoma eða él í í flestum landshlutum í dag. Frostið verður á bilinu 1 til 12 stig, en víða frostlaust við suðurströndina. Engu að síður geti orðið talsvert frost í innsveitum í nótt. Það muni þó hlýna aftur á næstu dögum.
Þremur sundlaugum lokað sökum kulda

Tengdar fréttir

Ökumenn leggi ekki af stað nema bíllinn sé búinn til vetraraksturs
Það er snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu en snjómokstursmenn hafa verið á ferð síðan í nótt við að moka götur bæjarins fyrir morgunumferðina.

Snjór í dag en hvassviðri handan við hornið
Líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum í dag.