Stefnir í lokun stofnana vegna veggsins Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2018 08:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, fái hann ekki fimm milljarða til að byggja vegg. AP/Evan Vucci Þingmenn Demókrataflokksins segjast ætla að hafna tillögu Repúblikanaflokksins varðandi fjármögnun veggjarsmíði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landamærunum við Mexíkó. Því er útlit fyrir að lokun ríkisstofnanna í næstu viku, leysist deilan ekki. Tillaga Repúblikana fól í sér að fimm milljörðum dala yrði veitt til veggjarins á næstu tveimur árum. Trump hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, án þess að fá fé til að byggja vegg sinn. Þingið hefur þó þegar tryggt um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Verði ný fjárlög ekki sett í næstu viku yrði því einungis um lokun hluta ríkisstofnanna að ræða. Meðal þeirra stofnanna sem þyrfti að loka yrði þó heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Demókratar vilja þó alls ekki fjármagna smíði veggjarins og vísa til orða forsetans um að Mexíkó hefði átt að borga reikninginn. Þá segja þeir það ekki gera fjármögnunina auðveldari að dreifa henni yfir tvö ár. „Þó við séum tilbúin til viðræðna um hvernig við eigum að tryggja landamæri okkar, munum við aldrei styðja það að sólunda skattpeningum í vegg sem ætlað er að æsa upp grasrót Repúblikanaflokksins,“ hefur Washington Post eftir þingkonunni Nita M. Lowey.Einn af hæst settu þingmönnum Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Patrick J. Leahy, segir Trump vera að biðja skattgreiðendur Bandaríkjanna um að gefa honum peninga vegna verkefnis sem hann lofaði að myndi ekki kosta þá neitt. Slíkt héldi ekki vatni. Fyrr á árinu sömdu þingmenn um að veita 1,6 milljörðum dala í að bæta öryggi á landamærunum á næsta ári. Demókratar vilja ekki gefa frekar eftir. Sérstaklega með tilliti til þess að þeir tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í byrjun mánaðarins. Samkvæmt Washington Post hafði Trump, að áeggjan þingmanna Repúblikanaflokksins, samþykkt að krefjast ekki milljarðanna fimm fyrr en eftir kosningarnar. Nú er hann hins vegar harður á því að fá sitt, áður en Repúblikanar missa tökin á báðum deildum þingsins. Báðar fylkingar kenna hinni um ef til lokunar stofnanna kemur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins segjast ætla að hafna tillögu Repúblikanaflokksins varðandi fjármögnun veggjarsmíði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landamærunum við Mexíkó. Því er útlit fyrir að lokun ríkisstofnanna í næstu viku, leysist deilan ekki. Tillaga Repúblikana fól í sér að fimm milljörðum dala yrði veitt til veggjarins á næstu tveimur árum. Trump hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, án þess að fá fé til að byggja vegg sinn. Þingið hefur þó þegar tryggt um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Verði ný fjárlög ekki sett í næstu viku yrði því einungis um lokun hluta ríkisstofnanna að ræða. Meðal þeirra stofnanna sem þyrfti að loka yrði þó heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Demókratar vilja þó alls ekki fjármagna smíði veggjarins og vísa til orða forsetans um að Mexíkó hefði átt að borga reikninginn. Þá segja þeir það ekki gera fjármögnunina auðveldari að dreifa henni yfir tvö ár. „Þó við séum tilbúin til viðræðna um hvernig við eigum að tryggja landamæri okkar, munum við aldrei styðja það að sólunda skattpeningum í vegg sem ætlað er að æsa upp grasrót Repúblikanaflokksins,“ hefur Washington Post eftir þingkonunni Nita M. Lowey.Einn af hæst settu þingmönnum Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Patrick J. Leahy, segir Trump vera að biðja skattgreiðendur Bandaríkjanna um að gefa honum peninga vegna verkefnis sem hann lofaði að myndi ekki kosta þá neitt. Slíkt héldi ekki vatni. Fyrr á árinu sömdu þingmenn um að veita 1,6 milljörðum dala í að bæta öryggi á landamærunum á næsta ári. Demókratar vilja ekki gefa frekar eftir. Sérstaklega með tilliti til þess að þeir tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í byrjun mánaðarins. Samkvæmt Washington Post hafði Trump, að áeggjan þingmanna Repúblikanaflokksins, samþykkt að krefjast ekki milljarðanna fimm fyrr en eftir kosningarnar. Nú er hann hins vegar harður á því að fá sitt, áður en Repúblikanar missa tökin á báðum deildum þingsins. Báðar fylkingar kenna hinni um ef til lokunar stofnanna kemur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira