Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 23:41 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. Báðir aðilar eru bandamenn Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa staðið við bakið á Kúrdum og arabískum bandamönnum þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, eða SDF, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í kvöld að markmiðið væri að tryggja að ekki hægi á baráttunni gegn ISIS vegna spennunnar á svæðinu. SDF tilkynnti fyrr í nóvember að hlé yrði gert á aðgerðum gegn ISIS eftir að Tyrkir gerðu stórskotaliðsárásir á stöðvar SDF í norðurhluta Sýrlands. Ráðherrann sagði einnig að Tyrkjum yrði gert ljóst hvar eftirlitsstöðvar þessar yrðu staðsettar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Tyrkir hafa lengi verið verulega ósáttir við að Bandaríkin hafi aðstoðað SDF og sýrlenska Kúrda en ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, lítur á Kúrda sem hryðjuverkamenn og segir þá starfa með Verkamannaflokki Kúrda sem hefur háð áratugalanga sjálfstæðisbaráttu í austurhluta Tyrklands. Tyrkir hafa gert tvær innrásir í Sýrland til að herja á sýrlenska Kúrda. Í fyrra skiptið réðust þeir inn á yfirráðasvæði ISIS-liða í norðurhluta landsins til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að sameina tvö yfirráðasvæði sín í Sýrlandi. Stórt svæði sem þeir stjórna í norðausturhluta landsins og Afrin-hérað í norðvesturhluta Sýrlands. Seinni innrásin var svo gerð inn í Afrin-hérað sjálft, sem var eingöngu undir stjórn sýrlenskra Kúrda og kom ekki að yfirráðasvæði SDF og baráttunni gegn ISIS með beinum hætti. Héraðinu er nú stjórnað af uppreisnarmönnum sem Tyrkir hafa stutt við bakið á. SDF stjórnar borginni Manbij og hefur Erdogan ítrekað hótað því að reka sýrlenska Kúrda þaðan og austur yfir efratána. Bandaríkin og Frakkland hafa sent hermenn til borgarinnar til að koma í veg fyrir árás Tyrkja. Bandaríkin Mið-Austurlönd NATO Sýrland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. Báðir aðilar eru bandamenn Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa staðið við bakið á Kúrdum og arabískum bandamönnum þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, eða SDF, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í kvöld að markmiðið væri að tryggja að ekki hægi á baráttunni gegn ISIS vegna spennunnar á svæðinu. SDF tilkynnti fyrr í nóvember að hlé yrði gert á aðgerðum gegn ISIS eftir að Tyrkir gerðu stórskotaliðsárásir á stöðvar SDF í norðurhluta Sýrlands. Ráðherrann sagði einnig að Tyrkjum yrði gert ljóst hvar eftirlitsstöðvar þessar yrðu staðsettar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Tyrkir hafa lengi verið verulega ósáttir við að Bandaríkin hafi aðstoðað SDF og sýrlenska Kúrda en ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, lítur á Kúrda sem hryðjuverkamenn og segir þá starfa með Verkamannaflokki Kúrda sem hefur háð áratugalanga sjálfstæðisbaráttu í austurhluta Tyrklands. Tyrkir hafa gert tvær innrásir í Sýrland til að herja á sýrlenska Kúrda. Í fyrra skiptið réðust þeir inn á yfirráðasvæði ISIS-liða í norðurhluta landsins til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að sameina tvö yfirráðasvæði sín í Sýrlandi. Stórt svæði sem þeir stjórna í norðausturhluta landsins og Afrin-hérað í norðvesturhluta Sýrlands. Seinni innrásin var svo gerð inn í Afrin-hérað sjálft, sem var eingöngu undir stjórn sýrlenskra Kúrda og kom ekki að yfirráðasvæði SDF og baráttunni gegn ISIS með beinum hætti. Héraðinu er nú stjórnað af uppreisnarmönnum sem Tyrkir hafa stutt við bakið á. SDF stjórnar borginni Manbij og hefur Erdogan ítrekað hótað því að reka sýrlenska Kúrda þaðan og austur yfir efratána. Bandaríkin og Frakkland hafa sent hermenn til borgarinnar til að koma í veg fyrir árás Tyrkja.
Bandaríkin Mið-Austurlönd NATO Sýrland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira