Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur lagt tímabundið bann við tilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseta að neita flóttafólki sem kemur til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti um hæli.
Jon Tigar, alríkisdómari við dómstól í San Francisco, úrskurðaði um tímabundið bann eftir að hafa hlýtt á rökstuðning American Civil Liberties Union, hóps sem berst fyrir réttindum borgara.
Trump ritaði undir tilskipunina fyrr í mánuðinum, að sögn hans til að bregðast við þeim fjölmenna hópi förufólks sem síðustu vikurnar hefur gengið að bandarísku landamærunum frá heimalöndum sínum í Mið-Ameríku.
Trump sagði málið snerta þjóðarhag, en fjölmargir hafa talað gegn ákvörðun forsetans og fóru með málið fyrir dómara.
Bannið gildir að minnsta kosti til 19. desember næstkomandi.
Alríkisdómari lagði tímabundið bann við tilskipun Trump

Tengdar fréttir

Hundruðir halda áfram ferð sinni að landamærunum
Um fimm hundruð flóttamanna héldu í dag frá Mexíkóborg í átt að landamærum Bandaríkjanna. Þúsundir bíða enn færis til þess að komast yfir. Hópurinn byrjaði á því að taka neðanjarðarlest nyrst í borgina og fóru svo gangandi með fram hraðbraut í lögreglufylgd.